Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Í kjölfar félagsfundar 12. febrúar gefst frekara tækifæri í nokkra daga
til að koma með ábendingar um starfsreglur Deildar Leiðsagnar í VR og
samning við VR. Lokafrestur til að koma með ábendingar er 19. febrúar.
Sendið ábendingar, með rökstuðningi ef þarf, í tölvupósti til
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Starfsreglur deildarinnar, með frekari skýringum og framkomnum
ábendingum, eru á innri vef Leiðsagnar: "Mínar síður".
Þar er einnig samningurinn milli Leiðsagnar og VR.
Í samvinnu við VR verður unnið með framkomnar ábendingar og þær sem
berast í tölvupósti fram að næsta félagsfundi sem haldinn verður í lok
febrúar.
Aðildargjald fyrir árið 2025
Í heimabanka félagsmanna hefur nú verið sendur greiðsluseðill vegna aðildargjalds að fyrir árið 2025 með eindaga 15. mars 2025. Árlega aðildargjaldið er í viðbót við 1% iðgjaldagreiðslur af launum sem leiðsögumenn fá fyrir störf sín. Um aðildargjaldið segir í 6. gr. laga Leiðsagnar:
Félagar í Leiðsögn skulu auk þess árlega greiða fast aðildargjald til félagsins. Fjárhæð aðildargjaldsins skal ákveðin á aðalfundi. Aðildargjald skal lækka um helming þegar félagsmaður nær 67 ára aldri. Nýir félagar í Leiðsögn eru undanþegnir greiðslu aðildargjalds fyrsta almanaksárið sem þeir greiða félagsgjöld sbr. 1. mgr.
Leiðsögumenn sem starfa aðeins hluta úr ári, eða frekar lítið við fagið, ná almennt ekki að öðlast lágmarksréttindi með 1% iðgjaldagreiðslum af launum sínum fyrir leiðsögumannsstörf. En með greiðslu aðildargjaldsins halda félagsmenn tengslum við félagið og hafa leið til að taka virkan þátt í félagsstarfi þess. Félagsmenn sem eingöngu greiða aðildargjald hafa eftirfarandi réttindi:
Félagsmenn sem greiða 1% iðgjald af launum til Leiðsagnar og uppfylla skilyrði um lágmarksréttindi, hafa öll þau réttindi sem eru hér að ofan talin, ásamt:
Membership fee for the year 2025
A payment slip for the Leiðsögn Guide Union membership fee for the year 2025 has now been sent to members' online banking with a deadline of 15. March 2025. The annual membership fee is in addition to the 1% premium payments of the salary that guides receive for their work. Regarding the membership fee, Article 6 of the Guides Union Act states:
Members of Guides shall also pay a fixed membership fee to the association annually. The amount of the membership fee shall be determined at the general meeting. The membership fee shall be reduced by half when a member reaches the age of 67. New members of Guides are exempt from paying the membership fee in the first calendar year in which they pay membership fees, cf. 1. paragraph.
Guides who work only part of the year, or rather little in the profession, generally do not achieve the minimum rights with 1% premium payments of their salary for guiding work. But by paying the membership fee, members remain connected to the association and have a way to participate in its activities.
Members who only pay the membership fee have the following rights:
Members who pay a 1% contribution of their salary to the Guide Union and meet the minimum rights requirements have all of the rights listed above, plus:
If the payment slip does not comply with the above or if you require further information, please contact the office: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Í aðsendri grein í Vísi þann 11. febrúar 2025 eru settar fram fullyrðingar um undirbúning sameiningar við VR, sem hljóta að vera gegn betri vitund þeirra sem það skrifa. Inntak greinarinnar er að öll viðleitni varðandi sameiningu við annað félag sé skemmdarverk.
Höfundar greinarinnar voru viðstaddir kynningarfund um viðfangsefnið þann 4. febrúar s.l. og komu á framfæri sínum spurningum þar. Samt virðist sem svo að þau hafi ekki skilið sem þar fór fram.
