Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Fræðslunefnd Leiðsagnar býður að þessu sinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðajónustunnar (SAF) velkomin á fund með leiðsögumönnum.
Síðustu mánuði og bráðum næstum því ár! hafa leiðsögumenn verið atvinnulausir vegna heimsfaraldurs sem aldeilis hefur kollvarpað einni mikilvægustu, þjóðhagslegu atvinnugrein landsins. Við leiðsögumenn söknum mikið vinnu okkar, þyrstir í ferðamenn og þess vegna viljum við fá frekari upplýsingar um stöðu ferðaþjónustunnar. Hvað er framundan, hvernig er útlitið, bókanir, hvenær koma fyrstu ferðamennirnir, hverra þjóðar, skipakomur og svona mætti lengja telja.
Hver er betur til þess fallinn en Jóhannes Þór hjá SAF, að ræða stöðu, horfur og framtíð ferðaþjónustunnar. Þess vegna hafði Fræðslunefnd Leiðsagnar samband við Jóhannes Þór og bað um fund með honum og brást hann sérstaklega vel við erindi okkar. Netfundurinn verður nk. miðvikudag, 10. febrúar (10.02.21.), kl. 17:00 - 18:15.
Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn með tölvupósti til Guðnýjar Margrétar hjá Fræðslunefnd, netfangið er: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.; símanúmer: 899 4957. Í tölvupóstinum þarf að koma fram fullt nafn og netfang, síðan verður hlekkur sendur til viðkomanda á fundinn. SAF heldur fundinn og Jóhannes Þór stjórnar honum. Hægt er að senda spurningar á sama netfang, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., og verður þeim komið áfram til framkvæmdastjóra SAF. Einnig verður opnað fyrir spurningar og umræður eftir fyrirlesturinn. Notast verður við fjarfundarforritið ZOOM. Upptaka á fyrirlestrinum verður í gangi og er hún aðgengileg í eina viku að fyrirlestrinum loknum.
Skráningarfrestur á fyrirlesturinn er til miðnættis (23:59) þriðjudaginn, 9. febrúar (09.02.21.) Og kæru leiðsögumenn, sami tímafrestur fyrir spurningar!
Í ljósi þess að margir hafa eflaust notað tækifærið og aukið við þekkingu sína verður aukafundur í stjórn Endurmenntunarsjóðs í næstu viku. Ef þið hafið lagt út fyrir einhverju sem styrkja má samkvæmt reglum sjóðsins vinsamlegast sendið inn umsókn til skrifstofu félagsins sem fyrst.
Lesa má um sjóðinn á síðunni hér og einnig er það að finna rafrænt umsóknareyðublað.
Á fimmtudaginn í síðustu viku átti að vera net-fundur með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, Umhverfis- og auðlindaráðherra, um frumvarp hans um Hálendisþjóðgarð. Af óviðráðanlegum orsökum frestaðist sá fundur um viku og verður hann nú á fimmtudaginn 28. janúar 2021 kl 17:00-18:30.
Þeir sem voru búnir að skrá sig fengu nýtt fundarboð, en nú er tækifæri fyrir þá sem ekki komust í síðustu viku til að slást í hópinn.
Síðustu vikur og mánuði hefur frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, Umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð verið mikið í umræðunni og sitt sýnist hverjum.
Til að fá bestu upplýsingar um þetta málefni frá fyrstu hendi höfðum við samband við ráðherra og báðum um fund til að fá að spyrja hann út í þetta frumvarp. Tók Guðmundur Ingi mjög vel í þessa málaleitan og verður netfundur um þetta málefni á fimmtudaginn (28.1.2021) kl 17:00-18:30.
Það þarf að skrá sig á fundinn með því að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) tölvupóst með nafni og netfangi og fá svo viðkomandi sendan hlekk á fundinn. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið heldur fundinn og stjórnar ráðherra fundinum. Fyrst verður ráðherra með kynningu á frumvarpinu og svara þeim spurningum sem borist hafa og síðan verða umræður.
Til að fá fundurinn verði hnitmiðaðri og svör ráðherra betur undirbúin hvetjum við félagsmenn til að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) spurningar sem hann kemur svo áfram til ráðherra. Þannig gefst ráðherra tækifæri til að undirbúa svör. Einnig er hægt að koma með spurningar á fundinum.
Frestur til að skrá sig og/eða senda inn spurningar er til miðnættis (23:59) á miðvikudeginnum 27.1.2021
Hér er hlekkur á síðu hjá Umhverfis – og auðlindaráðuneytinu: Spurt og svarað um Hálendisþjóðgarð.
Hér er hlekkur á frumvarpið eins og það er í meðförum Alþingis núna.
Frumvarpið sjálft.
