Fjölgun ferðamanna í janúar

Um 46 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar í ár samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 13.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Um er að ræða 40,1% fjölgun ferðamanna í janúar milli ára. Frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir þrettán árum hefur verið stöðug fjölgun ferðamanna til landsins. Janúarmánuður er þar enginn eftirbátur en árleg aukning í janúar hefur verið að jafnaði 13,7% frá árinu 2003. Það er ljóst að fjölgun ferðamanna í janúar hefur verið umtalsverð á síðastliðnum tólf árum. Þannig hafa ferðamenn frá Bretlandi meira en fimmfaldast frá 2003, ferðamenn sem flokkast undir önnur markaðssvæði meira en fjórfaldast, ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu ríflega þrefaldast, ferðamenn frá N-Ameríku þrefaldast og ferðamenn frá Norðurlöndunum tvöfaldast. Sjá nánar á ferdamalastofa.is
Fleiri fréttir
-
17. apr 2018Opnað við Gullfoss en áfram lokað í Reykjadal
-
17. apr 2018Landsáætlun um vernd náttúru og menningarsögulegra minja
-
17. apr 2018Ferðamálaskýrsla
-
13. apr 2018Lokun framlengd í Reykjadal - Reykjadalur closed
-
09. apr 2018Hamfaraferð með Páli Einarssyni
-
09. apr 2018Vegna vinnu í lokuðum rýmum á háhitasvæðum
-
05. apr 2018Aðalfundur Leiðsagnar 2018
-
05. apr 2018Kristbjörg Þórhallsdóttir látin
-
28. mar 2018Viltu starfa í þágu félagsins?
-
23. mar 2018Reglur fagdeildar almenn leiðsögn