Um félagið

Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972. Stofnfélagar, sem voru 27 talsins, höfðu flestir starfað um árabil við leiðsögu erlendra og íslenskra ferðamanna. Nú eru rúmlega 850 leiðsögumenn skráðir í félagið. Aðeins hluti félagsmanna hefur leiðsögu að aðalstarfi en þeim fer þó stöðugt fjölgandi, enda lengist ferðamannatíminn á Íslandi ár frá ári.

Fag- og stéttarfélag

Félag leiðsögumanna er í senn fag- og stéttarfélag. Félagið á aðild að ASÍ sem sjálfstætt félag.

Samstarf

Félag leiðsögumanna er meðlimur í tvennum alþjóðlegum samtökum leiðsögumanna. Þau eru Samtök leiðsögumanna á Norðurlöndum (IGC) og Samtök evrópskra leiðsögumanna (FEG). Á Íslandi er félagið aðili að Landvernd.

Einkunnarorð Félags leiðsögumanna eru:

Landinu virðing - lífinu hlýja.

Heiðursfélagar

  • Ásta Sigurðardóttir (1937-2013)
  • Birna G. Bjarnleifsdóttir
  • Jón R. Hjálmarsson
  • Kristbjörg Þórhallsdóttir
  • Kristín Njarðvík (1929-2013)
  • Vigdís Finnbogadóttir