Félagsmönnum í Leiðsögn - Stéttarfélagi leiðsögumanna býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi. Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar. Til að virkja afsláttinn þarf að skrá kóðann EHILS21 í reitinn "Athugasemdir". Athugið að við skráningu sjáið þið óbreytt námskeiðsverð. Afslátturinn kemur fram á greiðsluseðli.
Umbrot á flekaskilum á Reykjanesskaga FJARNÁMSKEIÐ
Á námskeiðinu verður fjallað um yfirstandandi umbrotahrinu á flekaskilum Reykjanesskagans. Kennslan fer fram þrisvar á misserinu með nokkurra vikna millibili. Þannig gefst þátttakendum tækifæri, með sérþekkingu Páls Einarssonar, kennara, að vopni, til að fylgjast með þeim breytingum sem verða á svæðinu á fyrstu fimm mánuðum ársins 2021.
ÖLL NÁMSKEIÐ Í STARFSTENGDRI HÆFNI
Síðustu vikur og mánuði hefur frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, Umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð verið mikið í umræðunni og sitt sýnist hverjum.
Til að fá bestu upplýsingar um þetta málefni frá fyrstu hendi höfðum við samband við ráðherra og báðum um fund til að fá að spyrja hann út í þetta frumvarp. Tók Guðmundur Ingi mjög vel í þessa málaleitan og verður netfundur um þetta málefni á fimmtudaginn í næstu viku (21.1.2021) kl 16:00-17:30.
Það þarf að skrá sig á fundinn með því að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) tölvupóst með nafni og netfangi og fá svo viðkomandi sendan hlekk á fundinn. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið heldur fundinn og stjórnar ráðherra fundinum. Fyrst verður ráðherra með kynningu á frumvarpinu og svara þeim spurningum sem borist hafa og síðan verða umræður.
Til að fá fundurinn verði hnitmiðaðri og svör ráðherra betur undirbúin hvetjum við félagsmenn til að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) spurningar sem hann kemur svo áfram til ráðherra. Þannig gefst ráðherra tækifæri til að undirbúa svör. Einnig er hægt að koma með spurningar á fundinum.
Frestur til að skrá sig og/eða senda inn spurningar er til miðnættis (23:59) á mánudeginum 18.1.2021
Hér er hlekkur á síðu hjá Umhverfis – og auðlindaráðuneytinu: Spurt og svarað um Hálendisþjóðgarð.
Hér er hlekkur á frumvarpið eins og það er í meðförum Alþingis núna.
Frumvarpið sjálft.
Pétur Gunnarsson leiðsögumaður skrifaði grein í Fréttablaðið 13. janúar. "Síðasta útspil Vatnajökulsþjóðgarðs var að úthluta kvóta á aðgengilegustu skriðjöklana á suðursvæði þjóðgarðsins. Er kvótakerfi sem aðgangsstýring það besta sem viðkomandi ráðamönnum hugkvæmdist?"
Skrifstofan verður lokuð milli jóla og áramóta (28.-31. des). Fyrsti opnunardagur eftir áramót er 4. janúar.
Munið að senda inn umsóknir í sjúkrasjóð fyrir 15. desember vegna úthlutunar um áramót.
Starfshópur ASÍ um framtíð ferðaþjónustunnar skilaði skýrslu til miðstjórnar sambandsins miðvikudaginn 2. desember þar sem eftirfarandi stefnuskjal með áherslum ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar var samþykkt. Starfshópur ASÍ um framtíð ferðaþjónustunnar skilaði skýrslu til miðstjórnar sambandsins í gær þar sem eftirfarandi stefnuskjal með áherslum ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar var samþykkt.
Tillaga að stefnu ASÍ – kröfur launafólks
Íslensk ferðaþjónusta stendur á tímamótum. Vöxtur hennar var þegar á undanhaldi fyrir COVID-faraldurinn en með takmörkunum á samkomum og samgöngum er greinin því sem næst á ís. Þessi staða gefur á hinn bóginn færi á að leggja mat á þá reynslu sem fékkst á miklum uppgangstímum ferðaþjónustu á Íslandi fram að faraldrinum. Alþýðusamband Íslands telur að þann tíma eigi að nýta áður en „endurræsing“ greinarinnar fer fram og setur hér fram stefnu sína í sex meginliðum:
Aðkoma að stefnumótun
•Í stefnu stjórnvalda um ferðaþjónustuna er aldrei vikið að starfsfólki í greininni, þrátt fyrir að ríkar kröfur séu gerðar til starfsfólks.
• ASÍ krefst þess að réttindi og hagsmunir launafólks verði einn af hornsteinum við uppbyggingu ferðaþjónustunnar.
• Verkalýðshreyfingin á skýlausan rétt á aðkomu að stefnumótun stjórnvalda um framtíð og enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar.
Höfnum ferðaþjónustu sem láglaunagrein
• ASÍ hafnar því viðhorfi að eðlilegt megi teljast að laun innan ferðaþjónustu séu lág og það sé ásættanlegt að byggja upp láglaunaatvinnugrein í samfélagi sem vill kenna sig við velferð.
