Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Sótt er um hér og þarf að skila kvittunum með: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi
Gleðilega hátíð!
-----
Dear guides.
According to the Regulation of the Educational Fund of Leiðsögn Article 3. it is stated that "members must be notified of the application deadline at least 14 days in advance."
Therefore, the application deadline for grants in the Retraining Fund of Leíðsagnar has been extended until December 29, 2023.
We apologize for this inconvenience. Scholarships will be paid out at the beginning of January 2024.
Applications are submitted here and receipts must be returned via: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmentunarsjodhi
Happy Holidays!
Fékkst þú sem félagi í Leiðsögn nóvember fréttabréf leiðsagnar í tölvupósti nýverið?
Ef ekki getur þú smellt HÉR til að lesa.*
Did you receive the November issue of our newsletter in your mailbox recently?
If not you can click HERE to read it.**
------------------
**For those of you who haven't received the Newsletter today by e-mail - the reasons can be of two types:
*English below
Kæru félagar í Leiðsögn.
Boðað er til félagsfundar, þ. 6. desember nk., kl. 19:30.
Stjórn félagsins hefur borist undirskriftalisti 31 félagsmanns þar sem óskað er eftir félagsfundi. Skv. 19. gr. laga félagsins verður stjórn við þeirri beiðni.
Óska félagsmenn á undirskriftalistanum eftir því að eftirfarandi verði tekið fyrir á dagskrá félagsfundarins:
Dagskrá:
1. Málefni félagsins - skv. undirskriftalista hljóðar svo:
,,Komin er upp grafalvarleg staða í Leiðsögn - félagi leiðsögumanna. Málefni stjórnar eru í algerri upplausn og búið að segja starfsmanni Leiðsagnar til margra ára upp svo skrifstofa félagsins er óstarfhæf. Við undirrituð krefjumst þess að boðað verði hið fyrsta til félagsfundar til að ræða málefni félagsins sem virðast komin óefni, og einnig er þess krafist að boðað verði til auka-aðalfundar hið fyrsta.”
2. Boðun auka-aðalfundar.
3. Önnur mál.
F.h. stjórnar Leiðsagnar,
Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður
-----
Félagsfundurinn verður í haldinn húsakynnum Leiðsagnar að Stórhöfða 29 í fundarsal á jarðhæð, kl. 19:30 þ. 6. des. nk.
ATH. aðgengi að fundarsalnum er á bak við bygginguna (neðan til) að Stórhöfða 29, jarðhæð.
Dear colleagues and members of Leiðsögn.
A members meeting is announced, on December 6, at 19:30.
The board of Leiðsögn has received a list of signatures from 31 members requesting a members meeting. According to Article 19 of the law of the union, the board respects the request. The undersigned members request that the following be included in the agenda of the members' meeting:
Agenda:
1. The issues of the association - according to the signed list stating:
"The situation within Leiðsögn has reached a critical juncture. Governance concerns have plunged into disarray, leading to the dismissal of the office employee, a pivotal figure serving the association for many years, rendering the association's office non-functional. We, the undersigned, insist on an immediate members' meeting to address these pressing issues within the association. Additionally, we request a subsequent follow-up general meeting be scheduled at the earliest convenience." (translation: jff)
2. Follow-up general meeting.
3. Other topics if eligible.
On behalf of the board of Leiðsögn,
Jóna Fanney Friðriksdóttir, Chair.
-----
The meeting will be held in the building where Leiðsögn has its office at Stórhöfði 29 in the meeting room on the ground floor.
NOTE: access to the meeting room is behind the building (downstairs) at Stórhöfði 29, ground floor.