Í upphafi kynningarfundarins var tekið skýrt fram að um væri að ræða „drög að samrunasamningi við VR“ sem í endanlegu formi yrði borin undir félagsmenn í atkvæðagreiðslu.
Frá upphafi hefur þetta legið fyrir. Engin leið er að misskilja ferlið nema þá viljandi sé.
Stjórn og trúnaðarráð Leiðsagnar tók þá ákvörðun sumarið 2024 að best væri að fela VR umsjón með starfsemi skrifstofu félagsins í ljósi þess að félagið hafði alls ekki burði til að sinna lögbundnum viðfangsefnum við eftirfylgni kjarasamninga fyrir félagsmenn.
Sú ákvörðun var tekin með samþykki yfirgnæfandi meirihluta á fundum þessara tveggja stofnana félagsins.
Samkvæmt félagslögum eru sjóðir félagsins eign þess og um þá eru sérstakar reglugerðir. Þar og í félagslögum kemur fram hlutverk stjórnar félagsins hvað snertir sjóðina. Hlutverk þeirra sem valdir hafa verið til að fara yfir umsóknir um styrki úr sjóðunum er einungis að greiða út styrki í samræmi við reglur – en alls ekki að hafa áhrif á rekstur eða stjórnun Leiðsagnar.
Samráð á öllum stigum
Þær getsakir, sem fram koma í umræddri grein um ætlun stjórnar eða trúnaðarráðs, eru ekki annað en skáldskapur greinarhöfunda.
Fullyrðing um að búið sé að undirrita samning um inngöngu í VR er röng og lýsir fullkomnu þekkingarleysi á undirbúningi og framkvæmd slíks gjörnings.
Á öllum stigum umræðunnar um sameiningu hefur verið skýrt af hálfu stjórnar og trúnaðarráðs að samráð yrði haft um drög að samrunasamningi og það var margítrekað á kynningarfundinum með félagsmönnum þann 4. febrúar s.l. Þar var jafnframt áréttað að aftur yrðu þessi drög til umræðu á félagsfundi þann 12. febrúar og að annar fundur um sameiningarmálið yrði fyrir lok febrúar. Skortur á samráði stenst því enga skoðun.
Samkomulagið sem greinarhöfundar vísa til, sem stendur þar til eða ef að sameiningu verður, snerist um að fela VR að sjá um starfsemi skrifstofu félagsins. Sem, eins og áður hefur komið fram, hafði ekki burði til að sinna lögbundnum verkefnum. Það fyrirkomulag hefur skilað félagsmönnum Leiðsagnar sem aðstoðar leituðu verulegum fjárhagslegum ávinningi, eins og kom fram á kynningarfundinum 4. febrúar.
Samþykkt aðalfundar 2024
Sú fullyrðing að tillaga um sameiningu við annað félag, sem afgreidd var á aðalfundi Leiðsagnar vorið 2024, hafi ekki verið bindandi stenst ekki heldur skoðun. Tillagan var samþykkt af öllum aðalfundargestum að einum undanskyldum. Skýr vilji og umboð til stjórnar lá því fyrir. Að halda því fram að þessi samþykkt hafi ekki verið bindandi fyrir stjórn og trúnaðarráð er einfaldlega rangt.
Stjórn og trúnaðarráð fyldu eftir afgerandi ákvörðun aðalfundar oglögðu í vinnu við að skoða valkosti við sameiningu við önnur félög. VR var eina félagið sem sýndi raunverulegan áhuga. Þar með var tekin sú ákvörðun að vinna að undirbúningi samruna, í samráði við félagsmenn.
Endanleg útgáfa að samningi um slíkt yrði lögð fyrir félagsmenn þar sem þeir greiddu atkvæði um málið. Hér þarf að hafa í huga að slíkur samningur er ekki einhliða mál Leiðsagnar heldur þarf að taka tillit til skipulags VR og skoða hvernig leiðsögumenn geta passað þar inn.
Sá ferill er búinn að vera í gangi í vetur og fyrsta opinbera kynning á stöðu þess verks fór fram 4. febrúar s.l.
