08
Mars

Boðað er til Félgsfundar um bindandi allsherjaratkvæðagreiðslu um að Leiðsögn verði hluti af VR. þriðjudaginn 11 mars kl 19:30 í sal VR á 9 hæð Kringlunni 7

Boðað er til Félagsfundur um bindandi allsherjaratkvæðagreiðslu þriðjudaginn 11 mars kl. 19:30 í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn, sem er jafnt stað- og fjarfundur, fer fram á íslensku en er jafnframt túlkaður á ensku. Gengið er inn á jarðhæð norðan megin, innganginn sem er á milli snyrtimiðstöðvarinnar og hárgreiðslustofunnar og lyftan tekinn upp á 9. hæð.

Dagskrá fundar er eftirfarandi.

1. Kynning á  endanlega útgáfan af samningum um sameiningu VR og Leiðsagnar, ásamt reglum um nýja deild leiðsögufölks í VR. Sjá fylgiskjöl með pósti.

2 Lögð fram tillaga um að haldin verði bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla dagana 17 -24 mars 2025 á meðal félagsfólks Leiðsagnar um að Leiðsögn verði hluti af VR.  

3. Önnur Mál 

Undirbúningur vegna fundarins hefur er gerður í samræmi við lög ASÍ og í samráði við lögfræðinga sambandsins. 

KOSNINGARÉTTUR

Þeir sem vilja taka þátt í þessari kosningu um allsherjaratkvæðagreiðslu þurfa að
hafa greitt lögbundin félagsgjöld eigi síðar en föstudaginn 7. mars.

- Atkvæðisréttur fæst hafi iðgjöld sem greidd hafa verið af launum viðkomandi náð
lágmarksiðgjaldi fyrir sl. 12 mánuði.

- Atkvæðisréttur fæst einnig með því að greiða aðildargjaldið, kr. 10.000, og það þarf

að vera búið að greiða eigi síðar en 7. mars. Þeir sem náð hafa 67 ára aldri greiða
hálft gjald, eða 5000 kr.

- Aðildargjaldið er valkvætt fyrir þá sem greiða iðgjald af launum, sbr. það sem segir
hér á undan.

Greiðsluseðlar vegna aðildargjaldsins hafa verið sendir í heimabanka félagsfólks en
hafi einhver misbrestur orðið þar á má millifæra greiðsluna.

Bankareikningur: 0515 - 26 – 020249
Kt.: 510772-0249

Náist ekki að greiða aðildargjaldið fyrir 7. mars er hægt að greiða gjaldið í banka fram
að félagsfundinum 11. mars, vilji viðkomandi taka þátt í kosningunni, og þá þarf að
sýna greiðslustaðfestingu á fundinum.

ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLAN
Eindagi félagsgjalda er 15. mars og þeir sem ekki hafa greitt á eindaga eru ekki
kjörgengir í allsherjaratkvæðagreiðsluna, ef af verður.
Allt félagsfólk er hvatt til að nýta sér atkvæðarétt sinn í þessu mikilvæga máli.

 

Reykjavík, 8 mars 2025

Halldór Kolbeins,
formaður stjórnar Leiðsagnar

 

 

+

 

 

 

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image