×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
Fréttir

Fréttir

23
Ágúst

Áfallaþol ferðaþjónustu og órofinn rekstur grundvöllur öryggis starfsfólks fyrirtækja í ferðaþjónustu á meðan hjarðónæmi er náð

Fréttaflutningur hefur leitt í ljós að töluverðar líkur eru á að COVID-19 smit geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja á næstu vikum og mánuðum á meðan COVID-19 gengur yfir samfélagið, með stýrðum hætti eins og kostur er, þar til hjarðónæmi er náð meðal þjóðarinnar.

Ný afstaðin ríkisstjórnarfundur staðfestir mat sóttvarnaryfirvalda að ekki séu aðrar leiðir færar þar sem bólusettir einstaklingar geta verið smitberar eins og aðrir þrátt fyrir að bólusetningar veiti mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum.

Því er ljóst að framundan er tímabil sem getur markast af óvissu og truflunum á starfsemi fyrirtækja í tengslum við sóttkví og því mikilvægt að fyrirtæki hugi að og uppfæri viðbragðsáætlanir sínar til að tryggja áfallaþol og órofinn rekstur.

Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Leiðsögn- félag leiðsögumanna vilja því í sameiningu benda ferðaþjónustufyrirtækjum á eftirfarandi:

  • Áhersla á sóttvarnir á vinnustöðum og persónulegar sóttvarnir er enn afar mikilvæg svo hemja megi útbreiðslu smita og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Sjá t.d. Hreint og öruggt verkefnið á vef Ferðamalastofu.
  • Rekstraraðilar þurfa að minna starfsfólk á að fara í sýnatöku ef einhver einkenni gera vart við sig.
  • Rekstraraðilum er bent á að hvetja starfsfólk til að þiggja bólusetningu, enda veitir hún mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum.
  • Rekstraraðilar þurfa að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar með sveigjanleika til lengri tíma í huga. M.a. þarf að huga að sóttvarnarhólfaskiptingu og gera prófanir á viðbragðsáætlunum vegna smita til að tryggja órofna starfssemi sem best.
  • Gott er að skipta starfólki upp í mismunandi vaktir án skörunar eins og kostur er. Þannig má minnka hættuna á að fjöldi starfsfólks fari í sóttkví á sama tíma ef upp koma smit.
  • Skynsamlegt er að miða áætlanir við afleiðingar frekar en atburði og að gera prófanir á viðbrögðum.
  • Ekki er hægt að gera ráð fyrir að smitaður einstaklingur geti unnið að heiman í einangrun.
  • Vinnustaðir þurfa að hafa kennitölur, netfangalista og símanúmer starfsmanna tilbúin vegna smitrakningar og tilgreina tengilið vegna hennar.
  • Greining smitaðra starfsmanna utan sóttkvíar felur í sér meiri röskun á starfssemi en 7 daga öryggissóttkví.

Sem ein af grunnstoðum samfélagsins er ferðaþjónusta mikilvæg öllum landsmönnum. Ekki aðeins njóta landsmenn þjónustu hennar t.d. yfir sumartímann heldur er ferðaþjónusta undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Samtal ferðaþjónustunnar við hagaðila á komandi misserum verður við þessar aðstæður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Með samstilltu átaki munum við komast á þann stað að geta lifað, og starfað, með veirunni.

Rekstraraðilar í ferðaþjónustu geta sótt nánari upplýsingar og ráðgjöf til Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Almannavarna og Embættis landlæknis.

04
Ágúst

Framlínufólkið í ferðaþjónustunni

Eftirfarandi grein eftir Friðrik Rafnsson, formann Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna, birtist í Fréttablaðinu miðvikudaginn 4. ágúst. 

Það er táknrænt að leiðsögumaður skuli ævinlega leiða hóp ferðamanna jafnt í þéttbýli sem á fjöllum, sitja fremst í rútum, undir stýri í ökuleiðsögn. Leiðsögumaðurinn er ábyrgur fyrir framkvæmd ferðar eins og hún var seld farþegum, velferð þeirra og öryggi í samvinnu við bílstjóra ef svo ber undir. Í stuttu máli, þá heldur leiðsögumaðurinn einatt um alla þræði ferðarinnar, sér um að allt gangi smurt og að farþegar geti notið landsins okkar góða öryggir og áhyggjulausir.

