Skráning í félagatal

Félagsfólk Leiðsagnar er hvatt til að skrá upplýsingar um sig inn í félagatalið, það veitir aukin atvinnutækifæri fyrir leiðsögumenn.

Leiðsögufólk sér sjálft um að skrá upplýsingar um sig og ber ábyrgð á að upplýsingarnar séu réttar og uppfærðar þegar þurfa þykir.

Skráning leiðsögumanna á félagavefinn er einföld:

 

  1. Skráðu þig inn á félagavefinn efst í hægra horni hér á vefsíðu Leiðsagnar með rafrænum skilríkjum. 

  2. Bein slóð innskráningar er HÉR

  3. Efst í hægra horninu er nafn viðkomandi félagsmanns. 

  4. Smellt er á flettigluggann og síðan á „mínar upplýsingar“. 

  5. Á síðunni sem birtist skrá félagsmenn upplýsingar um sig, setja inn mynd af sér og haka í viðkomandi reiti. 

  6. Þegar búið er að skrá allar upplýsingar þarf að vista síðuna.

 

Upplýsingarnar birtast síðan í félagatalinu á heimasíðu Leiðsagnar HÉR

 

Fyrirspurnir og ábendingar er best að senda í netfangið info@touristguide.is

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image