Fréttir

16. febrúar 2018

Kynning á verndaráætlun um náttúru og menningarsögulegar minjar

Umhverfis og auðlindaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar drög að landsáætlun sem fjallar um hvernig eigi að byggja upp helstu innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Lesa meira »
14. febrúar 2018

Boðsferð leiðsögumanna til Orkuveitunnar

Orkuveita Reykjavíkur býður félögum í Leiðsögn til kynningar- og fræðslufundar í bækistöðvum Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.
Á þessum fundi verður starfsemi Orkuveitunnar kynnt, meðal annars breytingar á starfsemi síðustu ára, starfsemi hitaveitu og vatnsveitu ásamt vatnsvernd, orkunýting Hengilssvæðisins, fyrirhugaður jarðhitagarður á Hellisheiði og loks gas í grjót-verkefnið, eða CarbFix og SulFix-verkefni Orkuveitunnar.

Lesa meira »
14. febrúar 2018

Fræðslufundur um hella og hraunhellaskoðun

Mánudaginn 19. febrúar verður fræðslu- og skólanefnd Leiðsagnar með fræðslufundur um hraunhella og hraunhellaskoðun.

Lesa meira »
8. janúar 2016

Skyndihjálparnámskeið fyrir félagsmenn

Félag leiðsögumanna býður félagsmönnum sínum að fara á skyndihjálparnámskeið sem er til endurnýjunar á skírteinum, Námskeiðin eru 4. þrjú í Reykjavík og eitt á Akureyri.

Námskeiðin eru til endurnýjunnar á gildandi skyndihjálpar skírteinum og eingöngu nauðsynlegt að fara annaðhvert ár á námskeið. Þar sem færri komast að en vilja biðlum við til félagsmanna að sækja námskeiðin annað hvert ár.

.

Lesa meira »

Viðburðadagatal