12
Mars

Allsherjaratkvæðagreiðslan um að Leiðsögn - félag leiðsögumanna sameinist VR verður rafræn og fer fram dagana 17. til 24. mars 2025.

ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA
um að Leiðsögn - félag leiðsögumanna sameinist VR

 

Á félagsfundi Leiðsagnar 11. mars 2025 samþykktu fundarmenn með miklum meirihluta að fram færi bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla um sameiningu Leiðsagnar við VR.

 

Allsherjaratkvæðagreiðslan verður rafræn og fer fram dagana 17. til 24. mars 2025. Kosningarétt hefur allt félagsfólk sem greitt hefur a.m.k. lágmarksfélagsgjald, skv. lögum Leiðsagnar, og/eða aðildargjaldið fyrir árið 2024-25. Eindagi greiðslu aðildargjaldsins er 15. mars 2025.  Öllu félagsfólki sem hefur kosningarétt verða sendar upplýsingar um hvernig rafræna allsherjaratkvæðagreiðslan um sameininguna fer fram. Þar greiðir félagsfólk atkvæði sitt um hvort það samþykki sameininguna eða ekki. Brýnt er að allt félagsfólk sem hefur kosningarétt taki þátt en niðurstaða allsherjaratkvæðagreiðslunnar er bindandi. 


Stutt forsaga

Eins og formaður Leiðsagnar fór yfir á félagsfundinum 11. mars liggur fyrir samningur milli Leiðsagnar og VR um hvað sameining félaganna felur í sér, samþykki bæði félögin sameininguna. Meðal þess sem þar kemur fram er að Leiðsögn verður sérstök deild innan VR og um starfsemi hennar gilda reglur. 

Um leið og vinna fór fram um hvernig Leiðsögn gæti verið hluti af VR var unnið að því að allt leiðsögufólk fyndi að það ætti þarna heima líka. Liður þar í var að bjóða félagi ökuleiðsögumanna og félagi fjallaleiðsögumanna að taka þátt í vinnunni við að móta leið fyrir leiðsögufólk að starfa sem deild innan VR. Fulltrúar allra þessara félaga unnu með fulltrúum VR drög að reglum fyrir starfsemi deildarinnar og voru þær kynntar félagsfólki Leiðsagnar á félagsfundi þann 27. febrúar sl. 

Á þeim fundi fékk félagsfólk tækifæri til að koma með ábendingar um hvað skoða þyrfti betur eða hvar breyta þyrfti áherslum. Einnig gafst félagsfólki tækifæri til að kynna sér fyrirliggjandi samning Leiðsagnar og VR og drögin að reglum deildarinnar á innri vef Leiðsagnar og gafst ákveðinn tíma til að koma með frekari ábendingar um hvoru tveggja.

Á sama tíma skoðaði stjórn VR málið frá sinni hlið og kom með sína ákvörðun hvað það snerti, en félagsfólk VR þarf að samþykkja sameininguna á aðalfundi sínum 2025. Í kjölfar alls þessa var unnin lokaútgáfa samnings milli Leiðsagnar og VR og lokaútgáfa að reglum fyrir starfsemi deildar leiðsögufólks innan VR. Þessi gögn voru kynnt á félagsfundinum 11. mars og þau eru fyrirliggjandi á innri vef Leiðsagnar. 

 

 

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image