01
Des

Jólabókakvöld Fræðslunefndar Leiðsagnar - 7. des. kl. 19:30

Jólabókakvöld Fræðslunefndar Leiðsagnar

 

Nú er komið að því að Fræðslunefnd Leiðsagnar bjóði til hins árlega jólabókakvölds félagsins þar sem tækifæri býðst til að slaka á frá hinu daglega amstri og eiga notalega stund saman. Bókakvöldið verður miðvikudaginn 7. desember kl. 19:30 í The Cinema, Geirsgötu 7b, efri hæð. (Blágrænu verbúðirnar við Gömlu höfnina) Félagið býður upp á léttar veitingar í anda aðventunnar.

Að þessu sinni verða kynntar þrjár bækur sem með einum eða öðrum hætti ættu að höfða til leiðsögumanna.

 

 

Bækurnar sem kynntar verða eru:

Keltar - höfundur Þorvaldur Friðriksson. Höfundur mun halda erindi um bók sína. Sérstaklega áhugavert efni fyrir leiðsögumenn.

Farsótt - nýútkomin bók eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Merkileg saga sem leiðsögumenn langar kannski að vita meira um.

Fuglar og þjóðtrú - höfundur Sigurður Ægisson. Alltaf klassískt efni. Leiðsögumenn hafa alltaf gaman af öllu er viðkemur fuglum og þjóðtrú.

 

Jólabókakvöld Fræðslunefndar Leiðsagnar er fyrir alla félagsmenn Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og gleðjast saman.

 

Kærar kveðjur!

 

Fræðslunefnd Leiðsagnar,

Einar Þórðarson

Guðný Margrét Emilsdóttir

Hallfríður Þórarinsdóttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image