Menntun

Hvernig verður maður leiðsögumaður?

Viðurkennt nám fyrir verðandi leiðsögumenn er í boði hjá:

Leiðsöguskóla Íslands( (sem hefur aðsetur í Menntaskólanum í Kópavogi)

Endurmenntun Háskóla Íslands

Símenntun Háskólans á Akureyri – boðið er upp á þetta nám miðað við eftirspurn en kennt er í samvinnu við Leiðsöguskóla Íslands.

Nánari upplýsingar um námið og inntökuskilyrði fást á vefsíðum skólanna (smellið á nafn skólans til að komast á vefsíðu hans).
Í ofangreindum skólum er kennt samkvæmt námskrá leiðsögunáms sem útgefin af menntamálaráðuneyti. Leiðsögunám Menntamálaráðuneyti Íslands 2004

Árið 2008 tók gildi evrópskur staðall (CEN EN 15565 2008) um lágmarksmenntun leiðsögumanna í Evrópu. Ísland er aðili að þessum staðli í gegnum EES-samninginn en til að hann öðlist gildi hér á landi þarf að lögfesta hann á Alþingi, eða að minnsta kosti í reglugerð. Lágmarksmenntun leiðsögumanna í Evrópu skal samkvæmt staðlinum vera 600 klukkustundir hið minnsta en einstök lönd gera meiri kröfur.

Fulla aðild að Félagi leiðsögumanna – fagfélagsaðild – geta þeir fengið sem hafa lokið leiðsögunámi frá skólum sem kenna samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins eða hafa uppfyllt strangari kröfur. En þess ber að geta að allir sem starfa við leiðsögn geta fengið stéttarfélagsaðild að Félagi leiðsögumanna.

Enn sem komið er (árið 2015) er starf leiðsögumanna hvorki löggilt né er starfsheiti leiðsögumanna lögverndað. Þetta verkefni er þó eitt af þeim mikilvægari sem Félag leiðsögumanna vinnur stöðugt að og er þess vænst að aukinn skilningur sé fyrir mikilvægi þessa í beinu samhengi við mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið.

Námskrá leiðsögunáms útgefin af menntamálaráðuneyti 2004. Leiðsögunám Menntamálaráðuneyti Íslands 2004