                Það ríkti mikil gleði og tilhlökkun meðal leiðsögumanna þegar ferðamenn gátu aftur farið að streyma til landsins fyrr í sumar, en þá hafði ferðaþjónustan sem kunnugt er verið algerlega lömuð í hálft annað ár vegna Covíð-19. Leiðsögumenn voru svolítið  eins og kálfar að vori, rétt eins og farþegarnir, og fögnuðu því mjög að geta aftur farið að vinna og fræða erlendu gestina um íslenska náttúru, sögu og menningu.

                Þrátt fyrir frábæran árangur í sóttvörnum og bólusetningu hvíldi samt skuggi veirunnar yfir öllum sem umgengust okkar erlendu gesti og gerir það nú sem aldrei fyrr þegar hún virðist enn og aftur komin í veldisvöxt. Ég leyfi mér að fullyrða að langflest ferðaþjónustufyrirtæki gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir smit farþega og starfsmanna, spritta, nota grímur, hólfaskipta og uppfræða ferðafólkið. Það breytir því ekki að leiðsögumenn eru eðli starfsins samkvæmt í langmestri og nánustu samskiptunum við okkar erlendu gesti og eru þar af leiðandi í stöðugri hættu að smitast. Við það bætist að ráðningasamband leiðsögumanna og ferðaþjónustufyrirtækja er stundum ekki nógu skýrt og veikindaréttur óljós og ég veit dæmi þess að þaulvanir leiðsögumenn hafi afþakkað verkefni af þessum ástæðum. Kæruleysi eða reddingar við núverandi aðstæður er ekki boðlegt.

                Endurreisn ferðaþjónustunnar er lykillinn að uppbyggingu efnahagslífisins út um allt land. Við þurfum að gera það faglega en varlega, annars slær í bakseglin. Við höfum mörg tromp á hendi, öryggi, náttúrufegurð, sífellt betri innviði og vel menntað fagfólk. Takist öllum sem í ferðaþjónustunni að spila vel og skynsamlega úr þessari viðkvæmu stöðu verður framtíð ferðaþjónustunnar björt og góð. Ég leyfi mér fyrir hönd íslenskra leiðsögumanna að lofa því að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að svo megi verða.

15
Júlí

Sumarlokun skrifstofu Leiðsagnar

Skrifstofa Leiðsagnar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19. júlí til og með 6. ágúst. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 9. ágúst kl. 13:00. Ef erindið er áríðandi vinsamlegast sendið tölvupóst á formann Leiðsagnar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafið samband í síma 772 5559.

12
Júlí

Breytingar í stjórn

Nýkjörin stjórn stéttarfélagsins Leiðsagnar kom saman á sínum öðrum fundi í dag þar sem meðal annars var tilkynnt opinberlega að Júlíus Freyr Theodórsson, varaformaður Leiðsagnar, hefði ákveðið að segja af sér embætti vegna anna. Það þýðir að Snorri Steinn Sigurðsson, sem hlaut flest atkvæði nýrra stjórnarmanna á aðalfundi þann 9.júní er þar með lýðæðislega kjörinn næsti varamaður, Harpa Björnsóttir, kemur inn sem nýr aðalmaður.

Þar með jafnast kynjahlutfallið í stjórn félagsins úr 20%  í 40%, en það hefur verið nokkuð réttilega verið til umræðu innan félagsins. Ég vil sem formaður félagsins þakka Júlíusi kærlega fyrir frábært samstarf og vonast til að eiga hann að í ýmsum mikilvægum málum og ég veit að svo er enda áttum við góðan og sólríkan fund á Akureyri nýverið þar sem hann heimilaði mér sem formanni félagsins að birta afsagnarbréf hans í heild á vef félagsins. Sjá hér fyrir neðan.

Frðrik Rafnsson, formaður stéttarfélagsins Leiðsagnar. 

"Til þeirra er málið kann að varða.

Ég undirritaður, Júlíus Freyr Theodórsson kt:210777-4319 segi mig hér með úr stjórn Leiðsagnar, félags leiðsögumanna af persónulegum ástæðum.

Það hefur verið mér mikil heiður að sitja í stjórn á þessum skrýtnu tímum, að mínu mati hefur stjórn á undanförnu ári lyft grettistaki í uppbyggingu félagsins til framtíðar og það er mín trú að sú verði áfram raunin til framtíðar.

