Fréttir

Fréttir

01
Des

Jólabókakvöld Fræðslunefndar Leiðsagnar - 7. des. kl. 19:30

Jólabókakvöld Fræðslunefndar Leiðsagnar

 

Nú er komið að því að Fræðslunefnd Leiðsagnar bjóði til hins árlega jólabókakvölds félagsins þar sem tækifæri býðst til að slaka á frá hinu daglega amstri og eiga notalega stund saman. Bókakvöldið verður miðvikudaginn 7. desember kl. 19:30 í The Cinema, Geirsgötu 7b, efri hæð. (Blágrænu verbúðirnar við Gömlu höfnina) Félagið býður upp á léttar veitingar í anda aðventunnar.

Að þessu sinni verða kynntar þrjár bækur sem með einum eða öðrum hætti ættu að höfða til leiðsögumanna.

 

 

Bækurnar sem kynntar verða eru:

Keltar - höfundur Þorvaldur Friðriksson. Höfundur mun halda erindi um bók sína. Sérstaklega áhugavert efni fyrir leiðsögumenn.

Farsótt - nýútkomin bók eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Merkileg saga sem leiðsögumenn langar kannski að vita meira um.

Fuglar og þjóðtrú - höfundur Sigurður Ægisson. Alltaf klassískt efni. Leiðsögumenn hafa alltaf gaman af öllu er viðkemur fuglum og þjóðtrú.

 

Jólabókakvöld Fræðslunefndar Leiðsagnar er fyrir alla félagsmenn Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og gleðjast saman.

 

Kærar kveðjur!

 

Fræðslunefnd Leiðsagnar,

Einar Þórðarson

Guðný Margrét Emilsdóttir

Hallfríður Þórarinsdóttir

30
Nóv

Endurmenntunarsjóður - desember úthlutun / Educational fund - deadline for application

Kæru félagsmenn Leiðsagnar.

Næsti fundur Endurmenntunarsjóðs Leiðsagnar verður haldinn í desember.

Umsóknir í sjóðinn þurfa að berast skrifstofu Leiðsagnar fyrir 15. desember.

Sótt er um styrki á heimasíðu Leiðsagnar og kvittanir fyrir útlögðum kostnaði settar í viðhengi með umsókninni.

Hér er krækja á umsóknareyðublaðið: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi 

Kvittanir fyrir útlögðum kostnaði þurfa að fylgja umsókn í viðhengi.

Styrkveiting byggir á iðgjöldum af launum greiddum í Endurmenntunarsjóð Leiðsagnar og er framlag atvinnurekenda skv. kjarasamningum (gr. 10.3).

 

In English

Dear members of Leiðsögn.

Next meeting of the Educational fund of Leiðsögn will be held in December. All applications have to be submitted before December 15th.

Applications are submitted here: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi

Invoices have to be attached to the application.

Allocations are based on legal fees paid of wages to Leiðsögn by employers in accordance with the Collective Agreement (art. 10.3).

 

Með kveðju!

Endurmenntunarsjóður Leiðsagnar

25
Nóv

Auka-aðalfundur Leiðsagnar - fim. 8. desember, kl. 17:00

Kæru félagar í Leiðsögn!

Auka-aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 8. desember n.k. kl. 17:00 í fundarsal að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).

Dagskrá:

  1. 1. Ákvörðun og atkvæðagreiðsla um upphæð aðildargjalds fyrir 2023.
  2. 2. Staða kjaraviðræðna.
  3. 3. Staða vinnu vð raunfærnimat.
  4. 4. Önnur mál.


Kosningar verða í rafrænar (svo að bæði þau sem eru á staðnum og þau sem eru á Zoom geti tekið þátt) og því er nauðsynlegt að taka með sér snjalltæki á fundinn (snjallsíma eða spjaldtölvu).

Ath! Fundinum verður streymt og verður hlekkur á streymið sendur sendur út fyrir fundinn.

Kær kveðja,

Friðrik Rafnsson

formaður Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.

Stórhöfða 29,
110 Reykjavík

Heimasíða: https://www.touristguide.is/

22
Nóv

Umsóknir um líkamsræktarstyrki úr Sjúkrasjóði Leiðsagnar

Sjúkrasjóður Leiðsagnar vekur athygli félagsmanna Leiðsagnar á því að umsóknir um líkamsræktarstyrki eru nú afgreiddar jafnóðum og þær berast. Réttindi í sjúkrasjóð Leiðsagnar byggjast á iðgjöldum greiddum í Sjúkrasjóð og er framlag atvinnurekanda skv. kjarasamningi Leiðsagnar (gr. 10.2).

