03
Mars

Félagsfundur sem boðaður var 4. mars færist til 11 mars 2025 vegna formsatriða

Félagsfundur sem boðaður var 4. mars færist til 11 mars.

 

Fundurinn verður haldinn á sama stað og tíma, þ.e. í fundarsal í VR húsinu kl. 19:30

og er hann jafnt stað- og fjarfundur. Tengill í fjarfundinn sendur síðar.

Gengið er inn á jarðhæð norðanmeginn, innganginn sem er á milli

snyrtimiðstöðvarinnar og hárgreiðslustofunnar og lyftan tekinn upp á 9. hæð.

Þann 25. febrúar s.l. var boðað til félagsfundar sem halda átti þann 4. mars en vegna

formsatriða þurfti að breyta dagsetningu.

Á fundinunum verður kynnt endanlega útgáfan af samningum um sameiningu VR og

Leiðsagnar, ásamt reglum um nýja deild leiðsögufölks í VR.

Síðan verður lögð fram tillaga um að haldin verði bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla

á meðal félagsfólks Leiðsagnar um að Leiðsögn verði hluti af VR.

Undirbúningur vegna fundarins hefur er gerður í samræmi við lög ASÍ og í samráði

við lögfræðinga sambandsins. Endaleg fundardagskrá og fylgiskjöl munu berast þeim

sem eru á kjörskrá eigi síðar en þremur fullum sólarhringum fyrir fundinn.

Reykjavík 03 mars 2025

Halldór Kobleins

formaður stjórnar leiðsagnar 

 

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image