FRÆÐSLUNEFND LEIÐSAGNAR
Kæru leiðsögumenn,
Fræðslunefnd Leiðsagnar verður með örfyrirlestur um norðurljósin nk. mánudag, þ.e. 27. nóvember 2023, kl. 17:00 - 18:00. Það er enginn annar en Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar sem mun leiða okkur áfram um norðurljósin. Leiðsöguskóli Íslands heldur utan um skráningu á fyrirlesturinn og fáum við slæður sendar á netföng okkar áður en fyrirlesturinn byrjar og jafnframt verður hann sendur til okkar eftir að honum lýkur. Slóðin að skráningarsíðunni: https://forms.office.com/e/
Slóðin að fyrirlestrinum verður sendur til þeirra sem skrá sig mánudaginn 27. nóvember. Fyrirlesturinn verður síðan sendur til ykkar eftir að honum lýkur og aðgengilegur í viku.
Kostnaðurinn er: 2.000 ISK sem greiðist inn á reikning Leiðsöguskóla Íslands, sjá upplýsingar á skráningarsíðunni.
Mikilvægt að skrá sig sem fyrst, því henni lýkur mánudaginn 27.nóvember kl. 13:00.
Sjáumst á mánudaginn.
Kærar kveðjur,
Fræðslunefnd Leiðsagnar
Einar Þórðarson
Guðný Margrét Emilsdóttir
Lovísa Birgisdóttir
Blásið er til kvennaverkfalls nk. þriðjudag, 24. október. Aðstandendur Kvennaverkfallsins í ár eru fjölmörg samtök og félög en óhætt er að segja að félög launafólks fari þar í broddi fylkingar, þar með talið Alþýðusamband Íslands sem Leiðsögn, félag leiðsögumanna á aðild að. Leiðsögn hvetur konur og kvár til að taka þátt hafi þær og þau tök á því. Vegleg dagskrá verður haldin við Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur kl. 14.00 en hér neðar má sjá dagskrá víða á landsbyggðinni.
„Þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. .. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og baráttu fyrir jöfnum kjörum höfum við ekki enn náð jafnrétti á Íslandi. Konur lögðu í fyrsta skipti niður störf 24. október 1975 og svo aftur 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018, auk þess að blásið var til netherferðar árið 2020 þegar ekki var hægt að koma saman vegna heimsfaraldar. Skipulagning sjöundu mótmælanna stendur nú yfir.“
Af vef um kvennaverkfall 2023
Hér má sjá hvaða samtök standa að kvennaverkfallinu.
Hér má sjá hvaða viðburðir eru í boði út um allt land.
*English below
Skrifstofa Leiðsagnar er lokuð þessa dagana vegna veikinda.
Þau ykkar sem þurfið á þjónustu að halda, við biðjum ykkur vinsamlegast um að senda tölvupóst á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við reynum að svara við fyrstu hentugleika.
Við þökkum tillitssemina.
Kveðja, Jóna Fanney formaður.
---
The Tourist Guide Office is closed these days due to sick leave.
For those of you who need to access our services, we kindly ask you to send an email to: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., and we will do our best to respond as soon as possible.
We appreciate your understanding.
Best regards, Jóna Fanney Chair of the board.
*ENGLISH BELOW
Stjórn Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna fordæmir atvik það sem átti sér stað nýverið stað á Hótel Örk þar sem leiðsögukona sló ungmenni sem var hér á ferð á Íslandi ásamt hópi skólafélaga frá Bretlandi. Atvikið var tekið upp á myndband og sent á breska og innlenda fjölmiðla. Þetta ömurlega háttalag á sér enga hliðstæðu meðal leiðsögumanna hérlendis.
Í siðareglum leiðsögumanna segir: „Leiðsögumaður tekur ekki undir nokkrum kringumstæðum þátt í áreitni, einelti eða ofbeldi af neinu tagi, hvorki í orðum eða gjörðum, og er á varðbergi gagnvart slíkri háttsemi hjá öðrum.“
Augljóst er að atvik þetta stríðir alfarið gegn siðareglum félagsins og er að mati stjórnar lögreglumál fyrst og fremst.
