09
Feb

FÉLAGSFUNDUR 12. FEBRÚAR

Í framhaldi af nýafstaðnum kynningarfundi um sameiningu Leiðsagnar við 
VR eru hér aðgengileg þau gögn sem kynnt voru á fundinum. Annars vegar 
kynning á starfsemi VR og hvað það þýðir fyrir leiðsögumenn að Leiðsögn 
sameinist VR. Hins vegar drög að reglum fyrir þá deild sem Leiðsögn – 
félag leiðsögumanna yrði innan VR.

KYNNING VR  
DEILD – DRÖG AÐ REGLUM.
Og samningur milli VR og Leiðsagnar.
eru aðgengileg skjöl á  "Mínum síðum"

VIÐHORF ÞITT SKIPTIR MÁLI!
Afar mikilvægt er að fá fram viðhorf sem flestra félagsmanna á þessu 
afdrifaríka máli og við þurfum að taka samtalið á markvissan og 
uppbyggilegan hátt.
Félagsmenn eru beðnir að kynna sér gögnin vel fyrir fundinn 12. því þar 
er gert ráð fyrir að opinská og upplýst umræða fari fram um þetta ferli, 
sem og önnur mál sem snerta FRAMTÍÐINA hvað snertir störf leiðsögumanna.
 
FÉLAGSFUNDUR 12. FEBRÚAR
Haldinn í Húsi Fagfélaganna, Stórhöfða 29, kl. 19:30. Inngangur í sal 
frá bakhlið hússins.
Fundurinn er jafnt staðfundur og fjarfundur.
 
 
Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image