02
Apríl

Stjórnarkjör hjá Almenna lífeyrissjóðnum

Stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum

Sjö í framboði

Rafrænt stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum frá kl. 12:00 25. mars til kl. 16:00, miðvikudaginn 3. apríl 2024.

Kosið er um tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt laust sæti í varastjórn. Að þessu sinni eru laus sæti tveggja kvenna í aðalstjórn en eins karls eða konu í varastjórn. Eingöngu sjóðfélagar geta boðið sig fram og eingöngu sjóðfélagar geta kosið á milli þeirra. Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í kosningunum og eru þeir hvattir til að kynna sér alla frambjóðendur og nýta kosningarétt sinn.

Þrjár konur eru í framboði til aðalstjórnar:

  • Arna Guðmundsdóttir
  • Elva Ósk Wiium
  • Heiða Óskarsdóttir

Sex eru í framboði til varastjórnar:

  • Elva Ósk Wiium
  • Gunnar Hörður Sæmundsson
  • Hans Grétar Kristjánsson
  • Heiða Óskarsdóttir
  • Kristján Þórarinn Davíðsson
  • Kristófer Már Maronsson

Sérstakur kosningavefur er opinn á heimasíðu Almenna lífeyrissjóðsins þar sem hægt er að kynna sér frambjóðendur til stjórnar 2024 og greiða atkvæði. Smelltu hér til að fara inn á kosningavef Almenna.

Úrslit verða kunngjörð á ársfundi sjóðsins sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 17:15 fimmtudaginn 4. apríl 2024. Streymt verður frá fundinum.

Almenni lífeyrissjóðurinn hvetur sjóðfélaga að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa í rafrænu stjórnarkjöri sjóðsins.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image