22
Apríl

ÁBENDING til félagsmanna Leiðsagnar

HNIPP TIL FÉLAGSMANNA

Kæru félagsmenn Leiðsagnar.

Við minnum á að í ár fer kosning til formanns og stjórnar fram með nýjum hætti, kosið verður rafrænt FYRIR aðalfund, og hefst kosningin 23. apríl og lýkur 30. apríl 2023.

Kosning fer fram á á innri síðum Félagavefsins á heimasíðu Leiðsagnar, innskráning með rafrænum skilríkjum. Niðurstöður verða kynntar á aðalfundinum 3. maí 2023.

Kosning til annarra trúnaðarstarfa fer fram á aðalfundinum 3. maí, einnig rafrænt. Framboðsfresti til trúnaðarstarfa lýkur á miðnætti 23. apríl 2023.

(Frestur til að senda inn lagabreytingatillögur rann út á miðnætti 18. apríl.)

Til að kjósa rafrænt þarf að hafa rafræn skilríki og bendum við félagsmönnum sem ekki hafa þau nú þegar á að tryggja sér þau til þess að hafa aðgengi að Félagavef.

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar og formanns rann út á miðnætti 13. apríl.

Kynningar á frambjóðendum til formanns og stjórnar er að finna á innri síðum Félagavefsins á heimasíðu Leiðsagnar, innskráning með rafrænum skilríkjum.

 

Í framboði eru:

Til formennsku:

Friðrik Rafnsson

Jóna Fanney Friðriksdóttir

Kjósa má einn.

 

Til stjórnar (2 aðalmenn og 4 varamenn):

Bergsteinn Harðarson

Dóra Magnúsdóttir

Guðný Margrét Emilsdóttir

Halldór Kolbeins

Hallfríður Þórarinsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir

Snorri Steinn Sigurðsson

Sigurður Albert Ármannsson

 

Kjósa má minnst einn og mest tvo.

18
Apríl

Sumarkveðja frá formanni!

Kæra leiðsögufólk

Nú er vor í lofti, farfuglarnir flykkjast til landsins og fylla loftið af tónlist náttúrunnar og náttúran er smám saman að vakna af vetrardvalanum.

Enda þótt ferðamannastraumurinn hafi verið allnokkur, jafnvel meiri en búist var við í vetur, eru komandi mánuðir háannatíminn nú sem fyrr.

Við tökum því fagnandi, en reynum samt að ganga hægt um þá gleðinnar dyr og vanda okkur ævinlega, jafnvel þegar álagið er mikið.

Nú líður að aðalfundi Leiðsagnar sem haldinn verður eftir hálfan mánuð, miðvikudaginn 3. maí, að Stórhöfða 29 í Reykjavík (gengið inn Grafarvogsmegin). Eins og fram hefur komið í pósti til félagsmanna er framboðsfrestur til formanns og stjórnar liðinn en frestur til að skila inn framboðum í aðrar trúnaðarstöður rennur út 23. apríl.

Listi yfir frambjóðendur hefur verið sendur félagsmönnum og það er sérstakt gleðiefni að óvenju mikill áhugi er meðal félagsmanna til að gefa kost á sér í til trúnaðarstarfa fyrir félagið, til formanns, í stjórn, trúnaðarráð og ýmissa annarra mikilvægra trúnaðarstarfa. Því ber að fagna og ég hvet ég ykkur öll  til að neyta atkvæðisréttar ykkar þannig að kosningarnar endurspegli vilja félagsmanna sem allra best. Kjörsókn hefur verið afar dræm undanfarin ár, en með breyttu fyrirkomulagi, lengri tíma til að kjósa og kjósa rafrænt, mun kjörsókn vonandi verða mun betri en áður. Kosningar eru lýðræðishátíð, tökum öll þátt í henni! Frambjóðendum býðst að senda inn kynningu á sér og hafa nokkur þegar nýtt sér það. Sjá Félagavefinn á innri vef félagsins:

https://innskraning.island.is/?id=https://leidsogn.filmis

Eins og fram hefur komið í fyrri pistlum formanns og fundargerðum félagsins sem birtar eru á vef félagsins hefur margt áunnist þrátt fyrir snúnar aðstæður á stundum. Með metnaði og samheldni hefur þeim sem nú gegna trúnaðarstörfum tekist að lyfta grettistaki og því er starfsemi félagsins með miklum blóma.

Gleðilegt sumar!

Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar-félags leiðsögumanna.

