Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Boðað er til Félagsfundur um bindandi allsherjaratkvæðagreiðslu þriðjudaginn 11 mars kl. 19:30 í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn, sem er jafnt stað- og fjarfundur, fer fram á íslensku en er jafnframt túlkaður á ensku. Gengið er inn á jarðhæð norðan megin, innganginn sem er á milli snyrtimiðstöðvarinnar og hárgreiðslustofunnar og lyftan tekinn upp á 9. hæð.
Dagskrá fundar er eftirfarandi.
1. Kynning á endanlega útgáfan af samningum um sameiningu VR og Leiðsagnar, ásamt reglum um nýja deild leiðsögufölks í VR. Sjá fylgiskjöl með pósti.
2 Lögð fram tillaga um að haldin verði bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla dagana 17 -24 mars 2025 á meðal félagsfólks Leiðsagnar um að Leiðsögn verði hluti af VR.
3. Önnur Mál
Undirbúningur vegna fundarins hefur er gerður í samræmi við lög ASÍ og í samráði við lögfræðinga sambandsins.
KOSNINGARÉTTUR
Þeir sem vilja taka þátt í þessari kosningu um allsherjaratkvæðagreiðslu þurfa að
hafa greitt lögbundin félagsgjöld eigi síðar en föstudaginn 7. mars.
- Atkvæðisréttur fæst hafi iðgjöld sem greidd hafa verið af launum viðkomandi náð
lágmarksiðgjaldi fyrir sl. 12 mánuði.
- Atkvæðisréttur fæst einnig með því að greiða aðildargjaldið, kr. 10.000, og það þarf
að vera búið að greiða eigi síðar en 7. mars. Þeir sem náð hafa 67 ára aldri greiða
hálft gjald, eða 5000 kr.
- Aðildargjaldið er valkvætt fyrir þá sem greiða iðgjald af launum, sbr. það sem segir
hér á undan.
Greiðsluseðlar vegna aðildargjaldsins hafa verið sendir í heimabanka félagsfólks en
hafi einhver misbrestur orðið þar á má millifæra greiðsluna.
Bankareikningur: 0515 - 26 – 020249
Kt.: 510772-0249
Náist ekki að greiða aðildargjaldið fyrir 7. mars er hægt að greiða gjaldið í banka fram
að félagsfundinum 11. mars, vilji viðkomandi taka þátt í kosningunni, og þá þarf að
sýna greiðslustaðfestingu á fundinum.
ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLAN
Eindagi félagsgjalda er 15. mars og þeir sem ekki hafa greitt á eindaga eru ekki
kjörgengir í allsherjaratkvæðagreiðsluna, ef af verður.
Allt félagsfólk er hvatt til að nýta sér atkvæðarétt sinn í þessu mikilvæga máli.
Reykjavík, 8 mars 2025
Halldór Kolbeins,
formaður stjórnar Leiðsagnar
+
Félagsfundur sem boðaður var 4. mars færist til 11 mars.
Fundurinn verður haldinn á sama stað og tíma, þ.e. í fundarsal í VR húsinu kl. 19:30
og er hann jafnt stað- og fjarfundur. Tengill í fjarfundinn sendur síðar.
Gengið er inn á jarðhæð norðanmeginn, innganginn sem er á milli
snyrtimiðstöðvarinnar og hárgreiðslustofunnar og lyftan tekinn upp á 9. hæð.
Þann 25. febrúar s.l. var boðað til félagsfundar sem halda átti þann 4. mars en vegna
formsatriða þurfti að breyta dagsetningu.
Á fundinunum verður kynnt endanlega útgáfan af samningum um sameiningu VR og
Leiðsagnar, ásamt reglum um nýja deild leiðsögufölks í VR.
Síðan verður lögð fram tillaga um að haldin verði bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla
á meðal félagsfólks Leiðsagnar um að Leiðsögn verði hluti af VR.
Undirbúningur vegna fundarins hefur er gerður í samræmi við lög ASÍ og í samráði
við lögfræðinga sambandsins. Endaleg fundardagskrá og fylgiskjöl munu berast þeim
sem eru á kjörskrá eigi síðar en þremur fullum sólarhringum fyrir fundinn.
Reykjavík 03 mars 2025
Halldór Kobleins
formaður stjórnar leiðsagnar
FÉLAGSFUNDUR 4. MARS KL. 19:30
verður haldinn í fundarsal í VR húsinu sem stað- og fjarfundur.
Af óviðráðanlegum ástæðum er fundinum sem halda átti í lok febrúar
frestað til 4. mars.
Fundardagskrá og nánari upplýsingar verða send síðar.
Afar mikilvægt er að allir félagsmenn mæti.