Hér er sótt um: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-sjukrasjodhi

Kvittanir fyrir útlögðum kostnaði verða að fylgja umsókn.

Hér er krækja á reglugerð Sjúkrasjóðs Leiðsagnar: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/reglugerdh-sjukrasjodhs

 

In English

Applications for grants for physical training (isl. líkamsrækt) from Leiðsögn‘s Sickness fund are now revised and processed within a week form application.

Allocations are based on legal fees paid of wages to Leiðsögn by employers in accordance with the Collective Agreement (art. 10.2).

Application form: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-sjukrasjodhi

Receipts have to be attached to the application.

Link to the regulation: https://www.touristguide.is/images/ENSKA_The-Regulation-of-The-Sickness-Fund-of-The-Iceland-Tourist_uppfaerd.pdf

14
Nóv

Afmælishátíð Leiðsagnar - krækja á streymi

50 ára afmælishátíð Leiðsagnar gekk einstaklega vel og Leiðsögn þakkar öllum fyrir komuna.

Hér er krækja á streymið fyrir þá sem komust ekki: https://youtu.be/U64cZzwJaMU

 

 

09
Nóv

Dagskrá 50 ára Afmælishátíðar Leiðsagnar 12. nóv. kl. 14-16

Afmælishátíð Leiðsagnar-félags leiðsögumanna

haldin í VERÖLD, húsi Vigdísar,

laugardaginn 12. nóvember kl. 14-16

Kæru leiðsögumenn.

Eins og þið vitið fagnar Leiðsögn fimmtugsafmælinu á þessu ári, en félagið var stofnað 6. júní 1972. Haldin verður vegleg hátíðarsamkoma í Veröld, húsi Vigdísar laugardaginn 12. nóvember næstkomandi frá klukkan 14-16.

Dagskrá

❖ Söngatriði: Söngfélagið.

❖ Formaður ávarpar samkomuna.

❖ Örn Árnason leikari og leiðsögumaður tekur við hátíðarstjórn.

❖ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpar samkomuna.

❖ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, ávarpar samkomuna.

❖ Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, ávarpar samkomuna.

❖ Söngatriði: Örvar Már Kristinsson, söngvari og leiðsögumaður.

❖ Stofnfélagar heiðraðir.

❖ Ari Trausti Guðmundsson: Leiðsögn í fortíð, nútíð og framtíð.

❖ Söngatriði: Hlín Pétursdóttir, söngkona og leiðsögumaður.

❖ Tryggvi Felixson formaður Landverndar: Leiðsögumenn og landvernd.

❖ Auður Jónsdóttir rithöfundur: Að þekkja land eða ekki.

❖ Gestum hátíðarinnar boðið upp á veitingar.

 

Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Samkomunni verður streymt og er það félagsfólk sem ekki kemst á staðinn hvatt til að nýta sér það og jafnvel koma saman og fygjast með.

Öll hjartanlega velkomin á afmælishátíðina!

 

Kær kveðja,

Friðrik Rafnsson

formaður Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.

03
Nóv

Afmælishátíð - Leiðsögn fagnar 50 ára afmæli 12. nóvember

Kæru leiðsögumenn.

Eins og þið vitið fagnar Leiðsögn fimmtugsafmælinu á þessu ári, en félagið var stofnað 6. júní 1972. Haldin verður vegleg hátíðarsamkoma í Veröld, húsi Vigdísar laugardaginn 12. nóvember næstkomandi frá klukkan 14-17, flutt verða ávörp og stutt erindi, stofnfélagar heiðraðir og boðið upp á tónlistaratriði.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- menningar- og viðskiptaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir fomaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Felixsson formaður Landverndar ávarpa samkomuna auk þess sem Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og leiðsögumaður og Auður Jónsdóttir rithöfundur flytja stutt erindi. Arndís Halla Ásgeirsdóttir, leiðsögumaður og óperusöngkona, og Söngfélagið taka nokkur lög.

Örn Árnason, leikari og leiðsögumaður mun stýra samkomunni sem lýkur með léttum veitingum þar sem leiðsögumenn og gestir þeirra geta fagnað þessum áfanga í sögu félagsins.

Félagsfólk er hvatt til að taka daginn frá, fjölmenna og taka með sér gesti. Samkomunni verður streymt og er félagfólk sem ekki kemst á staðinn hvatt til að nýta sér það og jafnvel koma saman og fygjast með.

Öll hjartanlega velkomin á afmælishátíðina!

 

Kær kveðja, 

Friðrik Rafnsson

formaður Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.