Það von stjórnar Leiðsagnar að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu, hérlendis sem og erlendis átti sig á að hér er um vítavert háttalag að ræða sem á engan hátt endurspeglar þá faglegu og vingjarnlegu þjónustu sem leiðsögumenn hérlendis eru þekktir fyrir.
Stjórn sendir öllum í Harris Girls Academy Bromley í New Beckenham hlýjar kveðjur og vonast til að stúlkan sem fyrir árásinni varð jafni sig fljótlega.
F.h. stjórnar Leiðsagnar
Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður
---
The Board of Leiðsögn - The Guides Association in Iceland condemns the recent incident at a hotel in Iceland, where a tourist guide assaulted a minor on a school trip with a group of classmates from the UK. The incident was recorded on video and sent to the British and national media.
This wretched behavior is completely unprecedented among tourist guides in our country as well as in the Icelandic tourism industry which is known for its hospitality.
The guides' code of conduct states: "Under no circumstances does a guide engage in harassment, bullying or violence of any kind, either in words or actions, and is wary of such behavior by others."
This incident is completely against the code of ethics of the company. However, it is primarily a police matter according to the board.
The board of Leiðsögn hopes that stakeholders in the tourism industry, both in Iceland and abroad, will realize that this is reprehensible behavior that in no way reflects the professional and friendly service guides in Iceland are known for.
The board extends its heartfelt well wishes to Harris Girls' Academy Bromley in New Beckenham and hopes for the swift recovery of the assaulted girl.
(English below)
Af gefnu tilefni brýnir Leiðsögn eftirfarandi fyrir öllum leiðsögumönnum:
Kjarasamningar kveða á um lágmarkslaun í landinu og skv. lögum er ráðningarsamningur sem inniheldur lakari rétt launafólks en þar segir, ógildur.
Í lögum um starfskjör launafólks segir í 1. gr.: „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.“
Afar mikilvægt er að leiðsögumenn þekki sinn rétt og því vill Leiðsögn brýna fyrir öllum í stéttinni að kynna sér vel gildandi kjarasamninga og/eða leita ráðgjafar hjá félaginu - áður en skrifað er undir ráðningarsamning eða lagt er af stað í ferð. Mun einfaldara er að leiðrétta launakjör áður en ráðningarsamband hefst fremur en eftir að ráðningarsambandi eða ferð lýkur. Munnlegir ráðningarsamningar eru jafngildir skriflegum samningum.
Kynntu þér réttindi þín á vefsíðu ASÍ.
---
Know your rights
For a given reason Leiðsögn points out the following to all guides in Iceland:
Collective agreements stipulate the minimum wages in the country
According to the law, an employment contract that contains lower wages or fewer rights for employees - is invalid.
The law on working conditions for employees, Article 1 states: "Wages and other working conditions, which the member organizations of the labor market agree on, shall be the minimum wage, regardless of gender, nationality or length of employment for all employees in the relevant profession in the area covered by the agreement. Agreements between individual employees and employers for lower terms than those determined by the general collective agreements shall be invalid."
It is essential that guides know their rights, and therefore Leiðsögn wants to urge everyone in the profession to familiarize themselves with the applicable collective agreements and/or seek advice with us before signing an employment contract or setting off on a trip. It is much simpler to correct the salary before the employment relationship begins rather than after a tour. Oral employment contracts are equivalent to written contracts.
Check out your rights in Iceland at ASÍ website - information in 10 languages.
Kæru félagsmenn Leiðsagnar.
Næsti fundur Endurmenntunarsjóðs Leiðsagnar verður haldinn í ágúst.
Umsóknir í sjóðinn þurfa að berast skrifstofu Leiðsagnar fyrir 15. ágúst.
Sótt er um styrki á heimasíðu Leiðsagnar og kvittanir fyrir útlögðum kostnaði settar í viðhengi með umsókninni.
Hér er krækja á umsóknareyðublaðið: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi
Kvittanir fyrir útlögðum kostnaði þurfa að fylgja umsókn í viðhengi.