Það er mál að linni
Sú fullyrðing að því hafi verið hafnað að boða til félagsfundar er röng. Greinin birtist degi fyrir boðaðan félagsfund.
Þau skrif sem að ofan er vísað til eru það nýjasta í langri röð sambærilegra skrifa og innleggs í fundi í Leiðsögn af hálfu greinarhöfunda. Einkenni þeirra eru ávallt þau sömu; uppdiktaðar forsendur og útlistun á þeim. Klögumál til lögmanns ASÍ, sem er löngu búinn að fá yfir sig nóg af því að þurfa að fást við slík mál.
Engum er til framdráttar að velta vöngum yfir þessari vegferð greinarhöfunda og því verður það ekki gert hér. Þeir verða að eiga sína afstöðu við sig, sama hve undarleg hún er og hve marglaga rangfærslurnar eru.
Framundan er vinna við að fínpússa frekar fyrirliggjandi drög að samrunasamingi. Fjalla um hann á tveimur fundum – félagsfundi 12. febrúar og svo á öðrum kynningarfundi fyrir lok febrúar. Síðan verða þau drög lögð fyrir dóm félagsmanna í atkvæðagreiðslu.
Félagar í Leiðsögn eiga skilið að fá að fjalla um þetta mikilvæga mál af yfirvegun og kaldri skynsemi en ekki með upphrópunum og rangfærslum.
Reykjavík 12 Feb 2025
Halldór Kobleins
formaður stjórnar leiðsagnar
Fræðslunefnd Leiðsagnar kynnir í samstarfi við Leiðsöguskóla Íslands:
FYRIRLESTUR UM HLUNNINDI OG HVERNIG ÞAU HAFA BREYST Í GEGNUM TÍÐINA; LÆKNINGAJURTIR OG NÝTINGU ÞEIRRA Í LYFJAIÐNAÐI - 19. FEBRÚAR 2025, KL. 17:00 - 18:00
Fyrirlesturinn er fjarfundur. Fyrirlesari er Roland R. Assier, kennari við Leiðsöguskóla Íslands í áratugi, og hefur hann kennt atvinnuvegi við skólann. Roland er líka fagmenntaður leiðsögumaður og útskrifaðist úr Leiðsöguskóla Íslands árið 1984.
Hér er slóð á skráningarformið: https://forms.office.com/e/vJJ84Q1itb?origin=lprLink
Skráning er til kl. 13:00 þann 19. febrúar 2025 og fá þátttakendur sendar glærur og slóð á fyrirlesturinn þegar skráningu er lokið.
Upptaka af fyrirlestrinum verður send til félagsmanna, þeirra sem skrá sig á hann og er upptakan aðgengileg í viku, eftir að hún hefur verið send til félagsmanna.
Vinsamlega leggið 2.000 kr. inn á reikning Leiðsöguskólans Íslands til að staðfesta þátttöku. Kt. 6808911419; bankaupplýsingar: 0537-26-012544
Ef fyrirtæki greiðir fyrir þátttakanda vinsamlega setjið nafn í skýringu á greiðslunni.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kær kveðja,
Fræðslunefnd Leiðsagnar
Við minnum á kynningarfund um fyrirhugaða sameiningu Leiðsagnar við VR í kvöld 4. febrúar kl. 19:30 í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn, sem er jafnt stað- og fjarfundur, fer fram á íslensku en er jafnframt túlkaður á ensku.
Hér fyrir neðan er tengill á fjarfundinn á Teams:
Meeting ID: 315 531 060 363
Passcode: cB6Kf66r
Boðað er til kynningarfundar þriðjudaginn 4. febrúar kl. 19:30 í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn, sem er jafnt stað- og fjarfundur, fer fram á íslensku en er jafnframt túlkaður á ensku.
Eins og áður hefur komið fram hefur á undanförnum mánuðum farið fram vinna í átt að sameiningu Leiðsagnar – félags leiðsögumanna við VR. Á sama tíma hefur farið fram vinna sem stuðlað gæti að sameiningu alls leiðsögufólks undir hatti VR og að henni hafa komið, ásamt Leiðsögn, Félag ökuleiðsögumanna og Félag fjallaleiðsögumanna.
