Fréttir

31. maí 2018

Heimsóknarboð - Handprjónasambandið og Ostabúðin

Handprjónasamband Íslands og Ostabúðin bjóða Leiðsögumönnum á kynningarfund Miðvikudaginn 6 júní kl:17:00 í Borgartún 31.

Léttar veitingar í boði.

Vinsmalegast tilkynnið komu á netfangið: handknit@handprjonasambandid.is
Til þess að hægt sé að áætla veitingar.

Sjáumst Handprjónasambandið og Ostabúðin.

Lesa meira »
31. maí 2018

Little Talks - leiðsögumönum boðið.

Kæru leiðsögumenn- og konur,

Alda heiti ég og er höfundur Little Books bókanna um Ísland (… of the Icelanders, of Icelandic, of Tourists in Iceland, og fleiri) sem ég veit að mörg ykkar kannast við og jafnvel nýtið ykkur í störfum ykkar.

Nú í sumar mun ég bjóða vikulega upp á dagskrá sem nefnist Little Talks: Iceland Demystified, þar sem ég ræði um sögu og sérkenni okkar Íslendinga og tiltek annað áhugavert um okkar háttsemi og þjóðfélag - allt í léttum og skemmtilegum dúr að sjálfsögðu. Gestum mun einnig gefast kostur á að bera upp spurningar og mun ég leitast við að svara eftir fremsta megni.

Ég hef haldið fjölda slíka fyrirlestra, hér heima og erlendis, fyrir stóra og litla hópa, og hafa þeir allir verið einstaklega vel heppnaðir - en þetta er í fyrsta skipti sem ég býð upp á slíka dagskrá með reglubundnum hætti.

Þar sem það getur reynst snúið að ná til þess breiða hóps sem sækir slíka viðburði langaði mig að biðla til ykkar að hafa þetta í huga ef einhverjir ferðamenn á ykkar vegum gætu haft áhuga, til dæmis ef þið eruð að lesa upp úr einhverjum af bókunum mínum á ferðum ykkar - og mæla þá með dagskránni.

Einnig langaði mig til að bjóða ykkur að koma á viðburð ef þið hafið áhuga, ykkur að kostnaðarlausu. Þeir leiðsögumenn sem koma með hóp af ferðalöngum fá jafnframt frítt inn hvenær sem þeim hentar - hafið endilega samband ef þið viljið nýta ykkur þessa kosti með því að senda okkur línu á hello@littletalksiceland.com.

Little Talks: Iceland Demystified verður á fimmtudagskvöldum kl. 18-19.30 í júlí og ágúst, á efri hæð Sólon, Bankastræti 7a. Það verður notaleg kaffihúsastemning, happy hour tilboð á barnum, og gestir geta nýtt sér 15% afslátt af matseðli fyrir og eftir viðburðinn. Bækurnar mínar verða til sölu á hagstæðu verði, og geta þeir fengið áritanir sem vilja.

Hér eru krækjur:

Á viðburðinn: http://bit.ly/LittleTalksEvent
Á Facebook síðu Little Talks: http://bit.ly/LittleTalksFB
Á vefsíðu okkar: http://littletalksiceland.com/
Kærar þakkir fyrir áheyrnina og ég hlakka til að hitta ykkur í sumar!

Alda

Lesa meira »
25. maí 2018

Ferðamálaáætlun - umsögn stjórnar

Félagið var á dögunum beðið um að koma með athugasemdir og ábendingar um áherslur varðandi ferðamálaáætlun fyrir árin 2020-2025 sem nú eru í undirbúningi.

Lesa meira »
25. maí 2018

Ný stjórn Leiðsagnar

Á aðalfundi þann 12.apríl 2018 voru kosnir tveir nýjir meðlimir til stjórnarsetu, þær Helga Snævarr Kristjánsdóttir og Rósa Margrét Sigursteinsdóttir.

Sjórn Leiðsagnar
Formaður: Indriði H. Þorláksson,
Varaformaður: Vilborg Anna Björnsdóttir,
Gjaldkeri: Helga Snævarr Kristjánsdóttir,
Ritari: Helga Snævarr Kristjánsdóttir,
Meðstjórnandi: Þorsteinn Svavar McKinstry,
Meðstjórnandi: Pétur Gauti Valgeirsson,
Meðstjórnandi: Rósa Margrét Sigursteinsdóttir,.

Lesa meira »

Viðburðadagatal