01
Nóv

Fundur formanns og ritara Leiðsagnar með menningar- og viðskiptaráðherra

Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar og Harpa Björnsdóttir, ritari hittu Lilju Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Félagið á 50 ára afmæli um þessar mundir og mun halda glæsilega afmælishátíð af því tilefni í nóvember.

 

Sjá frétt r.

25
Okt

Áskriftartilboð - fréttabréfið Túristi

Túristi hefur frá árinu 2009 flutt fréttir af ferðaþjónustu og ferðalögum en stór hluti af því efni sem birtist á síðunni er aðeins fyrir áskrifendur. Félagsmönnum í Leiðsögn býðst nú áskrift með helmingsafslætti (1.325 kr. á mánuði í stað 2.650 kr.).

Þeir sem vilja nýta sér þetta tilboð smella hér og búa til aðgang. Til að virkja afsláttinn þarf að smella á textann "Ertu með afsláttarkóða" en þá birtist lína þar sem þið skrifið "Guide". Þá fer verðið sjálfkrafa niður í 1.325 krónur á skráningarsíðunni.

Áskrifendur fá svo sent fréttabréf sem eru aðeins fyrir þann hóp.

P.s. Þeir félagsmenn sem eru nú þegar með áskrift á fullu verði geta sent línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með beiðni um að afslátturinn verði settur inn.

 

Kristján Sigurjónsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

+46 709140414

19
Okt

Námskeið á vegum ASÍ fyrir félagsmenn í Leiðsögn - 22. okt. kl. 9-15

Námskeið á vegum ASÍ fyrir félagsmenn í Leiðsögn

haldið laugardaginn 22. október kl. 9 – 15 í húsnæði félagsins að Stórhöfða 29.

(athugið að gengið er inn í fundarsalinn á jarðhæð aftan við húsið, og þar eru líka bílastæði)

 

Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum í Leiðsögn þeim að kostnaðarlausu, en einkum eru þeir sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið hvattir til að mæta. Vinsamlegast tilkynnið skrifstofu félagsins um þátttöku á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Námskeiðið er í tveimur hlutum:

  • Fyrir hádegi kl. 9:00 – 12:00 verður fjallað um starfsemi stéttarfélaga og vinnurétt.
  • Eftir hádegi kl. 12.30 – 15:00 verður fjallað um kjarasamninga og hlutverk samninganefnda.

 

FYRIR HÁDEGI

Starfsemi stéttarfélaga

Farið er yfir uppbyggingu vinnumarkaðarins auk skipulags og hlutverka hagsmunasamtaka launafólks og launagreiðenda. Farið er yfir uppbyggingu stéttarfélaga, skipulag og hlutverk þeirra, hlutverk hagsmunasamtaka launafólks og atvinnurekenda, gildi kjarasamninga og hagræn áhrif þeirra.

Vinnuréttur

Megináhersla er lögð á uppbyggingu og helstu þætti íslenskrar vinnulöggjafar eins og kjarasamninga og lög sem fjalla um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Þá verður farið í ákvæði kjarasamninga og laga sem styrkja kjarasamning með áherslu á ráðningarsamninga, laun og launagreiðslur, orlofsrétt, veikindarétt, fæðingarorlof, hópuppsagnir, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður fjallað um ákveðnar grundvallarreglur, svo sem samningsrétt stéttarfélaga, verkfallsrétt, verkbannsrétt, réttarvernd trúnaðarmanna o.fl.

Farið verður yfir muninn á verktakavinnu og vinnu launamanns í ráðningarsambandi.

Markmið:

  • Þekkja meginreglur íslenskrar vinnulöggjafar og skilja helstu ákvæði laga sem varða réttindi og skyldur launafólks og launagreiðenda.
  • Geta miðlað upplýsingum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
  • Átta sig á hvernig stéttarfélög standa að úrlausn ágreiningsmála.

 

EFTIR HÁDEGI

Hlutverk samninganefnda

Fjallað verður um vinnudeilur og formlegt ferli við gerð kjarasamninga, tegundir samninga á vinnumarkaði, viðræðuáætlanir, tilhögun atkvæðagreiðslu þeirra og boðun verkfalla. Fjallað um gildi kjarasamninga, áhrif friðarskyldunnar og samningsrof, um heimildir og umboð samninganefnda. Einnig heimildir og umboð samninganefnda og hlutverk, heimildir og stöðu og ríkissáttasemjara.

Markmið

  • Að þátttakendur þekki ferli samningaviðræðna og hlutverk og umboð samninganefnda og ríkissáttasemjara.
Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image