Á fundinum verður kynnt hver staða þessara viðræðna er nú og eru félagsmenn allra félaganna boðnir á fundinn.
Fundarefni:
1. Kynning á mögulegri sameiningu VR og Leiðsagnar
2. Drög að reglum deildar leiðsögufólks í VR
Nánar má lesa um undirbúningsvinnuna á þessum síðum:
https://www.touristguide.is/index.php/frettir/item/2833-frettapistill-fra-formanni
https://www.facebook.com/Leikureinn1
Reykjavík, 28. janúar 2025
Halldór Kolbeins,
formaður stjórnar Leiðsagnar
Hér fyrir neðan er tengill á fjarfundinn á Teams:
Meeting ID: 315 531 060 363
Passcode: cB6Kf66r
Boðað er til félagsfundar Leiðsagnar þann 12. febrúar 2025.
Dagskrá félagsfundarins verður send út eftir að sameiginlegur kynningarfundur Leiðsagnar og VR hefur verið haldinn en tímasetning og dagskrá þess fundar verður auglýst síðar í þessari viku.
Tilgangur boðaðs fundar er að gefa félagsmönnum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum, spurningum og tillögum sem sameiginleg nefnd VR, Leiðsagnar, Félags ökuleiðsögumanna og Félags fjallaleiðsögumanna mun fara yfir.
Einnig hefur komið fram ósk um að haldinn verði félagsfundur um stöðuna í félaginu og er því ákalli svarað með fundarboði þessu.
Þar sem hér er um mikilvægt mál að ræða sem varðar framtíð félagsins var ákveðið að boða fundinn með góðum fyrirvara þannig að sem flestir félagsmenn geti tekið daginn frá.
Stjórn ítrekar hér með að almennur kynningarfundur Leiðsagnar og VR verður auglýstur síðar í þessari viku, með upplýsingum um stað, tímasetningu og dagskrá.
Reykjavík, 21. janúar 2025
Halldór Kolbeins,
formaður stjórnar Leiðsagnar
Kæra leiðsögufólk.
Nú í upphafi ársins 2025 er að hefjast nýr kafli í sögu Leiðsagnar því áður en langt um líður munum við ákveða hvort verði af sameiningu félagsins við VR.
Í kjölfar samþykktar á aðalfundi vorið 2024, þar sem stjórn fékk skýrt umboð til að hafa samband við önnur stéttarfélög um að Leiðsögn sameinaðist þeim, hafði stjórn samband við fjögur stéttarfélög.
Eingöngu VR sýndi raunverulegan áhuga og stjórn Leiðsagnar og VR gerðu því með sér samstarfssamning um að stefnt skyldi að samruna.
Þangað til tók VR að sér að sjá um skrifstofu Leiðsagnar og þá um leið allt sem snertir stéttarfélagsmál. Þar hefur þetta öfluga félag náð fram jákvæðum lausnum fyrir fjölmarga félagsmenn sem starfa skv. kjarasamningi Leiðsagnar.
FUNDIR FRAM UNDAN
Að lokinni töluverðri vinnu á undanförnum vikum liggja nú fyrir drög að skilgreiningu á því hvernig Leiðsögn gæti starfað sem deild innan VR og verða þau kynnt á sameiginlegum fundi VR og Leiðsagnar í lok janúar.
Í framhaldi af þeim fundi verður boðað til almenns félagsfundar Leiðsagnar í annarri viku febrúar og þar geta félagsmenn tjáð sig um málið. Gert er ráð fyrir opnum og góðum skoðanaskiptum þar sem félagsmenn geta komið með athugasemdir og spurt þeirra spurninga sem þeir vilja fá svör við.
