30
Mars

Aðalfundur Leiðsagnar 2023

AÐALFUNDUR LEIÐSAGNAR – FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA

  1. 3. maí 2023, kl. 18:00

Aðalfundur Leiðsagnar 2023 verður haldinn 3. maí, kl. 18:00 að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).

Aðalfundurinn verður einnig netfundur og verður krækja á fundinn send út á fundardegi, þann 3. maí.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi skv 22.gr laga félagsins.

  1. Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins.
  2. Lýst yfir niðurstöðu í kjöri formanns og stjórnar.
  3. Skýrsla fráfarandi félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
  4. Reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram til afgreiðslu.
  5. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja.
  6. Fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga gerð um fjárhæð aðildargjalds.
  7. Kosning til trúnaðarráðs.
  8. Kosning fulltrúa í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
  9. Kosning stjórnar Sjúkrasjóðs félagsins og eins fulltrúa í stjórn Endurmenntunarsjóðs.
  10. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
  11. Önnur mál.

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar og formanns rennur út 13. apríl.

Frestur til að skila inn framboðum til trúnaðarráðs og í fastanefndir rennur út 23. apríl.

Frestur til að senda inn lagabreytingatillögur rennur út 18. apríl.

28
Mars

Stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum

Stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum
12 frambjóðendur um tvö sæti

 

Rafrænt stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum frá kl. 12:00 22. mars til kl. 16:00, miðvikudaginn 29. mars 2023. Úrslit verða kunngjörð á ársfundi sjóðsins sem fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 17:15 fimmtudaginn 30. mars 2023. Streymt verður frá fundinum.

Tólf sjóðfélagar hafa boðið sig fram í tvö laus sæti í aðalstjórn en einnig verður kosið um eitt laust sæti konu í varastjórn. Eingöngu sjóðfélagar geta boðið sig fram og eingöngu sjóðfélagar geta kosið á milli þeirra.

Sérstakur kosningavefur er opinn á heimasíðu Almenna lífeyrissjóðsins þar sem hægt er að kynna sér frambjóðendur til stjórnar 2023 og greiða atkvæði. Smelltu hér til að fara inn á kosningavef Almenna.

Almenni lífeyrissjóðurinn hvetur sjóðfélaga að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa í rafrænu stjórnarkjöri sjóðsins.



21
Mars

Skyndihjálparnámskeið 2023 / First-aid courses 2023

Skyndihjálparnámskeið Leiðsagnar í samvinnu við Rauða krossinn

First-aid courses organized by Leiðsögn Union and the Icelandic Red Cross

 

Skyndihjálparnámskeiðin verða alls fimm, 4 á höfuðborgarsvæðinu og 1 á Akureyri. Eitt námskeið verður á ensku. Námkeiðin eru ókeypis fyrir félagsmenn Leiðsagnar. Eftir námskeiðið geta þátttakendur sótt rafrænt skyndihjálparskírteini á heimasíðu Rauða krossins.

Dagsetningar: 18. apríl, 25. apríl, 16. maí og á Akureyri 26. apríl.

In English : May 9th, 

 

A first-aid course will be held in cooperation with the Icelandic Red Cross.

The first-aid course is free of charge for members of Leiðsögn Union. Participants can download a first-aid certificate from the Icelandic Red Cross webpage.

 

Ath! Hámark 30 þátttakendur komast á hvert námskeið.

  • Staðsetning: Salur Rauða krossins, Strandgötu 24, Hafnarfirði.
  • Tími: 18:00-22:00.

Akureyri: Kennslusalur Rauða krossins, Viðjulundi 2, Akureyri. Tími: 18:00-22:00.

In English: May 9th at Strandgötu 24, Hafnarfjörður.

In Icelandic April 18th, April 25th, May 16th, April 25th in Akureyri.

 

Krækur til skráningar á námskeiðin hafa verið sendar á félagsmenn.

20
Mars

Leiðsögumannakvöld í Perlunni / Guide's night in Perlan

Kæru félagsmenn!

 

Perlan býður starfandi leiðsögumönnum á skemmtikvöldstund í Perlunni þann 28. mars frá kl. 20:00-22:00.

Perlan invites guides for a guide’s night March 28th between 20:00-22:00.

 

Leiðsögumenn eru beðnir að skrá sig hér / Please register here:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSe_AzQjSDKHlHjDeSsrHZ_o4Mti6KVeMPQFbQ5f_Q8D3VJ4Mg/viewform?usp=sf_link

 

Góða skemmtun!

20
Mars

Pistill frá formanni Leiðsagnar

Kæra leiðsögufólk.

