Fréttir

14. maí 2018

Reykjadalur opnaður fyrir umferð.

Umhverfisstofnun hefur tekið þá ákvörðun í kjölfar ástandsúttektar á svæðinu í Reykjadal að opna svæðið fyrir umferð laugardaginn 12. maí kl. 10:00.

Landvarsla verður á svæðinu til að byrja með og mun landvörður hafa eftirlit með því að gestir svæðisins fari ekki út fyrir göngustíga þar sem svæðið er illa farið.

Umhverfisstofnun biður ferðaþjónustuaðila að miðla því til viðskiptavina sinna sem stefna á að fara í Reykjadal að þeir gangi einungis á merktum göngustígum á svæðinu. Stöndum saman vörð um náttúruna.

Information in English

The Environment Agency of Iceland has decided to open the area in Reykjadalur 12th of May at 10 am. Visitors are asked to walk only on paths to avoid further damage in the area. Help us to protect the nature and follow the rules.

Lesa meira »
11. maí 2018

Fundur Fagdeildar um almenna leiðsögn

Fundur fagdeildar um almenna leiðsögn innan Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna verður haldinn föstudaginn 18. maí nk.

Fundarefnið er "formleg" stofnun fagdeildar um almenna leiðsögn samkvæmt eftirfarandi dagskrá:

1. Kynning á reglum Leiðsagnar um fagdeildir
2. Kynning á reglum um almenna fagdeild
3. Kosning stjórnar, einn stjórnarmann til eins árs og tvo til tveggja ára
4. Önnur mál

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 18. maí og hefst kl. 17:00
Fundarstaður: Stórhöfði 25, 3ja hæð.

Þeir sem áforma að sitja fundinn eru beðnir a tilkynna það skrifstofu Leiðsagnar í gegnum netfangið info@touristguide.is

Lesa meira »
7. maí 2018

Leiðsögunám hjá Símenntun Háskólans á Akureyri – veturinn 2018-19

Leiðsögumenn hafa fjölbreytta starfsmöguleika enda er námið fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. Auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Inntökuskilyrði námsins er 21 árs aldurstakmark, stúdentspróf eða sambærilegt nám og þurfa nemendur að standast munnlegt inntökupróf á því tungumáli sem þeir hyggjast leiðsegja á. Inntökupróf verða þriðjudaginn 29. maí milli 16 og 19.

Frekari upplýsingar um námið: www.simenntunha.is , í síma 460 8091 eða með því að senda póst á simenntunha@simenntunha.is

Lesa meira »
7. maí 2018

Umsögn: réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja

Leiðsögn veitti á dögunum umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra og fleiri lögum, 468. mál

Umsögnina má nálgast hér:

Lesa meira »

Viðburðadagatal