Athugasemdir og spurningar sem enn er ósvarað mun nefnd sú sem unnið hefur að samningsdrögum félaganna taka til umfjöllunar og skila síðan af sér skjali með endanlegri niðurstöðu um það hvernig Leiðsögn getur starfað sem deild innan VR, verði af sameiningu. Þetta verður borið upp til samþykktar á aðalfundum beggja félaganna; annars vegar í mars hjá VR og í apríl hjá okkur í Leiðsögn.
Tekið skal skýrt fram að til þess að af sameiningu félaganna verði þarf samþykki aðalfunda beggja félaganna. Hjá okkur í Leiðsögn þarf samþykki 2/3 fundarmanna.
HVAÐ? HVERS VEGNA? HVENÆR? HVERNIG?
Að sameinast VR er stór ákvörðun og margar spurningar vakna, sem vonandi tekst að svara og skýra vel á fundunum fram undan, en til undirbúnings eru hér skýringar í örstuttu máli:
HVAÐ? – Leiðsögn – félag leiðsögumanna sameinast VR, samþykki félagsmenn það.
HVERS VEGNA? – Félagsmenn í Leiðsögn eru ekki nógu margir til að mynda öflugt stéttarfélag. Félagið hefur ekki bolmagn til að standa undir skrifstofu sem getur starfað af krafti fyrir félagsmenn, ekki síst að því sem snýr að kjarasamningsmálum og brotum á kjarasamningi. Verði af sameiningu mun VR sjá um slíkt og félagsmenn okkar öðlast sömu réttindi og aðrir félagsmenn VR.
HVENÆR? – Formlega á aðalfundi vorið 2025, samþykki félagsmenn það.
HVERNIG? – Verði af sameiningu mun VR sjá um allt sem snýr að stéttarfélagsmálum leiðsögumanna, s.s. kjaramál, brot á kjarasamningi, sjóði félagsins og sjá um skrifstofu leiðsögumanna þar sem félagsmenn fá þá þjónustu sem þeir þarfnast. Fulltrúar leiðsögumanna munu eiga aðild að kjarasamningsgerð og vinna í góðu samstarfi við VR að öllum sínum sérmálefnum.
LEIÐSÖGUMENN FÁ SÉRSTAKA DEILD INNAN VR
ALLIR sem starfa skv. kjarasamningi leiðsögumanna eiga heima í deildinni, sama hvaða sérsviði leiðsögustarfa þeir sinna. Í samræmi við þarfir og áhuga félagsmanna verður starfað þar að öðrum málum en þeim sem snerta stéttarfélagsmál, s.s. fræðslu- og menntunarmálum, miðlun upplýsinga, námskeiðahaldi og öðrum hagsmunamálum á svipaðan hátt og Leiðsögn – félag leiðsögumanna hefur starfað að hingað til. VR býr yfir mjög góðri aðstöðu fyrir fræðslu- og fundarstörf sem félagsmenn deildarinnar munu geta nýtt sér á sama hátt og aðrir félagsmenn VR.
ALLT LEIÐSÖGUFÓLK SAMEINIST
Til að stétt leiðsögumanna verði jafn öflug og fjöldi þeirra sem stunda hvers konar leiðsögustörf gefur tilefni til er best að þeir sameinist í einu öflugu stéttarfélagi. Við inngöngu í VR gefst slíkt tækifæri.
Til að allt leiðsögufólk sameinist í einu öflugu félagi þarf að sjálfsögðu góða samvinnu. Því var fulltrúum stærstu félaga leiðsögumanna utan Leiðsagnar – Félagi ökuleiðsögumanna og Félagi fjallaleiðsögumanna – boðið sæti í undirbúningsnefnd VR og Leiðsagnar um sameiningu félaganna. Fulltrúar allra þessara leiðsögufélaga stóðu því að drögunum að því hvernig deild þeirra innan VR gæti starfað.
MIKILVÆGIR HAGSMUNIR OKKAR
Núna þegar við ætlum að taka samtalið um þessi mikilvægu skref í vegferð Leiðsagnar þurfum við að hafa núverandi og framtíðar hagsmuni stéttarinnar í heild í huga. Mikilvægt er að félagsmenn:
– kynni sér vel hvað samruni felur í sér,
– kynni sér hvað við fáum og hvað við þurfum að gefa eftir, og síðast en ekki síst,
– mæti á fundina og taki þátt í samtalinu.
