Ýmis mikilvæg ákvæði kjarasamnings - English below
Kjarasamningurinn í heild sinni er hér.
English below
DAGVINNUKAUP, gr. 3.1. í kjarasamningi
Dagvinnukaup greiðist tímabundið og ótímabundið ráðnum leiðsögumönnum fyrir vinnu á tímabilinu 07:00–19:00 virka daga allt að 37,5 klst. að meðaltali á viku fyrir fullt starf.
Dagvinnukaup greiðist ferða- og verkefnaráðnu starfsfólki á tímabilinu 07:00-19:00 á virkum dögum. Fyrir vinnu utan þess tímabils eða umfram 7,5 klst. á dag greiðist yfirvinnukaup.
VAKTAVINNUKAUP, gr. 2.3. og gr. 3.3. í kjarasamningi
Vaktaálag greiðist sem hér segir:
33,00% kl. 19:00 - 24:00 mánudaga - föstudaga
45,00% kl. 00:00 - 07:00 alla daga og um helgar
45,00% kl. 00:00 - 24:00 á sérstökum frídögum
90,00% kl. 00:00 - 24:00 stórhátíðardaga
Með vöktum er átt við fyrirfram ákveðna vinnutilhögun. Vaktir skulu að lágmarki vera 3 klst. og vera unnar í samfelldri heild.
Vaktir skulu skipulagðar fyrir 4 vikur í senn og vaktaskrá kynnt að minnsta kosti viku áður en hún á að taka gildi. Heimilt er að gera breytingar á vaktaskrá í samráði við leiðsögumann gerist sérstök þörf á með þeim fyrirvara sem gerður er í gr. 3.3.4. um brottfall ferða í kjarasamningi. Þar segir að falli ferð brott á vinnudegi leiðsögumanns skv. vaktaskrá, og önnur ferð ekki farin í staðinn innan mánaðarins, greiðist dagvinnukaup fyrir ferðina.
ÁLAGSGREIÐSLUR, gr. 2.4. í kjarasamningi
Greitt er:
50% álag ofan á laun fyrir ökuleiðsögn þegar farþegar eru 4 eða fleiri.
20% álag á tímakaup leiðsögumanns fyrir hvert tungumál umfram eitt.
25% álag fyrir ferð þar sem sérfræðikunnáttu er krafist af ferðaráðnum leiðsögumanni.
25% álag ofan á laun ef leiðsögumaður er yfirleiðsögumaður í ferð.
Samið skal um það fyrirfram sé leiðsögumaður með leiðsögn í fleiri en einni bifreið.
Sé ekki samið um greiðslu fyrir notkun á einkasíma leiðsögumanns skal greitt 500 kr. á dag fyrir afnot á honum.
YFIRVINNUKAUP, gr. 2.3.2., 3.1.2., 3.2.1. og 3.3.3. í kjarasamningi
Yfirvinna greiðist fyrir alla tíma sem unnir eru umfram 162,5 virkar klst. á mánuði.
Jafnframt greiðist yfirvinna fyrir alla vinnu sem unnin er á skilgreindum frídögum (skírdagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, annar í hvítasunnu, frídagur verslunarmanna og annar í jólum).
Yfirvinnutímakaup greiðist með tímakaupi sem er 1,0385% af mánaðalaunum fyrir dagvinnu í hverjum launaflokki og starfsaldursþrepi, ásamt dagvinnulaunum ef um reglubundinn vinnudag er að ræða.
STÓRHÁTÍÐARKAUP, gr. 2.3., og 3.5. í kjarasamningi
Stórhátíðarkaup er greitt fyrir alla vinnu sem unnin er á stórhátíðardögum (jóladagur, nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. Júní og eftir kl. 12:00 á aðfangadag og gamlársdag).
Stórhátíðarkaup greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu í hverjum launaflokki og starfsaldursþrepi, ásamt dagvinnulaunum ef um reglubundinn vinnudag er að ræða.
FERÐARÁÐINN STARFSMAÐUR – BROTTFALL FERÐA , gr. 3.2. og gr. 3.4. í kjarasamningi
Dagsferð
Ef dagsferð er felld niður innan 24 klst. fyrir tilkynntan brottfarartíma skal greiða ferðina að fullu á þeim launum sem samið var um, enda komi ekki til óviðráðanlegar orsakir (force majeur) s.s. verkföll, náttúruhamfarir o.þ.h. Óviðráðanlegar orsakir eru ekki að ekki hafi náðst lágmarks fjöldi í ferð.
Ferðaskrifstofu er heimilt að bjóða leiðsögumanni sambærilegar ferðir á sínum vegum eða annarra á umsömdum ferðatíma án sérstakrar aukagreiðslu. Sé sú ferð lengri, eða fellur utan þess tíma sem upphaflega var umsamið, greiðist aukalega fyrir tímann sem er umfram.
