8.3.2018 - Stjórnarfundur
Stjórnarfundur 8.mars 2018-03 Kl. 15:00
Mættir: Indriði, Vilborg Anna, Kári, Sigríður og Pétur Gauti.
*Afgreiddar voru 5 umsóknir í sjúkrasjóð skv reglum sjóðsins.
*Fjallað um ályktun um gæði og öryggi ferðaþjónustu sem formaður lagði fram.
Samþykkt að senda hana til ráðuneyta, stofnana, samtaka innan ferðaþjónustunnar, sem og fjölmiðla.
*Fjallað um nýtt merki fyrir LEIÐSÖGN.
Stjórnin hefur fjallað um merkið í framhaldi af forvinnu Þorsteins og Vilborgar Önnu í samvinnu við Sigríði Huldu Sigurðardóttur grafískan hönnuð. Samþykkt
að kynna merkið fyrir trúnaðarráði á næsta fundi þess.
*Rætt um reglur um fagdeild félagsins.
Samþykkt að kynna reglurnar á heimasíðu félagsins og óska eftir að áhugasömum félagsmönnum til að sitja í stjórn deildarinnar, - þremur í aðalstjórn og tveimur til vara.
*Fulltrúi félagsins mun á næstunni sinna vinnustaðaeftirliti á Suðurlandi í samvinnu við aðra eftirlitsmenn á svæðinu.
*Formaður hefur haft samband við Lagastoð um lögfræðilega ráðgjöf.
*Rætt um undirbúning aðalfundar 12. apríl. Fundarboð verður sett á heimasíðu og tilkynnt um að kosið verði um tvö sæti í stjórn.
Fundi slitið klukkan 17:00