Stéttarfélagið Leiðsögn - Félag leiðsögumanna

Leiðsögn - Félag leiðsögumanna er stéttarfélag

Í lögum félagsins segir um stéttarfélagsaðild:

4.2. Stéttarfélagsaðild

Allir félagar með stéttarfélagsaðild skulu greiða ákveðinn hundraðshluta af launum í félagssjóð (stéttarfélagsgjald). Atvinnurekendur draga þetta gjald af launum leiðsögumanns og skila því til Félags leiðsögumanna. Aðalfundur ákveður hlutfall stéttarfélagsgjalds á hverju ári.

Lágmarksgjald til að öðlast stéttarfélagsaðild samsvarar hundraðshluta fyrir a.m.k. 15 daga vinnu samkvæmt lægsta taxta félagsins á hverjum tíma. Þessar greiðslur skulu hafa borist á síðastliðnum 12 mánuðum.

Félagar með stéttarfélagsaðild borga ekki fast árgjald.