Langferð
Falli langferð niður skal öll ferðin greidd samkvæmt áætlun, enda hafi starfsmanni ekki borist tilkynning um breytinguna a.m.k. 5 sólarhringum áður en umsamin langferð átti að hefjast, nema óviðráðanlegar ástæður hamli, s.s. verkföll, náttúruhamfarir o.þ.h.
Ferðaskrifstofu er þó heimilt að bjóða starfsmanni vinnu í ferð eða ferðum á sama tímabili, í stað þeirrar sem fallið hafði niður og umsamin var.
Ennfremur er heimilt að semja um forgang um leiðsögn í ferð utan háannatíma í stað ferðar sem fellur niður á sumartíma, ef slíkt hentar báðum aðilum.
Leiðsögumaður hafnar eða hættir við ferð
- Hafni leiðsögumaður leiðsögn í ferð á sama tímabili og ferð átti að vera, fellur niður greiðsla sem svarar staðgönguferðinni.
- Falli leiðsögumaður frá ferð, með sama fyrirvara og segir um dags- og langferðir, verður hann bótaskyldur gagnvart ferðaskrifstofu sem nemur hálfum launum til leiðsögumanns við brottfall ferðar, nema fyrir liggi lögmæt forföll.
- Leiðsögumanni er heimilt að fá annan leiðsögumann í ferðina í sinn stað.
- Val á leiðsögumanni er háð samþykki ferðaskrifstofu. Höfnun ferðaskrifstofu á staðgengli verður að byggjast á rökstuddum og málefnanlegum ástæðum.
ÝMIS VINNUTÍMA ÁKVÆÐI
Greitt er:
- að lágmarki 4 klst. fyrir unninn tíma eða fyrirfram umsaminn ferðatíma, nema um sé að ræða langferð hjá ferða- og verkefnaráðnum leiðsögumanni.
- fyrir 11 klst. á dag í langferðum.
- fyrir 12 klst. á dag í tjaldferðum og skálaferðum.
- fyrir þann tíma sem fer umfram 11 klst. sé leiðsögumanna gert að snæða með farþegum í lengri ferðum þar sem gist er á hóteli eða semja um greiðslu fyrirfram.
- fyrir alla vinnu sem leiðsögumaður er beðinn um að sinna umfram hefðbundinn vinnutíma.
Vinnutími, útlagður kostnaður, gisting:
- Vinnutíma leiðsögumanns er ekki lokið fyrr en hann er kominn á gististaðinn sem atvinnurekandi hefur ákveðið.
- Ef leiðsögumaður er boðaður til vinnu með minna en klukkutíma fyrirvara skal atvinnurekandi sjá honum fyrir flutningi á vinnustað.
- Ef engar almenninssamgöngur eru ekki fyrir hendi við upphaf eða lok ferðar ber atvinnurekanda að sjá um flutning leiðsögumanns að og frá brottfarar- og komustað.
- Ef upphafs- og/eða lokadagur langferðar er skipulagður skemmri en 3,75 klst. eru greiddar 3,75 klst. fyrir daginn. En ef dagurinn er skipulagður skemmri en 7,5 klst. en lengri en 3,75 klst. eru greiddar 7,5 klst.
- Ef ökuleiðsögumanni er gert að þrífa og ganga frá ökutæki skal greiða fyrir þann tíma sem fer umfram 11 klst. eða semja sérstaklega um greiðslu fyrirfram.
- Greiddir skulu ½ dagpeningar vegna gistingar ef leiðsögumanni stendur einungis til boða aðrar og lakari aðstæður í hótelferðum, s.s. svefnpokapláss eða húsnæði sem að öðru jöfnu er ekki ætlað til gistingar, skv. Ferðakostnaðarnefnd ríkisins
- Ef leiðsögumaður þarf að leggja út fyrir fæði skal ferðaskipuleggjandi greiða fyrir það án tafar, enda séu lagðar fram kvittanir vegna þess. (Leiðsögumönnum er bent á að geyma afrit af gögnunum ef þörf er á aðstoð við að sækja kostnaðinn).
Various Important Provisions of the Collective Agreement
The Entire Collective Agreement will be Available [Here] when it has been translated.
DAYTIME PAY, Article 3.1 of the Collective Agreement
Daytime pay is provided to both temporarily and permanently employed tourist guides for work performed between 07:00 and 19:00 on weekdays, up to an average of 37.5 hours per week for full-time positions.
Daytime pay is also provided to travel- and project-assigned employees for work performed between 07:00 and 19:00 on weekdays. Overtime pay is applied for work outside these hours or exceeding 7.5 hours per day.
SHIFT WORK PAY, Articles 2.3 and 3.3 of the Collective Agreement
Shift premiums are paid as follows:
33% between 19:00 and 24:00 Monday through Friday.
45% between 00:00 and 07:00 on all days and during weekends.
45% between 00:00 and 24:00 on specific public holidays.
90% between 00:00 and 24:00 on major public holidays.
Shifts refer to pre-scheduled work arrangements. Each shift must be at least 3 hours long and worked as a continuous block.