Í kjölfar félagsfundar 12. febrúar gefst frekara tækifæri í nokkra daga
til að koma með ábendingar um starfsreglur Deildar Leiðsagnar í VR og
samning við VR. Lokafrestur til að koma með ábendingar er 19. febrúar.
Sendið ábendingar, með rökstuðningi ef þarf, í tölvupósti til
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Starfsreglur deildarinnar, með frekari skýringum og framkomnum
ábendingum, eru á innri vef Leiðsagnar: "Mínar síður".
Þar er einnig samningurinn milli Leiðsagnar og VR.
Í samvinnu við VR verður unnið með framkomnar ábendingar og þær sem
berast í tölvupósti fram að næsta félagsfundi sem haldinn verður í lok
febrúar.
Aðildargjald fyrir árið 2025
Í heimabanka félagsmanna hefur nú verið sendur greiðsluseðill vegna aðildargjalds að fyrir árið 2025 með eindaga 15. mars 2025. Árlega aðildargjaldið er í viðbót við 1% iðgjaldagreiðslur af launum sem leiðsögumenn fá fyrir störf sín. Um aðildargjaldið segir í 6. gr. laga Leiðsagnar:
Félagar í Leiðsögn skulu auk þess árlega greiða fast aðildargjald til félagsins. Fjárhæð aðildargjaldsins skal ákveðin á aðalfundi. Aðildargjald skal lækka um helming þegar félagsmaður nær 67 ára aldri. Nýir félagar í Leiðsögn eru undanþegnir greiðslu aðildargjalds fyrsta almanaksárið sem þeir greiða félagsgjöld sbr. 1. mgr.
Leiðsögumenn sem starfa aðeins hluta úr ári, eða frekar lítið við fagið, ná almennt ekki að öðlast lágmarksréttindi með 1% iðgjaldagreiðslum af launum sínum fyrir leiðsögumannsstörf. En með greiðslu aðildargjaldsins halda félagsmenn tengslum við félagið og hafa leið til að taka virkan þátt í félagsstarfi þess. Félagsmenn sem eingöngu greiða aðildargjald hafa eftirfarandi réttindi:
Félagsmenn sem greiða 1% iðgjald af launum til Leiðsagnar og uppfylla skilyrði um lágmarksréttindi, hafa öll þau réttindi sem eru hér að ofan talin, ásamt:
Membership fee for the year 2025
A payment slip for the Leiðsögn Guide Union membership fee for the year 2025 has now been sent to members' online banking with a deadline of 15. March 2025. The annual membership fee is in addition to the 1% premium payments of the salary that guides receive for their work. Regarding the membership fee, Article 6 of the Guides Union Act states:
Members of Guides shall also pay a fixed membership fee to the association annually. The amount of the membership fee shall be determined at the general meeting. The membership fee shall be reduced by half when a member reaches the age of 67. New members of Guides are exempt from paying the membership fee in the first calendar year in which they pay membership fees, cf. 1. paragraph.
Guides who work only part of the year, or rather little in the profession, generally do not achieve the minimum rights with 1% premium payments of their salary for guiding work. But by paying the membership fee, members remain connected to the association and have a way to participate in its activities.
Members who only pay the membership fee have the following rights:
Members who pay a 1% contribution of their salary to the Guide Union and meet the minimum rights requirements have all of the rights listed above, plus:
If the payment slip does not comply with the above or if you require further information, please contact the office: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Í aðsendri grein í Vísi þann 11. febrúar 2025 eru settar fram fullyrðingar um undirbúning sameiningar við VR, sem hljóta að vera gegn betri vitund þeirra sem það skrifa. Inntak greinarinnar er að öll viðleitni varðandi sameiningu við annað félag sé skemmdarverk.
Höfundar greinarinnar voru viðstaddir kynningarfund um viðfangsefnið þann 4. febrúar s.l. og komu á framfæri sínum spurningum þar. Samt virðist sem svo að þau hafi ekki skilið sem þar fór fram.
Í upphafi kynningarfundarins var tekið skýrt fram að um væri að ræða „drög að samrunasamningi við VR“ sem í endanlegu formi yrði borin undir félagsmenn í atkvæðagreiðslu.
Frá upphafi hefur þetta legið fyrir. Engin leið er að misskilja ferlið nema þá viljandi sé.
Stjórn og trúnaðarráð Leiðsagnar tók þá ákvörðun sumarið 2024 að best væri að fela VR umsjón með starfsemi skrifstofu félagsins í ljósi þess að félagið hafði alls ekki burði til að sinna lögbundnum viðfangsefnum við eftirfylgni kjarasamninga fyrir félagsmenn.
Sú ákvörðun var tekin með samþykki yfirgnæfandi meirihluta á fundum þessara tveggja stofnana félagsins.