Stjórn og trúnaðarráð Leiðsagnar væntir þess að sú umræða verði yfirveguð og málefnaleg þannig að hver og einn félagsmaður fái tækifæri til að koma þannig að málinu að hann geti af öryggi tekið sína ákvörðun á aðalfundinum í vor.
Einnig er það von stjórnar og trúnaðarráðs að félagsmenn sjái fyrir sér bjarta framtíð í félagi þar sem starfað er af friði og festu að því að efla leiðsögufólk í starfi og tryggja því góð starfsskilyrði og launakjör.
Reykjavík, 21. janúar 2025
Halldór Kolbeins,
formaður stjórnar Leiðsagnar
Fyrirlestur um stjórnmál Íslands
UTANRÍKISMÁL, SKATTAMÁL OG LAUN (FJARFUNDUR)DAGSETNING: 14.01.25., KL.: 17:00 - 18:00
Kæru leiðsögumenn,
Fræðslunefnd Leiðsagnar verður með örfyrirlestur þann 14. janúar 2025, kl.: 17:00 - 18:00. Viðfangsefnið að þessu sinni fjallar um: Stjórnmál Íslands, utanríkismál, skattamál og laun. Steinn Jóhannsson mun fræða okkur um þessi yfirgripsmál þjóðarinnar, sem hann þekkir mæta vel. Steinn Jóhannsson er okkur leiðsögumönnum vel kunnur, en hann kennir m.a. við Leiðsöguskóla Íslands.Þeir félagsmenn sem eru í stéttarfélaginu Leiðsögn, eða hafa greitt aðildargjaldið félagsins eiga rétt á því félagsstarfi sem Fræðslunefnd Leiðsagnar stendur fyrir.
Hér er slóðin að skráningunni á örfyrirlesturinn:https://forms.office.com/e/1T7q1Jg1D0?origin=lprLink
Félagsmenn sem skrá sig á örfyrirlesturinn fá sendar glærur um viðfangsefnið daginn áður en hann hefst.Skráningu á örfyrirlesturinn lýkur þann 13. janúar 2025. Kostnaður er 2.000 ISK sem greiðist til Leiðsöguskóla Íslands, sjá upplýsingar um greiðsluform á skráningarsíðunni. Fyrirlesturinn verður síðan aðgengilegur þeim er skráðu sig á hann í viku eftir að slóð á upptöku fyrirlestursins hefur verið send út til félagsmanna.
Örfyrirlestrar Fræðslunefndar Leiðsagnar eru í samstarfi við Leiðsöguskóla Íslands.Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kær kveðja, Fræðslunefnd Leiðsagnar
VR býður upp á námskeið fyrir sjálfstætt starfandi leiðsögumenn.
Á námskeiðinu verður farið yfir:
Námskeiðið verður haldið í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 en einnig er í boði að vera með á Teams. Sérfræðingar VR sjá um ámskeiðið ásamt lögmanni VR sem mun sérstaklega fara yfir tryggingahluta sjálfstætt starfandi.
Boðið er upp á tvær dagsetningar:
Fimmtudaginn 9. janúar kl. 13:00-14:30
Miðvikudaginn 15. janúar kl. 20:00-21:30
Farið er yfir sama efni á tveimur mismunandi dagsetningum.
Þú velur þér þá dagsetningu og form sem hentar þér.
Ef þú þarft túlkun yfir á ensku vinsamlega sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 5. janúar
Smelltu hér fyrir neðan til að skrá þig:
___________
Seminar for Self-Employed Tourist Guides Seminar for Self-Employed Tourist Guides
VR offers a course for self-employed tourist guides within Leiðsögn.
The course will cover:
The course will take place in the VR hall on the 9th floor of the House of Commerce, Kringlan 7, with the option to join via Teams. The course will be led by VR specialists, along with VR’s lawyer who will focus on insurance aspects for self-employed tourist guides.
