21
Mars

Aðalfundur 2024 - formanns- og stjórnarkjör, lagabreytingar o.fl.

AÐALFUNDUR LEIÐSAGNAR – FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA

4. apríl 2024, kl. 18:00

Aðalfundur Leiðsagnar 2024 verður haldinn 4. apríl n.k. kl. 18:00 að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).

General meeting will be held April 4th 2024, at 18:00 at Stórhöfði 29 (entrance behind the building).

Aðalfundurinn er einnig netfundur, tengill á netfund verður sendur út 4. apríl 2024.

The General meeting is also a zoom meeting. Link to the online meeting will be sent out April 4th 2024.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi / Program:

  1. Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins.
  2. Lýst yfir niðurstöðu í kjöri formanns og stjórnar.
  3. Skýrsla fráfarandi félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
  4. Reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram til afgreiðslu.
  5. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja.
  6. Fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga gerð um fjárhæð aðildargjalds.
  7. Kosning til trúnaðarráðs.
  8. Kosning fulltrúa í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
  9. Kosning stjórnar Sjúkrasjóðs félagsins og eins fulltrúa í stjórn Endurmenntunarsjóðs.
  10. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
  11. Önnur mál.

 

Formannskjör:

Stjórn vill árétta að formaður er kosinn til tveggja ára en ekki til eins árs, eins og fram kom í fyrri auglýsingu aðalfundar.

Í framboði til formanns eru:

Halldór Kolbeins

Þór Bínó Friðriksson

 

Stjórnarkjör:

Hægt er að kjósa allt að 3 frambjóðendur í kosningunni og raðast þeir í stöður eftir fjölda atkvæða sem þeir hljóta:

2 aðalmenn til 2ja ára.

1 aðalmaður til 1 árs.

4 varamenn til 1 árs.

Í framboði til stjórnar eru:

Björn Júlíus Grímsson

Daði Hrólfsson

Daníel Perez Eðvarðsson

Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar Bragi Ólason

Hildur Þöll Ágústsdóttir

Jens Ruminy

Óskar Grímur Kristjánsson

 

Kynning frambjóðenda:

Kynningar á frambjóðendum til stjórnar og formanns má finna bæði á „Félagavef“ Leiðsagnar (mínar síður) og á vefsíðu Leiðsagnar (tengill hér).

 

Framkvæmd:

Formanns- og stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti en kosning hefst 25. mars og lýkur 1. apríl á miðnætti. Niðurstöður kosninga verða kynntar á aðalfundinum.

Rafræn kosning fer fram með því að skrá sig inn á „Félagavef“ með rafrænum skilríkjum. Þar inni verður tengill í kosningar.

Smella hér fyrir innskráningingu með rafrænum skilríkjum.

Voting online on „Félagavefur“. Click here for access with electronic identification.

 

Framboð til annara trúnaðarstarfa sem kosið er í á aðalfundi:

Framboðsfrestur rennur út á miðnætti 25. mars. Framboð til annara trúnaðarstarfa skal senda í tölvupósti til skrifstofu Leiðsagnar á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Enn sem komið er hafa ekki borist mörg framboð til trúnaðarráðs og í nefndir. Við hvetjum því félagsmenn til að bjóða sig fram í þær stöður.

Trúnaðarráð:

Kjósa þarf 6 aðalmenn og 6 varamenn til 1 árs (raðast í sæti eftir fjölda atkvæða).

Fagráð:

Kjósa þarf 2 félagsmenn til 2ja ára.

Fræðslunefnd:

Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.

Upplýsinganefnd:

Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.

Skoðunarmenn reikninga:

Kjósa þarf 1 skoðunarmann reikninga til 1 árs.

Endurmenntunarsjóður:

Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.

 

Birting ársreikninga:

Ársreikningar félagsins verða birtir á „Félagavef“ (mínum síðum) 28. mars næstkomandi.

 

Lagabreytingatillögur:

Frestur til að senda inn lagabreytingatillögur rann út 19. mars. Þær lagabreytingartillögur sem hafa borist er bæði að finna á „Félagavef“ (mínar síður“ Leiðsagnar) sem og á vefsíðu félagsins.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér tillögurnar vel fyrir fundinn (tengill hér).

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image