Styrkveiting byggir á iðgjöldum af launum greiddum í Endurmenntunarsjóð Leiðsagnar og er framlag atvinnurekenda skv. kjarasamningum (gr. 10.3).
Reglugerð Endurmenntunarsjóðs: https://www.touristguide.is/images/SAMYKKT__Aalfundi_2023_Regluger-Endurmenntunarsjs-2023.pdf
In English
Dear members of Leiðsögn.
Next meeting of the Educational fund of Leiðsögn will be held in August. All applications have to be submitted before August 15th.
Applications are submitted here: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi
Invoices have to be attached to the application.
Allocations are based on legal fees paid of wages to Leiðsögn by employers in accordance with the Collective Agreement (art. 10.3).
Með kveðju!
Endurmenntunarsjóður Leiðsagnar
Nýkjörin stjórn Leiðsagnar er að vinna í því að setja sér starfs- og siðareglur.
Fyrsti liður í því var að setja starfsreglur varðandi fundargerðir og fundarritun og var sá liður samþykktur einróma í stjórn þ. 24. maí sl.
Fundargerðir/ - fundarritun. Samþykkt í stjórn 24. maí, 2023.
Skrifstofa Leiðsagnar er lokuð í júlí vegna sumarleyfa og opnar aftur þriðjudaginn 1. ágúst nk.
Ef þú telur þig eiga brýnt erindi við félagið á meðan lokun stendur, er hægt að senda tölvupóst á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða vegna kjaramála á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
The office of Leiðsögn is closed for a summer vacation in July and will open Tuesday, August 1st again.
If you have an urgent matter that cannot wait until we open the office again, you can send an email to: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. or to the Remuneration Committee: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Kveðja/Best regards,
Leiðsögn – Félag leiðsögumanna / Tourist Guide Association
Fréttatilkynning frá Landsvirkjun:
Kæri leiðsögumaður.
Nú standa yfir framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stækkun Þeistareykjastöðvar.
Þar til hægt er að vernda svæðið og tryggja öryggi gesta með uppbyggingu gönguleiða
og palla á jarðhitasvæðinu beina Landsvirkjun og Þingeyjarsveit þeim tilmælum til leiðsögumanna að hleypa ekki gestum út úr rútum við hverasvæðið. Í stað þess er tilvalið að stoppa við listaverk Landsvirkjunar, „Römmuð sýn“, þar sem er að finna upplýsingaskilti um svæðið og góða aðstöðu fyrir rútur. Þaðan sést Þeistareykjastöð vel og þar er hægt að fræða gesti um starfsemi hennar. Þegar keyrt er eftir Þeistareykjavegi er hægt að upplýsa gesti um framkvæmdir, enda er þar gott útsýni að jarðbornum.
Á Þeistareykjum rekur Landsvirkjun 90 MW jarðvarmastöð þar sem jarðhiti er nýttur til að vinna rafmagn.
Stöðin var fyrst gangsett árið 2017 og er nýjasta jarðvarmastöð Landsvirkjunar.
Um nokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi að því að stækka Þeistareykjastöð í 135 MW með því að bæta við þriðju 45 MW vélasamstæðunni.
Í tengslum við þessar fyrirætlanir standa yfir þó nokkrar framkvæmdir á svæðinu sumarið 2023. Þar ber helst að nefna borun tveggja rannsóknarhola. Þetta eru fyrstu boranir á svæðinu síðan stöðin var gangsett árið 2017. Rannsóknarholurnar verða hvor um sig um 2.800 m langar og verða þær báðar boraðar skáhallt undir Bæjarfjall. Þær holur sem hafa nú þegar verið boraðar þannig hafa reynst mjög gjöfular vinnsluholur.
Markmiðið með þessum borunum er að kanna háhitasvæðið og ef vel tekst til er gert ráð fyrir að holurnar verði tengdar virkjuninni í framtíðinni. Áætlað er að borunum verði lokið um miðjan september.