Samkvæmt félagslögum eru sjóðir félagsins eign þess og um þá eru sérstakar reglugerðir. Þar og í félagslögum kemur fram hlutverk stjórnar félagsins hvað snertir sjóðina. Hlutverk þeirra sem valdir hafa verið til að fara yfir umsóknir um styrki úr sjóðunum er einungis að greiða út styrki í samræmi við reglur – en alls ekki að hafa áhrif á rekstur eða stjórnun Leiðsagnar.
Samráð á öllum stigum
Þær getsakir, sem fram koma í umræddri grein um ætlun stjórnar eða trúnaðarráðs, eru ekki annað en skáldskapur greinarhöfunda.
Fullyrðing um að búið sé að undirrita samning um inngöngu í VR er röng og lýsir fullkomnu þekkingarleysi á undirbúningi og framkvæmd slíks gjörnings.
Á öllum stigum umræðunnar um sameiningu hefur verið skýrt af hálfu stjórnar og trúnaðarráðs að samráð yrði haft um drög að samrunasamningi og það var margítrekað á kynningarfundinum með félagsmönnum þann 4. febrúar s.l. Þar var jafnframt áréttað að aftur yrðu þessi drög til umræðu á félagsfundi þann 12. febrúar og að annar fundur um sameiningarmálið yrði fyrir lok febrúar. Skortur á samráði stenst því enga skoðun.
Samkomulagið sem greinarhöfundar vísa til, sem stendur þar til eða ef að sameiningu verður, snerist um að fela VR að sjá um starfsemi skrifstofu félagsins. Sem, eins og áður hefur komið fram, hafði ekki burði til að sinna lögbundnum verkefnum. Það fyrirkomulag hefur skilað félagsmönnum Leiðsagnar sem aðstoðar leituðu verulegum fjárhagslegum ávinningi, eins og kom fram á kynningarfundinum 4. febrúar.
Samþykkt aðalfundar 2024
Sú fullyrðing að tillaga um sameiningu við annað félag, sem afgreidd var á aðalfundi Leiðsagnar vorið 2024, hafi ekki verið bindandi stenst ekki heldur skoðun. Tillagan var samþykkt af öllum aðalfundargestum að einum undanskyldum. Skýr vilji og umboð til stjórnar lá því fyrir. Að halda því fram að þessi samþykkt hafi ekki verið bindandi fyrir stjórn og trúnaðarráð er einfaldlega rangt.
Stjórn og trúnaðarráð fyldu eftir afgerandi ákvörðun aðalfundar oglögðu í vinnu við að skoða valkosti við sameiningu við önnur félög. VR var eina félagið sem sýndi raunverulegan áhuga. Þar með var tekin sú ákvörðun að vinna að undirbúningi samruna, í samráði við félagsmenn.
Endanleg útgáfa að samningi um slíkt yrði lögð fyrir félagsmenn þar sem þeir greiddu atkvæði um málið. Hér þarf að hafa í huga að slíkur samningur er ekki einhliða mál Leiðsagnar heldur þarf að taka tillit til skipulags VR og skoða hvernig leiðsögumenn geta passað þar inn.
Sá ferill er búinn að vera í gangi í vetur og fyrsta opinbera kynning á stöðu þess verks fór fram 4. febrúar s.l.
Það er mál að linni
Sú fullyrðing að því hafi verið hafnað að boða til félagsfundar er röng. Greinin birtist degi fyrir boðaðan félagsfund.
Þau skrif sem að ofan er vísað til eru það nýjasta í langri röð sambærilegra skrifa og innleggs í fundi í Leiðsögn af hálfu greinarhöfunda. Einkenni þeirra eru ávallt þau sömu; uppdiktaðar forsendur og útlistun á þeim. Klögumál til lögmanns ASÍ, sem er löngu búinn að fá yfir sig nóg af því að þurfa að fást við slík mál.
Engum er til framdráttar að velta vöngum yfir þessari vegferð greinarhöfunda og því verður það ekki gert hér. Þeir verða að eiga sína afstöðu við sig, sama hve undarleg hún er og hve marglaga rangfærslurnar eru.
Framundan er vinna við að fínpússa frekar fyrirliggjandi drög að samrunasamingi. Fjalla um hann á tveimur fundum – félagsfundi 12. febrúar og svo á öðrum kynningarfundi fyrir lok febrúar. Síðan verða þau drög lögð fyrir dóm félagsmanna í atkvæðagreiðslu.
Félagar í Leiðsögn eiga skilið að fá að fjalla um þetta mikilvæga mál af yfirvegun og kaldri skynsemi en ekki með upphrópunum og rangfærslum.
Reykjavík 12 Feb 2025
Halldór Kobleins
formaður stjórnar leiðsagnar
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.