Nú stefnir í sérlega líflegt sumar í ferðaþjónustunni og þar af leiðandi miklar annir hjá okkur. Ég minni því á að leiðsögumenn verða að passa vel upp á að þeim verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem nýlega var gengið frá og láta félagið vita af því er svo er ekki, í tölvupóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Munið að samningurinn er afturvirkur til 1. nóvember 2022. Nýi kjarasamningurinn veitir okkur þó nokkrar kjarabætur, en betur má ef duga skal og er það viðfangsefni áframhaldandi kjaraviðræðna á næstu mánuðum. Sama viðræðunefnd sem vann að skammtímasamningnum, sem nú hefur tekið gildi til 31. janúar 2024, mun vinna að kjarasamningi til lengri tíma á næstu mánuðum, en áframhaldandi umboð hennar var samþykkt á fundi Trúnaðarráðs Leiðsagnar þann 14.mars síðastliðinn.

Í næstu viku verður félagsmönnum Leiðsagnar send skoðanakönnun sem er fyrst og fremst til þess hugsuð að fá yfirsýn yfir samsetningu félagsmanna með tilliti til kyns, aldurs, menntunar, vinnuframlags, ráðningasambands og fleira slíks. Ég hvet ykkur öll til að taka þátt í könnuninni, því fleiri sem taka þátt því marktækari verða niðurstöður hennar. Slík könnun er afar mikilvæg fyrir framtíðarstarf félagsins og komandi kjaraviðræður. Við framkvæmd könnunarinnar verður alfarið fylgt persónuverndarlögum og hún verður ekki persónugreinanleg.

Endilega takið sem flest þátt í henni til að við fáum gleggri mynd af samsetningu félagsins.

Undanfarin ár hafa faglærðir leiðsögumenn sem eru skuldlausir við félagið fengið sendan lítinn límmiða til að festa á félagsskírteinið sem gjarna er síðan haft í skildinum góða til að auðkenna okkur. Í ár verður í fyrsta skipti sent skírteini með ártalinu og nafni leiðsögumanns og verða þau sent í næstu viku til faglærða leiðsögumanna sem hafa greitt  félagsgjaldið. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður í póstfanginu info@touristguide.

Starfsemi Leiðsagnar er með miklum blóma, fjárhagurinn traustur og mörg mikilvæg verkefni eru í vinnslu, meðal annars aukin tengslavinna innan stjórnkerfis og umhverfis ferðaþjónustunnar, vinna við raunfærnimat, menntun leiðsögumanna og alþjóðasamstarf. Nánar verður greint frá þessu á næsta aðalfundi félagsins sem verður haldinn þann 3. maí. Endilega takið daginn frá og mætið sem flest, enda er þetta í senn fagnaðarfundur okkar leiðsögumanna og sá fundur sem mótar stefnu félagsins og mannar trúnaðarstöður hverju sinni. Formleg tilkynning þess efnis verður send út bráðlega.

Kær kveðja,

Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar

15
Mars

New webpage ASÍ on your rights at work - Ný vefsíða fyrir launafólk sem er nýtt á íslenskum vinnumarkaði

ASÍ hefur sett í loftið nýja vefsíðu  – https://labour.is/

 

The Icelandic Confederation of Labour (ASI) has issued a new webpage „Working in Iceland“. See here: https://labour.is/

You can read all about your rights at work on the new webpage!

The webpage is in 11 languages: English, Polish, Lithuanian, Latvian, Spanish, Romanian, Arabic, Ukrainian, Russian, Farsi (Persian) and Icelandic.

The page has a mobile friendly user interface.

_______________

Vefsíðan labour.is er upplýsingasíða fyrir launafólk sem er nýtt á íslenskum vinnumarkaði. Vonast er til að hún nái einngi til þeirra sem eru í hvað verstu aðstæðunum, þolendum mansals á vinnumarkaði.

Síðan er á 11 tungumálum: ensku, pólsku, litháísku, lettnesku, spænsku, rúmensku, arabísku, úkraínsku, rússnesku, farsi (persnesku) og íslensku.

Áhersla er lögð á farsímaviðmót í hönnun síðunnar.

Á síðunni má finna almennar upplýsingar um helstu réttindi á vinnumarkaði: https://labour.is/your-rights-at-work/. Þá er fólki vísað á stéttarfélagið sitt fyrir nánari upplýsingar og aðstoð.

Samhliða útgáfu vefsíðunnar kemur út bæklingur, einnig á 11 tungumálum, sem vísar fólki áfram á https://labour.is/.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image