Fréttir

15. september 2017

Nýr starfsmaður á skrifstofu

Ingibjörg Ósk Birgisdóttir hefur hafið störf hjá Leiðsögn sem starfsmaður í hálfu starfi á skrifstofu félagsins. Áður starfaði Ingibjörg Ósk hjá Verkfræðifélagi Íslands.

Lesa meira »
11. september 2017

Norðurljós - Námskeið EHÍ

Á námskeiðinu verður fjallað um norðurljós og tilurð þeirra. Tæpt verður á sögulegum norðurljósaatburðum, fornum tilgátum og að lokum hvernig þekking á þeim smám saman jókst undir leiðarljósi vísindanna.

Fjallað verður um samspil sólar og sólvindsins við segulsvið jarðar og tíðni norðurljósa þannig tengd við virkni sólar. Einnig verður fjallað um gagnleg atriði varðandi norðurljósaskoðun.

Lesa meira »
24. júlí 2017

Félagsaðild - Bréf frá formanni

Með bréfi dags. 12. júlí 2017 og sent var á póstfang allra launagreiðenda leiðsögumanna sem félaginu var kunnugt um var athygli þeirra vakin á þeim skyldum sem þeir hafa að lögum og samningum um að greiða eigi lægri laun en samrýmast kjarasamningi Leiðsagnar fyrir leiðsögumenn svo og að þeim beri að greiða iðgjöld til sjóða félagsins og halda eftir félagsgjöldum og greiða þau til Leiðsagnar.

Lesa meira »
19. júlí 2017

Heimsókn í Perluna

Félagsmönnum hefur verið boðið í heimsókn í Perluna dagana 25. júlí og 27. júlí kl 18:00

Nú hefur sýningin Undur íslenskrar náttúru: Jöklar og íshellir verið opnuð í Perlunni. Að því tilefni hefur Perlan – Museum of Icelandic Natural Wonders boðið félagsmönnum Leiðsagnar í heimsókn dagana 25.júlí og 27.Júlí 2017. Þar munu félagsmenn vera leiddir í gegnum íshelli sem er fyrstur sinnar tegundar í heiminum, farið verður upp á glæsilega margmiðlunarsýningu þar sem leitast er við að fanga allt frá hinu stórbrotna í jöklum landsins til hins fíngerðasta. Eftir sýninguna stendur félögum til boða að kíkja upp á nýtt og glæsilegt veitinga- og kaffihús á 5. hæðinni.

Þeir sem vilja slást í hópinn eru beðnir um að skrá sig fyrir kl. 12 þann 25. júlí í gegnum netfangið info@touristguide.is og tilgreina hvorn daginn ætlunin er að fara.

Mæting er upp í Perlu stundvíslega klukkan 18:00 á heimsóknardag

Lesa meira »

Viðburðadagatal