Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
VR býður upp á námskeið fyrir sjálfstætt starfandi leiðsögumenn.
Á námskeiðinu verður farið yfir:
Námskeiðið verður haldið í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 en einnig er í boði að vera með á Teams. Sérfræðingar VR sjá um ámskeiðið ásamt lögmanni VR sem mun sérstaklega fara yfir tryggingahluta sjálfstætt starfandi.
Boðið er upp á tvær dagsetningar:
Fimmtudaginn 9. janúar kl. 13:00-14:30
Miðvikudaginn 15. janúar kl. 20:00-21:30
Farið er yfir sama efni á tveimur mismunandi dagsetningum.
Þú velur þér þá dagsetningu og form sem hentar þér.
Ef þú þarft túlkun yfir á ensku vinsamlega sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 5. janúar
Smelltu hér fyrir neðan til að skrá þig:
___________
Seminar for Self-Employed Tourist Guides Seminar for Self-Employed Tourist Guides
VR offers a course for self-employed tourist guides within Leiðsögn.
The course will cover:
The course will take place in the VR hall on the 9th floor of the House of Commerce, Kringlan 7, with the option to join via Teams. The course will be led by VR specialists, along with VR’s lawyer who will focus on insurance aspects for self-employed tourist guides.
Two available dates:
Thursday, January 9th, from 13:00-14:30
Wednesday, January 15th, from 20:00 to 21:30
The same content will be covered on both dates. You choose the date and format that suits you best.
If you require interpretation into English, please send and email to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.before January 5th.
Click below to register:
January 9th, from 13:00-14:30
Wednesday, January 15th, from 20:00 to 21:30
Jólabókakvöld fræðslunefndar Leiðsagnar
Fræðslunefnd Leiðsagnar stendur fyrir jólabókakvöldi þann 10.12.24., kl. 19:00
Staðsetning: Mengi, Óðinsgötu 2
Að þessu sinni eru þrír (3) rithöfundar sem kynna bókmenntaverk sín:
Börn í Reykjavík; höfundur: Guðjón Friðriksson. Glæsilegt og áhugavert stórvirki um líf barna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar daga.
Jötnar hundvísir; höfundur: Ingunn Ásdísardóttir. Tímamótaverk í alþjóðlegum rannsóknum á norrænni goðafræði og áhugavekjandi íslenskt fræðirit.
Ástand Íslands um 1700 Lífshættir í bændasamfélagi; höfundur: Guðmundur Jónsson. Hvernig var að búa á gamla Íslandi, landi bænda og sjómanna, höfðingja og almúgamanna?
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kær kveðja,
Fræðslunefnd Leiðsagnar
Einar Þórðarson
Guðný Margrét Emilsdóttir
Björn Júlíus Grímsson
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Leiðsagnar við Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar liggja nú fyrir.
Á kjörskrá voru 327 félagar í Leiðsögn og voru 65 sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og var kosningaþátttaka því 19,88%. Já sögðu 45 eða 69,23%, nei sögðu 19 eða 29,23% og 1 tók ekki afstöðu eða 1,54%.
Atkvæðagreiðslan var rafræn á félagavef Leiðsagnar og stóð frá þriðjudeginum 9. júlí 2024 til þriðjudagsins 16. júlí 2024.
Collective agreement between Leiðsögn and SA/SAF approved
The results of the vote on the new collective agreement between Leiðsögn, the Confederation of Icelandic Enterprise (SA), and the Icelandic Travel Industry Association (SAF) are now available.
327 members of Leiðsögn were on the electoral register, with 65 participating in the vote, resulting in a turnout of 19.88%. 45 members voted yes or 69.23%, 19 voted no or 29.23%, and 1 person abstained or 1.54%.
The vote was conducted electronically on Leiðsögn's member website from Tuesday, July 9, 2024, to Tuesday, July 16, 2024.
Nýr kjarasamningur milli Leiðsagnar og Samtaka atvinnulífsins var kynntur á félagsfundi Leiðsagnar í gær, 9. júlí 2024.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hófst í gær og stendur til 16. júlí 2024.
Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér samninginn og greiða atkvæði á félagavef Leiðsagnar.
Smelltu hér til að skoða kynninguna á PDF.