Borinn sem notaður er til verksins er sérstakur að því leyti að rafmagnið sem knýr hann
er ekki framleitt með dísilvélum, heldur kemur það beint frá Þeistareykjastöð. Er þetta
í fyrsta skipti sem borað er eftir jarðhita á Norðausturlandi með þeim hætti, sem gerir okkur kleift að losa mun minna af gróðurhúsalofttegundum vegna verkefnisins en ella.
Aðkomuleiðir voru bættar verulega í tengslum við byggingu Þeistareykjavirkjunar og
því má gera ráð fyrir meiri umferð um svæðið en áður. Þessari auknu umferð fylgja áskoranir, enda er öryggi gesta við jarðhitasvæðið ekki tryggt við núverandi aðstæður, auk þess sem það er afar viðkvæmt og þolir ekki mikinn átroðning. Um þessar mundir er í gangi vinna
við gerð deiliskipulags fyrir svæðið, þar sem markmiðið er að byggja upp góða og örugga aðstöðu fyrir ferðamenn.
|
||
Listaverkið sjálft er eftir arkitektinn Jón Grétar Ólafsson og samanstendur af fjórum stálrömmum sem vísa í höfuðáttirnar. Listaverkið er byggt upp þannig að vegfarendur geti upplifað umhverfið hver með sínum hætti í gegnum og á milli stálrammanna. Innan rammanna er líkan af Íslandi gert úr náttúrulegum stuðlum sem eru misháir og tekur hæðin mið af hæð fjalla og fjallgarða. Upp úr Íslandi rísa járnsúlur sem táknmyndir jarðhitans sem býr þar undir. Sverari súlurnar sýna staðsetningu háhitasvæða en þær grennri tákna lághitasvæði. |
Við bjóðum ykkur velkomin á Þeistareyki og vonum að þið njótið heimsóknarinnar með hagsmuni náttúrunnar og öryggi að leiðarljósi.
Landsvirkjun.
Er netfang þitt skráð hjá Leiðsögn? / Is your e-mail address registered with Leiðsögn?
Fréttabréf Leiðsagnar var nýverið sent út til allra félagsmanna Leiðsagnar. Hafir þú ekki fengið tölvupóst með fréttum nú í júní, gæti verið að við séum ekki með netfangið þitt? Það gerist þó á bestu bæjum að fréttapóstar lendi í ruslpóstinum. Ef þú ert ekki á netfangalista okkar getur þú sent okkur póst og beðið um að fara á fréttalistann: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
If not you can send us an e-mail and let us know that you would like to receive news occasionally from us: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Leiðsögn´s newsletter has reently been sent out to all members of the union in June. If you haven't received an email, maybe we don't have your email address. However, it happens that newsletters end up in spam, check it out.
Þú getur smellt hér á myndina ef þú vilt lesa fréttir í júnímánuði.
If you click the image you can read the latest news from Leiðsögn.
Stjórn Leiðsagnar samþykkti þ. 25. maí sl. tillögu formanns um að útdeiling skjaldarins og plastskírteinis með auðkenninu ,,Certified guide" yrði sett á bið. Tillagan er tilkomin vegna þess að enginn þeirra skóla sem bjóða leiðsögunám hafa fengið námskrár sínar staðfestar af menntayfirvöldum, en líkt og aðrar námskrár framhaldsskóla féll námskrá leiðsögunáms frá árinu 2004 úr gildi árið 2011. Því er það mat stjórn Leiðsagnar að félaginu sé ekki stætt á því að útdeila skírteini með yfirskriftinni ,,certified guide", slíkt tilheyri fortíðinni þegar félagið og fræðsluaðilinn voru einn og hinn sami.
Skjöldurinn fallegi er eign Leiðsagnar og hefur fylgt félaginu í áratugi. Útdeilingu skjaldarins til einstakra félagsmanna ásamt plastskírteini (,,certified guide") er nú komin á bið hjá félaginu á meðan verið er að greiða úr menntamálum leiðsögumanna.