Ég lýsi jafnframt yfir fullu trausti á núverandi stjórn og hvet þau áfram til góðra verka og vona frá dýpstu hjartarótum að áfram verði haldið því góða starfi sem að átt hefur sér stað undanfarið ár.

Akureyri 25.6.2021

Júlíus Freyr Theodórsson"

 

07
Júlí

Skýrsla um menntun og starfsþjálfun leiðsögumanna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði sl. haust starfshóp um menntun og starfsþjálfun leiðsögumanna. Starfshópnum var ætlað að skoða hvort og þá hvernig hægt væri að efla menntun og starfsþjálfun leiðsögumanna með áherslu á neytendavernd, náttúruvernd og öryggi. Hópnum var ætlað að líta til erlendra fyrirmynda, s.s. frá Nýja-Sjálandi, við mótun mögulegra tillagna um mismunandi kröfur til mismunandi gerðar leiðsagnar og leggja til grundvallar evrópska staðla um leiðsögunám og hæfi í tungumálum, sem og reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa.

Í starfshópnum sátu fulltrúar Ferðamálastofu, sem jafnframt var formaður hópsins, Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka ferðaþjónustunnar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Sjá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/06/22/Starfshopur-um-leidsogumenn-skilar-skyrslu-til-radherra/

01
Júlí

Skrifstofa Leiðsagnar lokuð 5.-9. júlí

Skrifstofa Leiðsagnar verður lokuð vikuna 5.-9. júlí vegna sumarleyfa. Ef erindið er brýnt, vinsamlegast hafið samband við formann Leiðsagnar á netfangið formadur(hja)touristguide.is eða í síma 772 559.

23
Júní

Tuttugu og sjö útskrifuðust frá Leiðsöguskóla Íslands

Í lok maí útskrifuðust 27 leiðsögumenn frá Leiðsöguskóla Íslands, 19 leiðsögumenn ferðafólks og 8 gönguleiðsögumenn. Eins og oftast áður eru flestir með ensku sem kjörmál en ferðaskipuleggjendur sem bjóða upp á ferðir fyrir þýskumælandi ferðamenn gleðjast væntanlega yfir því að leiðsögumenn sem tala þýsku fjölgar um fimm.

Skólahald var vissulega ekki alltaf með hefðbundnu sniði í vetur en bæði nemendur og kennarar voru sérlega samstarfsfúsir og sýndu mikla aðlögunarhæfni við erfiðar aðstæður, það er óhætt að segja að það er mikill kostur fyrir leiðsögumenn að búa yfir báðum þessum kostum. Nemendur sýndu í vetur að þeir búa yfir ýmsum hæfileikum og að það er mikill fengur fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að fá þau til starfa.

Vala Hafstað flutti ávarp fyrir hönd nemenda við útskriftina. Vala hefur skemmt samnemendum sínum með bæði frumsömdum og þýddum ljóðum á ensku í vetur en hún yrkir líka á íslensku og lauk ávarpinu með þessu fallega ljóði sem segir gefur til kynna hvernig andinn var í hópnum:

Nú flýgur á braut þessi flokkur

með fjaðraþyt – þökk fyrir okkur.

En höldum samt hópinn að vanda;

það hressa mun sálu og anda.

Leiðsögn óskar nýjum leiðsögumönnum til hamingju og hvetur alla til að ganga í félagið og taka þátt í störfum þess.

15
Júní

Niðurstaða kosninga í stjórn og helstu trúnaðarstörf stéttarfélagsins Leiðsagnar

 

Aukaaðalfundur Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna var haldinn 8.  júní. Á fundinum var kosið í stjórn félagsins og helstu trúnaðastörf sem svo segir:

 

Aðalstjórn:

Friðrik Rafnsson

Júlíus Freyr Theódórsson

Snorri Steinn Sigurðsson

Valva Árnadóttir

Jakob S. Jónsson

Varamenn:

Harpa Björnsdóttir

Hjörtur Howser

Sigrún Pálsdóttir

Guðný Margrét Emilsdóttir  

Ný í stjórn stjórn verða því  Snorri, Valva og Jakob. Júlíus er að fara inn á sitt annað ár.