Smelltu hér til að skoða samninginn.Smelltu hér til að skoða samninginn.
Smelltu hér til að skoða launatöflur fyrir leiðsögumenn. Launatafla og útreikningar fyrir dags- og langferðir. Ath orlof reiknast ofan á þessar tölur.
Smelltu hér til að skoða launatöflur fyrir ökuleiðsögumenn. Launatafla og útreikningar fyrir dags- og langferðir. Ath orlof reiknast ofan á þessar tölur.
Presentation of the collective agreement
A new collective agreement between Leiðsögn and the Confederation of Icelandic Employers was presented at Leiðsögn members' meeting yesterday, July 9, 2024. Voting on the agreement began yesterday and will continue until July 16, 2024.
We encourage all members to familiarize themselves with the agreement and cast their votes on My Pages on Leiðsögn's website.
Click here to see the presentation from the union meeting on July 9, 2024. (Icelandic only)
Click here to view the agreement. (Icelandic only)
Click here to view the pay tables for tour guides. (Icelandic only)
Click here to view the pay tables for driver guides. (Icelandic only)
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Leiðsagnar og SA/SAF
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli Leiðsagnar og Samtaka atvinnulífsins (SA) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) hefst kl. 21:00 í kvöld, þriðjudaginn 9. júlí 2024 og stendur til kl. 18:00 16. júlí 2024. Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer fram á Félagavef á vef Leiðsagnar.
Smelltu hér til að skoða undirritaðan kjarasamning.
Smelltu hér til að skoða yfirlýsingu um vinnulag.
Voting on the Collective Agreement between Leiðsögn and SA/SAF
Voting on the collective agreement between Leiðsögn and the Confederation of Icelandic Enterprise (SA) and the Icelandic Travel Industry Association (SAF) begins at 21:00 tonight, Tuesday, July 9, 2024, and continues until 18:00 on July 16, 2024. The voting is electronic and takes place on the "Félagavefur" section of Leiðsögn's website.
Click here to view the agreement. (Icelandic only)
Click here to view the statement of work procedures. (Icelandic only)
Kjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF kynntur
Skrifað hefur verið undir kjarasamning milli Leiðsagnar og Samtaka atvinnulífsins (SA) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samningurinn verður kynntur á félagsfundi Leiðsagnar á morgun, þriðjudaginn 9. júlí 2024 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.
Collective Agreement between Leiðsögn and SA/SAF Presented
A collective agreement has been signed between Leiðsögn and the Confederation of Icelandic Enterprise (SA) and The Icelandic Travel Industry Association (SAF). The agreement will be presented at Leiðsögn's union meeting tomorrow, Tuesday, July 9, 2024, at 20:00. The meeting will be held in the VR hall on the 9th floor of the Commerce House, Kringlan 7.
View the Signed Collective Agreement (Icelandic only)
View the Statement on Work Procedures (Icelandic only)
VR hefur tekið yfir þjónustu við félagsfólk Leiðsagnar – félags leiðsögumanna á grundvelli samstarfssamnings félaganna. Skrifstofa Leiðsagnar er nú í höfuðstöðvum VR í Kringlunni 7 í Reykjavík en félagsfólk Leiðsagnar getur komið á skrifstofur VR til að sækja þjónustu, sjá nánar hér um staðsetningu og opnunartíma skrifstofanna.
Netfang Leiðsagnar og símanúmer verða áfram óbreytt, netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og símanúmerið 588 8670. Fyrirspurnir og önnur erindi skal sem fyrr senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknir eru áfram hér á vefnum.
Samstarf Leiðsagnar og VR byggir á samningi sem undirritaður var í byrjun júní og miðar að sameiningu félaganna, að fengnu samþykki aðalfunda beggja félaga vorið 2025.
Kæru leiðsögumenn,
Á aðalfundi Leiðsagnar þann 4. apríl 2024 var tillaga samþykkt sem veitti stjórn félagsins heimild til þess að leitast eftir mögulegu samstarfi eða samruna við önnur stéttarfélög. Sú vinna fór strax í gang og hefur þegar borið árangur. Stjórnin leitaði til nokkurra félaga en komst að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Leiðsagnar væri best borgið sem deild innan VR stéttarfélags.
