21
Apríl

FRAMBOÐSFRESTUR TIL AÐ BJÓÐA SIG FRAM TIL SETU Í NÝRRI DEILD LEIÐSÖGUFÓLKS Í VR ER TIL 25. APRÍL

Minnt er á að framboðsfrestur til að bjóða sig fram til setu í stjórn nýrrar deildar Leiðsögufólks í VR rennur út 25. apríl 2025.  tilkynning um framboð þarf að berast skrifstofu leiðsagnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) fyrir miðnætti þann; 25. apríl

Í stjórn deildar þarf að kjósa til tveggja ára: 2 aðalmenn og fjóra varamenn.
Fjöldi atkvæða ræður niðurröðun aðal- og varamanna í stjórn deildarinnar.

Stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti og hefst kosning 5. maí 2025 og lýkur 12. maí 2025 á miðnætti.
Félagsfólk sem vill starfa að hagsmunamálum leiðsögufólks er eindregið hvatt til að bjóða sig fram. 

Kynning frambjóðenda:
Frambjóðendur geta kynnt sig á Félagavefnum (mínar síður) og vefsíðu Leiðsagnar. Eftir að öll framboð hafa borist verða þau kynnt í heild sinni á heimasíðu félagsins. Kynning þarf að berast skrifstofu leiðsagnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) áður en framboðsfresti lýkur; 25. apríl. Æskilegt er að í kynningu komi fram menntun frambjóðenda, reynsla af leiðsögn og helstu áherslur. Auk þess er mælt með að mynd fylgi framboðsupplýsingum.Frekari upplýsingar:
Félagsfólki hefur verið send tilkynning um tilhögun kosninganna og hverjir hafi kjörgengi. Á sama tíma var birt frétt á vefsíðu Leiðsagnar: https://www.touristguide.is/index.php/frettir/item/2852-adhalfundur-leidhsagnar-felags-leidhsoegumanna-2025-adhalfundur-leidhsagnar-2025-verdhur-haldinn-15-mai-nk-kl-18-00-i-sal-vr-a-9-haedh-i-husi-verslunarinnar

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image