30
Mars

Aðalfundur Leiðsagnar 2023

AÐALFUNDUR LEIÐSAGNAR – FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA

  1. 3. maí 2023, kl. 18:00

Aðalfundur Leiðsagnar 2023 verður haldinn 3. maí, kl. 18:00 að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).

Aðalfundurinn verður einnig netfundur og verður krækja á fundinn send út á fundardegi, þann 3. maí.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi skv 22.gr laga félagsins.

  1. Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins.
  2. Lýst yfir niðurstöðu í kjöri formanns og stjórnar.
  3. Skýrsla fráfarandi félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
  4. Reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram til afgreiðslu.
  5. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja.
  6. Fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga gerð um fjárhæð aðildargjalds.
  7. Kosning til trúnaðarráðs.
  8. Kosning fulltrúa í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
  9. Kosning stjórnar Sjúkrasjóðs félagsins og eins fulltrúa í stjórn Endurmenntunarsjóðs.
  10. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
  11. Önnur mál.

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar og formanns rennur út 13. apríl.

Frestur til að skila inn framboðum til trúnaðarráðs og í fastanefndir rennur út 23. apríl.

Frestur til að senda inn lagabreytingatillögur rennur út 18. apríl.

28
Mars

Stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum

Stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum
12 frambjóðendur um tvö sæti

 

Rafrænt stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum frá kl. 12:00 22. mars til kl. 16:00, miðvikudaginn 29. mars 2023. Úrslit verða kunngjörð á ársfundi sjóðsins sem fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 17:15 fimmtudaginn 30. mars 2023. Streymt verður frá fundinum.

Tólf sjóðfélagar hafa boðið sig fram í tvö laus sæti í aðalstjórn en einnig verður kosið um eitt laust sæti konu í varastjórn. Eingöngu sjóðfélagar geta boðið sig fram og eingöngu sjóðfélagar geta kosið á milli þeirra.

Sérstakur kosningavefur er opinn á heimasíðu Almenna lífeyrissjóðsins þar sem hægt er að kynna sér frambjóðendur til stjórnar 2023 og greiða atkvæði. Smelltu hér til að fara inn á kosningavef Almenna.

Almenni lífeyrissjóðurinn hvetur sjóðfélaga að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa í rafrænu stjórnarkjöri sjóðsins.



21
Mars

Skyndihjálparnámskeið 2023 / First-aid courses 2023

Skyndihjálparnámskeið Leiðsagnar í samvinnu við Rauða krossinn

First-aid courses organized by Leiðsögn Union and the Icelandic Red Cross

 

Skyndihjálparnámskeiðin verða alls fimm, 4 á höfuðborgarsvæðinu og 1 á Akureyri. Eitt námskeið verður á ensku. Námkeiðin eru ókeypis fyrir félagsmenn Leiðsagnar. Eftir námskeiðið geta þátttakendur sótt rafrænt skyndihjálparskírteini á heimasíðu Rauða krossins.

Dagsetningar: 18. apríl, 25. apríl, 16. maí og á Akureyri 26. apríl.

In English : May 9th, 

 

A first-aid course will be held in cooperation with the Icelandic Red Cross.

The first-aid course is free of charge for members of Leiðsögn Union. Participants can download a first-aid certificate from the Icelandic Red Cross webpage.

 

Ath! Hámark 30 þátttakendur komast á hvert námskeið.

  • Staðsetning: Salur Rauða krossins, Strandgötu 24, Hafnarfirði.
  • Tími: 18:00-22:00.

Akureyri: Kennslusalur Rauða krossins, Viðjulundi 2, Akureyri. Tími: 18:00-22:00.

In English: May 9th at Strandgötu 24, Hafnarfjörður.

In Icelandic April 18th, April 25th, May 16th, April 25th in Akureyri.

 

Krækur til skráningar á námskeiðin hafa verið sendar á félagsmenn.

20
Mars

Leiðsögumannakvöld í Perlunni / Guide's night in Perlan

Kæru félagsmenn!

 

Perlan býður starfandi leiðsögumönnum á skemmtikvöldstund í Perlunni þann 28. mars frá kl. 20:00-22:00.

Perlan invites guides for a guide’s night March 28th between 20:00-22:00.

 

Leiðsögumenn eru beðnir að skrá sig hér / Please register here:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSe_AzQjSDKHlHjDeSsrHZ_o4Mti6KVeMPQFbQ5f_Q8D3VJ4Mg/viewform?usp=sf_link

 

Góða skemmtun!

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image