Stjórn VR brást vel við beiðni Leiðsagnar. Félögin skipuðu bæði samninganefndir sem höfðu það markmið að ræða útfærslur á mögulegri sameiningu en fyrsti fundur þeirra var um miðjan maí 2024. Viðræður fóru vel fram en samninganefndir beggja félaga gengu skipulega í verkið. Afrakstur viðræðnanna var samstarfssamningur sem bæði félögin undirrituðu og felur í sér áætlun um samruna Leiðsagnar við VR, þar sem Leiðsögn yrði deild innan síðarnefnda félagsins.
Fyrirhugaður samruni við VR getur hins vegar aðeins átt sér stað með samþykki félagsfólks Leiðsagnar. Næsti aðalfundur félagsins verður haldinn í apríl 2025 og þar þarf að samþykkja samninginn með 2/3 atkvæða svo hann öðlist lagalegt gildi.
Við sameiningu, ef af verður, mun Leiðsögn verða sjálfstæð deild innan VR stéttarfélags með vald til þess að taka ákvarðanir um hagsmuni félagsfólks. Fram að sameiningu mun VR annast rekstur skrifstofu Leiðsagnar í samræmi við samstarfssamning félaganna. Þjónusta Leiðsagnar verður með óbreyttu sniði en félagið verður áfram með starfstöð í húsnæði sínu á Stórhöfða fram að aðalfundi næsta árs.
Samstarfssamningur félaganna kveður einnig á um að VR muni koma beint að kjaraviðræðum Leiðsagnar við SA/SAF. Þær viðræður hafa sem gott sem strandað, því við stöndum fast á okkar kröfum, meðal annars um heildarendurskoðun á núverandi kjarasamningi. Það er trú beggja aðila að samvinna félaganna um kjarasamning Leiðsagnar muni skila árangri og að fljótlega verður boðað til kynningarfundar um nýjan samning.
Nánara samtal við félagsfólk um þennan samning mun eiga sér stað í haust, eftir vertíð leiðsögumanna. Þá verða haldnir félagsfundir til þess að fara betur yfir það sem hefur átt sér stað og kynna mögulegan samruna – hvaða þýðingu hann hefði og hvaða breytingar myndu fylgja. Það eru að sjálfsögðu félagar Leiðsagnar sem ákvarða hvaða vegferð verður endanlega farin.
Meðal þeirra hugmynda sem fram hafa komið er að Fagfélag leiðsögumanna verði endurreist sem hagsmunafélag með fullt sjálfstæði og að stjórn þess eigi fulltrúa í stjórn nýs deildarfélags leiðsagnar í VR, ásamt fulltrúum Félags ökuleiðsögumanna og Félags fjallaleiðsögumanna. en þetta er umræða sem við munum taka veturinn í að móta.
Með öðrum orðum, þá hefur samstarfssamningur verið undirritaður á milli Leiðsagnar og VR. Undirbúningur þessa samstarfs hefur átt sér stað undanfarnar vikur en það er auðvitað félagsfólk Leiðsagnar sem á lokaorðið í þessu máli.
Fyrir félaga Leiðsagnar og alla þá sem vinna við leiðsögn, þá yrði það gríðarlega mikilvægt að fá VR, þetta sterka stéttarfélag, sem okkar bakland. Þannig fengum við öflugan málsvara sem gæti talað fyrir okkar hönd og tekið á þeim brotalömum sem eru í vinnuumhverfi leiðsögumanna.
Dear guides,
During the general meeting of Leiðsögn on April 4th, 2024 , a proposal was approved which allows the board to explore a potential partnership with other unions . Following immediate action, the board looked into various unions and came to the conclusion that our interests are in the best hands as a special department within VR.
After a warm and positive response from the board of VR, both unions have appointed negotiation committees. The agenda was to discuss possible pathways forward in implementing a possible merge of Leiðsögn and VR . During the first meeting in mid-May, 2024, committees were focused on the job at hand, and the result was a signed partnership agreement to merge beginning in 2025, which two-thirds of Leiðsögn has voted in favor of.
If this merger moves forward, Leiðsögn would be a special and independent department of VR with the authority to decide over the interests of its members . With this signed agreement,VR will take over the office of Leiðsögn and all its services. We will keep our meeting room at Fagfélagahúsi and the board of Leiðsögn will have an office space there as well. The service for members of Leiðsögn will remain unchanged.