Two available dates:
Thursday, January 9th, from 13:00-14:30
Wednesday, January 15th, from 20:00 to 21:30
The same content will be covered on both dates. You choose the date and format that suits you best.
If you require interpretation into English, please send and email to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.before January 5th.
Click below to register:
January 9th, from 13:00-14:30
Wednesday, January 15th, from 20:00 to 21:30
Jólabókakvöld fræðslunefndar Leiðsagnar
Fræðslunefnd Leiðsagnar stendur fyrir jólabókakvöldi þann 10.12.24., kl. 19:00
Staðsetning: Mengi, Óðinsgötu 2
Að þessu sinni eru þrír (3) rithöfundar sem kynna bókmenntaverk sín:
Börn í Reykjavík; höfundur: Guðjón Friðriksson. Glæsilegt og áhugavert stórvirki um líf barna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar daga.
Jötnar hundvísir; höfundur: Ingunn Ásdísardóttir. Tímamótaverk í alþjóðlegum rannsóknum á norrænni goðafræði og áhugavekjandi íslenskt fræðirit.
Ástand Íslands um 1700 Lífshættir í bændasamfélagi; höfundur: Guðmundur Jónsson. Hvernig var að búa á gamla Íslandi, landi bænda og sjómanna, höfðingja og almúgamanna?
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kær kveðja,
Fræðslunefnd Leiðsagnar
Einar Þórðarson
Guðný Margrét Emilsdóttir
Björn Júlíus Grímsson
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Leiðsagnar við Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar liggja nú fyrir.
Á kjörskrá voru 327 félagar í Leiðsögn og voru 65 sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og var kosningaþátttaka því 19,88%. Já sögðu 45 eða 69,23%, nei sögðu 19 eða 29,23% og 1 tók ekki afstöðu eða 1,54%.
Atkvæðagreiðslan var rafræn á félagavef Leiðsagnar og stóð frá þriðjudeginum 9. júlí 2024 til þriðjudagsins 16. júlí 2024.
Collective agreement between Leiðsögn and SA/SAF approved
The results of the vote on the new collective agreement between Leiðsögn, the Confederation of Icelandic Enterprise (SA), and the Icelandic Travel Industry Association (SAF) are now available.
327 members of Leiðsögn were on the electoral register, with 65 participating in the vote, resulting in a turnout of 19.88%. 45 members voted yes or 69.23%, 19 voted no or 29.23%, and 1 person abstained or 1.54%.
The vote was conducted electronically on Leiðsögn's member website from Tuesday, July 9, 2024, to Tuesday, July 16, 2024.
Nýr kjarasamningur milli Leiðsagnar og Samtaka atvinnulífsins var kynntur á félagsfundi Leiðsagnar í gær, 9. júlí 2024.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hófst í gær og stendur til 16. júlí 2024.
Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér samninginn og greiða atkvæði á félagavef Leiðsagnar.
Smelltu hér til að skoða kynninguna á PDF.
Smelltu hér til að skoða samninginn.Smelltu hér til að skoða samninginn.
Smelltu hér til að skoða launatöflur fyrir leiðsögumenn. Launatafla og útreikningar fyrir dags- og langferðir. Ath orlof reiknast ofan á þessar tölur.
Smelltu hér til að skoða launatöflur fyrir ökuleiðsögumenn. Launatafla og útreikningar fyrir dags- og langferðir. Ath orlof reiknast ofan á þessar tölur.
Presentation of the collective agreement
A new collective agreement between Leiðsögn and the Confederation of Icelandic Employers was presented at Leiðsögn members' meeting yesterday, July 9, 2024. Voting on the agreement began yesterday and will continue until July 16, 2024.
We encourage all members to familiarize themselves with the agreement and cast their votes on My Pages on Leiðsögn's website.
Click here to see the presentation from the union meeting on July 9, 2024. (Icelandic only)
Click here to view the agreement. (Icelandic only)
Click here to view the pay tables for tour guides. (Icelandic only)
Click here to view the pay tables for driver guides. (Icelandic only)
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.