Fréttir

28. júní 2017

Fagdeildir innan Leiðsagnar

Í lögum Leiðsagnar - félags leiðsögumanna er kveðið á um að innan félagsins starfi fagdeildir fyrir einstaka hópa innan þess eftir starfssviðum, menntun o.fl. sem vinni að áhugamálum og hagsmunamálum viðkomandi hóps. Lögin gera ráð fyrir að stjórn félagsins setji almennar reglur um fagdeildirnar, skilyrði fyrir stofnun þeirra og tengsl og samskipti þeirra við félagið o.fl. Innan þessa ramma ákveða fagdeildirnar sjálfar hvernig þær haga innra starfi sínu en þær hafa einnig bein áhrif á starf félagsins með tilnefningu fulltrúa í trúnaðarráð þess sem fer með samninga- og kjaramál fyrir þess hönd en er einnig stjórn félagsins til ráðgjafar í málefnum félagsins.

Lesa meira »
22. júní 2017

Heimsókn í Lava Center á Hvolsvelli

Miðvikudaginn 28. júní stendur félögum í Leiðsögn til boða að heimsækja Lava Centre á Hvolsvelli. Lagt verður af stað frá Stórhöfða 25 kl. 13 undir leiðsögn Sigmundar Einarssonar jarðfræðings.

Lesa meira »
14. júní 2017

Kjaranefnd Leiðsagnar

Á fundi trúnaðarráðs Leiðsagnar 13. júní 2017 var valið í kjaranefnd félagsins. Til viðbótar við formann nefndarinnar, sem ákveðinn hafði verið á fyrri fundi trúnaðarráðs, voru valdir 7 félagsmenn.

Kjaranefnd Leiðsagnar er nú þannig skipuð:

Lesa meira »
8. júní 2017

Drög að reglum um fagdeildir Leiðsagnar

Samkvæmt lögum Leiðsagnar skal stjórn félagsins setja almennar reglur um fagdeildir félagsins. Reglur þessar eiga að vera rammi um starfsemi fagdeildanna, stöðu þeirra innan félagsins og samskipti þeirra við það. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að þær móti starfsemi sína sjálfar. Stjórn félagsins hefur nú gert drög að slíkum reglum og eru þau birt hér á eftir til kynningar og athugasemda sem óskast sendar á info@touristguide.is

Reglur um fagdeildir Leiðsagnar - félags leiðsögumanna
Drög 19. maí 2017

1. Innan Leiðsagnar starfa fagdeildir fyrir leiðsögumenn með nánar tiltekna menntun í leiðsögn, réttindi sem krafist er, tegund leiðsagnar eða annað það sem afmarka þær í samræmi við reglur þessar.
2. Til að stofna fagdeild innan félagsins þurfa a.m.k. 10 félagar Leiðsagnar að óska eftir stofnun slíkrar deildar.
3. Ósk um stofnun fagdeildar fylgi skilgreining á því sem einkenna á deildina svo sem menntun í ferðaleiðsögn, tegund ferðaleiðsagnar, starfssvið o.s.frv. og þær kröfur sem gerðar verða til þeirra sem óska inngöngu í hana.
4. Umsókn einstakra félaga um aðild að fagdeild skal skal beina til viðkomandi deildar. Umsókn skal fylgja staðfesting á prófi frá skóla um menntun í ferðaleiðsögn eða öðrum sviðum og/eða staðfesting stofnunar á réttindum eða öðru því deildin miðast við sbr. 3. tl.
5. Fagdeildarfélagar kjósa deildinni þriggja manna stjórn sem skipuleggur starfsemi hennar, afgreiðir aðildarumsóknir og kemur fram fyrir hennar hönd gagnvart stjórn félagsins.
6. Formaður fagdeildar eða annar fulltrúi sem deildin velur til þess skal eiga setu í trúnaðarráði Leiðsagnar.
7. Fagdeildir félagsins njóta þjónustu félagsins og skrifstofu þess vegna starfsemi og bókhalds. Kostnaður við þessa þjónustu skal greiddur með hlutdeild í fagdeildargjaldi.
8. Fagdeildargjald er ákveðið á aðalfundi Leiðsagnar ár hvert og skipting þess milli félagsins og fagdeildar. Með hliðsjón af breyttum lögum félagsins verður skipting þessi ekki ákveðin fyrr an að fenginni reynslu á aðalfundi 2018. Fram til þess tíma mun stjórn félagsins ákveða framlög til fagdeilda vegna einstakra verkefna þeirra.
9. Félögum Leiðsagnar er heimilt að vera í tveimur eða fleiri fagdeildum uppfylli þeir aðildarskilmála þeirra. Aðild að tveimur eða fleiri deildum hefur ekki áhrif á fjárhæð fagdeildargjalds félaga en skiptist á milli fagdeilda sbr. tl. 10.
10. Innheimt fagdeildargjöld ár hvert skiptast á milli deilda í hlutfalli við fjölda fagdeildarfélaga í byrjun almanaksárs.
11. Leiðsögn annast reikningshald og fjárreiður fagdeilda. Fagdeildum er óheimilt að skuldbinda félagið.

Lesa meira »

Viðburðadagatal