The partnership agreement specifies that VR will join our collective committee against SA/SAF. Those negotiations are currently at a standstill and very little communication has been excanged due to our firmness on demands . One of our conditions is that our kjarasamningur will be re-examined and re-negotiated as a whole. It is our belief that by having VR with us, we will obtain a new deal that will be acceptable .
A dialouge between members of Leiðsögn will take place later this year after the always-anticipated heavy summer work load, along with meetings including presentations of this agreement and what it would entail.
If a merger moves forward , Fagfélag leiðsögumanna will be restored as a interest association and the same would be for Félag ökuleiðsögumanna and Fjallaleiðsögumanna .These three associations would be independent and would have the right to appoint a member in board of Leiðsögn department in VR
For members of Leiðsögn and anyone who works in the guiding industry, it is an extremely strong move to have VR as an advocate and representative on our behalf to handle breaches of contracts, payment disputes and our overall well being in the Icelandic tourism world.
The board of Leiðsögn is very proud of this cooperation with VR, and with it, we see a bright future ahead.
Yfirlýsing frá stjórn Leiðsagnar
Bláa Lónið býður til morgunverðarfunda fyrir leiðsögumenn vegna jarðhræringa í nágrenni Bláa Lónsins síðustu vikur og mánuði. Farið verður yfir stöðuna og hvernig hún er metin daglega, hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar og viðbragðsáætlanir ef til rýmingar kemur.
Fundirnir verða tveir, annars vegar þriðjudaginn 28. maí kl. 9 og hins vegar fimmtudaginn 30. maí kl. 9, á skrifstofum Bláa Lónsins í Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabæ (rými: Esja, 3. hæð).
Með þessu vill Bláa lónið ná til flestra sem eru að koma reglulega með gesti á upplifunarsvæði Bláa Lónsins.
Fundurnir fara fram á íslensku.
Skyndihjálparnámskeið Leiðsagnar í samvinnu við Rauða krossinn
First-aid courses organized by Leiðsögn Union and the Icelandic Red Cross
Leiðsögn býður félagsmönnum á skyndihjálparnámskeið sem eru skipulögð í samvinnu við Rauða krossinn.
Námskeiðin verða haldin á Stórhöfða 29 í Reykjavík, neðstu hæð, gengið inn á vesturenda hússins.
Einnig verður haldið námskeið á Akureyri, í húsnæði Rauða Krossins, Viðjulundi 2, suðursal.
Skráningarhlekkir verða sendir félagsmönnum. Hámarksfjöldi 30 manns á hvert námskeið.
Uppfært 4. júní: Vegna talsverðrar eftirspurnar var einu námskeiði bætt við, 5. júní.
Leiðsögn invites members of the union to attend first-aid courses organized with the Icelandic Red Cross.
The courses will be held at Stórhöfði 29 Reykjavík, bottom floor, entrance on the west side.
A course will also be held in Akureyri, at the Red Cross premises, Viðjulundur 2, south room.
Registration links will be sent to members. Maximum 30 participants per course.
Update June 4: Due to strong demand, one course in Icelandic was added, June 5.
Niðurstöður kosninga til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs Leiðsagnar 2024 voru eftirfarandi.
Formaður:
Halldór Kolbeins var kosinn formaður til tveggja ára
Aðrir stjórnarmenn:
Hildur Þöll Ágústsdóttir var kosin til tveggja ára
Jens Ruminy var kosinn til tveggja ára
Björn Júlíus Grímsson var kosinn til eins árs
Auk þeirra situr Guðný Margrét Emilsdóttir í stjórn en hún var kosin í fyrra til tveggja ára
Varamenn stjórnar, kosnir til eins árs:
Daði Hrólfsson
Guðbjörn Guðbjörnsson
Óskar Grímur Kristjánsson
Daníel Perez Eðvarðsson
Trúnaðarráð, kosið til eins árs:
Hildur Bjarnason
Örvar Már Kristinsson
Bergur Álfþórsson
Kári Jónasson
Þorsteinn S McKinstry
Bryndís Kristjánsdóttir
Varamenn trúnaðarráðs, kosnir til eins árs:
Atli Sigurðarsson
Bára Kristín Pétursdóttir
Ásgeir Sverrisson
Sigrún H. Pálsdóttir
Sigurður Albert Ármannsson
Bryndís Þorkelsdóttir
Stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum
Sjö í framboði
Rafrænt stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum frá kl. 12:00 25. mars til kl. 16:00, miðvikudaginn 3. apríl 2024.