Shifts should be scheduled for 4 weeks at a time, and the shift schedule must be announced at least one week in advance. Changes to the schedule are allowed in consultation with the guide if special needs arise, following the notice provisions in Article 3.3.4 regarding trip cancellations.
If a trip is canceled on a workday per the schedule and no replacement trip is assigned within the month, daytime pay will still be provided for the canceled trip.
BONUS PAYMENTS, Article 2.4 of the Collective Agreement
The following bonuses apply:
A 50% bonus on wages for driving-guides when there are 4 or more passengers.
A 20% bonus on the hourly wage for each additional language spoken beyond one.
A 25% bonus for trips requiring specialized knowledge from a travel-assigned guide.
A 25% bonus for tours where the guide acts as the lead guide.
If a guide provides services in more than one vehicle, this must be agreed upon in advance.
If no agreement is made regarding the use of the guide's private phone, a daily payment of 500 ISK will be provided.
OVERTIME PAY, Articles 2.3.2, 3.1.2, 3.2.1, and 3.3.3 of the Collective Agreement
Overtime pay is provided for all hours worked exceeding 162.5 active hours per month.
Additionally, overtime is paid for all work performed on specified public holidays (e.g., Maundy Thursday, Easter Monday, First Day of Summer, May 1st, Ascension Day, Whit Monday, Commerce Day, and Boxing Day).
The hourly overtime rate is calculated as 1.0385% of the monthly daytime wage for each salary category and seniority step, along with daytime wages if it is part of a regular workday.
HOLIDAY PAY, Articles 2.3 and 3.5 of the Collective Agreement
Holiday pay is provided for all work performed on major public holidays (e.g., Christmas Day, New Year’s Day, Good Friday, Easter Sunday, Whit Sunday, June 17th, and after 12:00 on Christmas Eve and New Year’s Eve).
Holiday pay is calculated as 1.375% of the monthly daytime wage for each salary category and seniority step, along with daytime wages if part of a regular workday.
TRAVEL-ASSIGNED EMPLOYEES – CANCELLATION OF TOURS, Articles 3.2 and 3.4 of the Collective Agreement
Day Tours
If a day tour is canceled within 24 hours before the announced departure time, the tour must be fully paid at the agreed wage rate, unless canceled due to unavoidable circumstances (e.g., force majeure such as strikes or natural disasters). Failure to meet the minimum number of participants does not qualify as an unavoidable circumstance.
Tour operators may offer guides comparable tours during the same period without additional compensation. If the replacement tour is longer or extends beyond the originally agreed time, additional pay will be provided for the extra time worked.
Multi-Day Tours
If a multi-day tour is canceled, the full tour must be paid as scheduled, unless the employee was notified of the cancellation at least 5 days prior to the agreed start date, except in cases of force majeure.
Tour operators may offer the employee work in other tours during the same period as a replacement. Additionally, it is permitted to agree on priority for guiding tours outside of peak periods instead of replacing a canceled summer tour, provided this suits both parties.
Guide Rejects or Cancels a Tour
If a guide rejects a tour during the same period as the canceled trip, payment corresponding to the replacement trip will be forfeited.
If a guide cancels a trip with the same notice period as for day or multi-day tours, they will be liable to compensate the tour operator for half the wages lost due to the cancellation, unless there is a legitimate reason for the cancellation.
A guide may appoint a replacement guide for the tour, subject to the tour operator’s approval. Any rejection of the substitute must be based on valid and reasonable grounds.
MISCELLANEOUS WORK HOURS PROVISIONS
The following minimum payments apply:
- 4 hours for worked time or pre-arranged travel time, except for multi-day tours for travel- and project-assigned guides.
- 11 hours per day for multi-day tours.
- 12 hours per day for camping or cabin tours.
- Time exceeding 11 hours if the guide is required to dine with passengers on extended tours with hotel stays, unless otherwise agreed in advance.
- All work performed beyond regular working hours when requested by the employer.
Working Hours, Expenses, and Accommodation
- A guide's working hours are not concluded until they have arrived at the accommodation designated by the employer.
- If a guide is called to work with less than an hour’s notice, the employer must provide transportation to the workplace.
- If no public transport is available at the start or end of a tour, the employer is responsible for transporting the guide to and from the departure and return locations.
- If the start or end day of a multi-day tour is shorter than 3.75 hours, 3.75 hours will be paid for that day. If the day is longer than 3.75 hours but shorter than 7.5 hours, 7.5 hours will be paid.
- If a driving-guide is required to clean and prepare the vehicle, additional pay will be provided for time exceeding 11 hours, or this must be agreed upon in advance.
- Half per diem payments apply according to Ferðakostnaðarnefnd ríkisins if a guide is provided with inadequate accommodation (e.g., sleeping bag facilities) instead of standard hotel accommodations.
- If a guide incurs meal expenses, the tour operator must reimburse them promptly upon presentation of receipts. Guides are advised to keep copies of their receipts for assistance if needed to claim costs.