Snorri og Valva eru kjörin til tveggja ára en Jakob tekur sæti Friðriks Rafnssonar sem átti eitt ár eftir af kjörtíma sínum.

 

Trúnaðarráð

Vegna kjörs í stjórn og varastjórn var sjálfkjörið í 12 sæti aðalmanna og varamanna. Kosið var um sex aðalmenn og sex varamenn.

Eftirfarandi hlutu kjör sem aðalmenn:

Áslaug J. Marinósdóttir.

Birna Imsland.

Hildur Bjarnason.

Indriði H. Þorláksson.

Kári Jónasson.

Þórhildur Sigurðardóttir.

Kosið var á milli þeirra Aldísar Aðalbjarnardóttur og Hildar Bjarnason sem fengið höfðu jafnmörg atkvæði. Hildur var kjörin sem aðalmaður.

Varamenn eru:

Aldís Aðalbjarnardóttir.

Guðni Gunnarsson.

Jónína Birna Halldórsdóttir.

Pétur Gunnarsson.

Sigurður Magnússon.

Stefán Arngrímsson.

Fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður

Sjálfkjörið var í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.

Alþjóðanefnd: Pétur Gunnarsson.

Fagráð: Indriði H. Þorláksson.

Fræðslunefnd: Guðný Margrét Emilsdóttir.

Ritnefnd: Sigurður Magnússon.

 

Kosning stjórnar sjúkrasjóðs félagsins

Fimm voru í framboði og voru kosnir þrír aðalmenn og tveir varamenn.

Þessi hlutu kosningu sem aðalmenn:

Pétur Gauti Valgeirsson.

Ragnheiður Ármannsdóttir.

Vilborg Anna Björnsdóttir.

Varamenn:

Lovísa Birgisdóttir.

Þorsteinn Svavar McKinstry.

 

Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára

Sjálfkjörið var í þessar tvær stöður. Skoðunarmenn reikninga verða áfram þeir Snorri Ingason og Bergur Álfþórsson.

14
Júní

Skyndihjálparnámskeið Leiðsagnar og Rauða krossins

Öryggi farþega er lykilatriði í starfi leiðsögumanna. Því efna Leiðsögn og Rauði krossinn til skyndihjálparnámskeiða í þessum mánuði. Í boði eru tvö 4 klst skyndihjálparnámskeið og velja þátttakendur annað hvort 23. eða 24. júní.

Hvort námskeið stendur frá kl 18:00-22:00. Námskeiðið verður haldið í sal Rauða krossins í Hafnarfirði, Strandgötu 24 220 Hafnarfirði.

Hérna er skráningahlekkur fyrir námskeiðið 23. júní http://skraning.raudikrossinn.is/namskeid?CourseId=a0N6M00000QEWPJ
Og hérna er skráningahlekkur fyrir námskeiðið 24. júní http://skraning.raudikrossinn.is/namskeid?CourseId=a0N6M00000QEWPO
Þátttakendur geta skráð sig sjálfir á námskeið þann dag sem hentar þeim betur.

Eftir námskeiðið geta þátttakendur sótt rafrænt skyndihjálparskírteini á skyndihjalp.is-https://skyndihjalp.is/skirteinid-mitt/
Ekki er boðið upp á veitingar á námskeiðinu og því eru þátttakendur vinsamlegast beðnir um að taka með sér nesti.

Nánari lýsing:Skyndihjálp 4 klukkustundir

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Lengd: 4 klukkustundir með hléum (fjöldi kennslustunda 5)
Markmið: Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum.
Viðfangsefni:Kynning; hvað er skyndihjálp? Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.Skyndihjálp; stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni, höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall.

11
Júní

Ný stjórn Leiðsagnar

Nýkjörin stjórn Leiðsagnar - félags leiðsögumanna hittist á sínum fyrsta fundi fimmtudaginn 10. júní til að skipta með sér verkum. Auk formanns, Friðriks Rafnssonar, skipa stjórnina Júlíus Freyr Theodórsson, varaformaður, Valva Árnadóttir, gjaldkeri, Jakob S. Jónsson, ritari og Snorri Steinn Sigurðsson. Varamenn eru Harpa Björnsdóttir, Hjörtur Howser, Sigrún Pálsdóttir og Guðný Margrét Emilsdóttir.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image