Kosið er um tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt laust sæti í varastjórn. Að þessu sinni eru laus sæti tveggja kvenna í aðalstjórn en eins karls eða konu í varastjórn. Eingöngu sjóðfélagar geta boðið sig fram og eingöngu sjóðfélagar geta kosið á milli þeirra. Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í kosningunum og eru þeir hvattir til að kynna sér alla frambjóðendur og nýta kosningarétt sinn.
Þrjár konur eru í framboði til aðalstjórnar:
Sex eru í framboði til varastjórnar:
Sérstakur kosningavefur er opinn á heimasíðu Almenna lífeyrissjóðsins þar sem hægt er að kynna sér frambjóðendur til stjórnar 2024 og greiða atkvæði. Smelltu hér til að fara inn á kosningavef Almenna.
Úrslit verða kunngjörð á ársfundi sjóðsins sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 17:15 fimmtudaginn 4. apríl 2024. Streymt verður frá fundinum.
Almenni lífeyrissjóðurinn hvetur sjóðfélaga að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa í rafrænu stjórnarkjöri sjóðsins.
FÉLAGSFUNDUR LEIÐSAGNAR – FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA
2. apríl 2024, kl. 20:00
Efni fundar: Kynning VR á sínu starfi og hvað VR hefur Leiðsögn upp á að bjóða.
Félagsfundur Leiðsagnar 2024 verður haldinn 2. apríl n.k. kl. 20:00 að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).
Félagsfundurinn verður einnig aðgengilegur á netinu, annað hvort í formi streymis eða fjarfundar. Nánari upplýsingar um netfund verða sendar út 2. apríl n.k.
Dagskrá félagsfundar er eftirfarandi:
1. Kynning VR á sínu starfi
2. Önnur mál
Þann 25. mars kl. 00:01 hefjast leynilegar rafrænar atkvæðagreiðslur um stjórnarkjör Leiðsagnar árið 2024 samkvæmt lögum félagsins. Atkvæðagreiðslur standa yfir til kl. 23:59 þann 1. apríl næstkomandi.
Til kjörs eru eftirfarandi sæti í stjórn:
- Formaður til tveggja ára
- Aðalmenn í stjórn, 1 sæti til eins árs og 2 sæti til tveggja ára
- Varamenn í stjórn, 4 sæti til eins árs
Í framboði eru eftirtaldir aðilar (í stafrófsröð):
Til formanns:
Halldór Kolbeins
Þór Bínó Friðriksson
Til stjórnar:
Björn Júlíus Grímsson
Daði Hrólfsson
Daníel Perez Eðvarðsson
Guðbjörn Guðbjörnsson
Gunnar Bragi Ólason
Hildur Þöll Ágústsdóttir
Jens Ruminy
Óskar Grímur Kristjánsson
Kynningar frambjóðenda má finna hér:
https://www.touristguide.is/index.php/frettir/item/2813-kynningar-frambjodenda-til-formanns-og-stjornar
Um tvær kosningar er að ræða, annars vegar til formanns og hins vegar til almennrar stjórnarsetu (aðal- og varamenn). Í kosningu til formanns má velja 0-1 nöfn en í kosningu til stjórnar má velja 0-3 nöfn eða sem samsvarar fjölda aðalmanna.
Samkvæmt lögum félagsins er sérstaklega kosið til formanns, en í aðrar stöður raðast eftir fjölda greiddra atkvæða, fyrst til aðalmanna og næst varamanna.
Telji félagsfólk sig eiga að vera á kjörskrá en er það ekki, skal senda erindi/kæru á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með rökstuðningi. Öll erindi/kærur eru afgreidd eins fljótt og unnt er.
Rafræn kosning fer fram með því að skrá sig inn á „Félagavef“ með rafrænum skilríkjum. Þar inni er svo tengill í kosningar. Smella hér fyrir innskráningingu með rafrænum skilríkjum.
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.