Stjórnvöld hafa þegar staðfest að námskrá frá árinu 2004 er ekki gild
Í maí 2016 staðfestu menntayfirvöld það við Leiðsögn að eldri námskrár skóla sem sinna námi leiðsögumanna eru ekki lengur í gildi. Í svarbréfi til félagsins frá 16. maí, 2016 segir m.a.:
„Með birtingu auglýsingar nr. 674/2011 í B-deild Stjórnartíðinda 16. maí 2011 tók gildi ný aðalnámskrá framhaldsskóla, sem skyldi koma til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu 2011–2012 eftir því sem við yrði komið og koma til framkvæmda að fullu eigi síðar en 1. ágúst 2015. Samkvæmt auglýsingunni var eldri aðalnámskrá framhaldsskóla nr. 138/2004 felld úr gildi. Með því er litið svo á að allar námsbrautalýsingar sem áttu sér stoð í aðalnámskrá frá 2004 hafi einnig fallið úr gildi frá sama tíma.“
Því eru nú tólf ár liðin frá því að eldri námskrá féll úr gildi og síðan þá hefur enginn fræðsluaðili sem sinnir leiðsögunámi hérlendis því kennt eftir gildri námsskrá sem staðfest er af menntayfirvöldum. Á þessari staðreynd byggir ofangreind ákvörðun stjórnar, með að setja skírteini sem á stendur ,,certified guide" á bið enda fer félagið ekki með dagskrárvald í menntamálum landsins.
Evrópustaðallinn
Við staðfestingu námskrárbrauta um leiðsögunám leggur menntamálaráðuneytið nú til grundvallar evrópskan staðal (ÍST EN15565:2008) um lágmarksmenntun leiðsögumanna í Evrópu. Síðustu misseri hefur vinna farið fram í starfshópum skipuðum af ráðuneytinu. Ber þar að geta tillögur starfshóps sem skilaði af sér skýrslu árið 2021 en þar er farið í þau námsmarkmið sem samræmast og uppfylla viðmiðanir Evrópustaðalsins. Einnig hefur annar starfshópur á vegum ráðuneytisins nýverið skilað af sér starfslýsingu um almenna leiðsögn sem nýverið var samþykkt af starfsgreinasambandinu.
Því má segja að farið er að sjást til lands í að menntayfirvöld geti farið að votta námskrár allra þeirra fræðsluaðila sem að námi leiðsögumanna koma. Hins vegar er það að sjálfsögðu undir skólunum sjálfum komið að senda námskrár sínar inn til ráðuneytisins og fá þær staðfestar.
Öllum félagsmönnum gefst nú kostur á plastskírteini
Leiðsögn hefur sent öllum félagsmönnum stafrænt félagsskírteini fyrir árið 2023. Þrátt fyrir að félagið hafi sett hið hefðbundna plastskírteini með ,,certified guide" vottun á bið hefur stjórn ákveðið að bjóða öllum þeim félagsmönnum sem þess óska að fá sent plastskírteini vegna félagsaðilar árið 2023. Þetta kemur einkum til vegna eftirspurnar eftir slíku skírteini enda fjöldi leiðsögumanna sem nota þau við að auðkenna sig í starfi. Í stað ,,certified guide" vottunar mun standa á skírteininu ,,félagi í Leiðsögn - Félagi leiðsögumanna / Member of Leiðsögn - Tourist guide union."
Innan skamms mun öllum félagsmönnum, sem ekki hafa þegar fengð plastskírteini sent á árinu, gefast kostur á að fá send skírteini vegna félagsaðildar á árinu 2023. Einnig mun félagsmönnum bjóðast að kaupa vasa utan um skírteinið og hálsband þannig að hægt sé að hafa það um hálsinn. Berast mun tölvupóstur til allra félaga næstu daga vegna þessa.
Leiðsögn minnir á stafræna skírteinið sem allir félagsmenn eiga þegar að hafa fengið sent á árinu 2023.
jff
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.