• Í ljósi mikilvægis greinarinnar fyrir íslenskt hagkerfi á að mynda sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í ferðaþjónustu, enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim.
• Bætt kjör starfsfólks eiga að vera þungamiðja í tillögum stjórnvalda um aukna arðsemi ferðaþjónustunnar. Arðsemi verður ekki náð með því að færa verðmæti ferðaþjónustunnar, sem eru sköpuð af starfsfólki og einstakri náttúru, í vasa örfárra fyrirtækjaeigenda.
• Krafa verkalýðshreyfingarinnar er sú að innan ferðaþjónustu séu greidd sanngjörn laun sem nægi til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum og að ákvæði gildandi kjarasamninga séu virt í einu og öllu.
• Settar verði reglur um að eingöngu leiðsögumenn með menntun á Íslandi megi fylgja hópum um helstu náttúruperlur landsins. Einnig megi skoða frekari löggildingar og verndun starfsheita í greininni.
Gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði
• ASÍ krefst þess að brotastarfsemi í ferðaþjónustu verði upprætt þegar í stað.
• Frumvarp til starfskjaralaga með sterku ákvæði um févíti verði lagt fram á Alþingi án tafar og stjórnvöldum tryggi að brotamenn þurfi að gjalda fyrir brot sín.
• Verkalýðshreyfingin krefst þess að gildandi regluverki um erlend fyrirtæki sem skipuleggja ferðir á Íslandi verði breytt til að uppræta brotastarfsemi.
• Félagsleg undirboð í ferðaþjónustu verði stöðvuð. Sem dæmi um birtingarmyndir þeirra er þegar ungmenni, oft erlend, eru látin vinna launalaust sem sjálfboðaliðar eða „starfsnemar“ og þegar erlend fyrirtæki standa að ferðum til Íslands og notast við erlent starfsfólk sem ekki nýtur kjarasamningsbundinna launa og réttinda.
• Frumvarp um atvinnurekstrarbann verði samþykkt á Alþingi þegar í stað en því er ætlað að koma í veg fyrir kennitöluflakk.
• Stórefla þarf eftirlit með húsnæði sem atvinnurekendur útvega starfsfólki og tryggja að þar sé ekki farið á svig við lög og reglur.
Atvinnurekendur þekki réttindi og skyldur
• Verkalýðshreyfingin telur að gera beri kröfu um lágmarksþekkingu (t.d. námskeið) stofnanda/rekstraraðila fyrirtækja. Sá sem hefur með rekstur fyrirtækis og mannahald að gera ljúki námskeiði þar sem farið er yfir starfsmannahald réttindi og skyldur. Verkalýðshreyfingin gengst fyrir trúnaðarmannanámskeiðum og námskeiðum fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Ætla má að Samtök atvinnulífsins gætu gert hið sama.
Innviðir og störf
• Verkalýðshreyfingin fer fram á að tíminn sé nýttur til uppbyggingar innviða sem skapar störf og atvinnu í erfiðri efnahagskreppu og býr í haginn fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar.
• Gjaldtaka vegna innviða á undir engum kringumstæðum að leggjast á almenning.
Í hópnum áttu sæti: Guðbjörg Kristmundsdóttir, f. h. SGS, formaður Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, f.h. Flugfreyjufélag Íslands Viðar Þorsteinsson, f.h. Eflingar Hermann Guðmundsson, f.h. LÍV / VR Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, f.h. MATVÍS og Friðrik Rafnsson, f.h. Leiðsagnar Með hópnum störfuðu Halla Gunnarsdóttir og Ásgeir Sverrisson (áður starfaði Halldór Grönvold með hópnum). Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, sat einnig nokkra fundi hópsins.
Félagslegum viðbótarstuðningi er ætlað að styrkja framfærslu aldraðra sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum.
Hverjir geta sótt um?
Einstaklingar sem eru 67 ára eða eldri, hafa fasta búsetu og skráð lögheimili hér á landi og sem dvelja varanlega á Íslandi. Erlendir ríkisborgarar geta átt rétt á viðbótarstuðningi að uppfylltum nánari skilyrðum.
Í hverju fellst stuðningurinn?
Félagslegur viðbótarstuðningur getur mest orðið 90% af fullum ellilífeyri almannatrygginga. Einstaklingar geta einnig átt rétt á 90% af mánaðarlegri fjárhæð heimilisuppbótar.
Allar tekjur greiðsluþega koma til frádráttar fjárhæð mánaðarlegs viðbótarstuðnings utan 25.000 kr. frítekjumarks á mánuði.
Umsækjandi verður að hafa sótt um og tekið út að fullu öll réttindi sem hann kann að eiga eða hafa áunnið sér. Þetta á m.a. við um launatengd réttindi, greiðslur almannatrygginga og félagsleg aðstoð ríkisins sem og atvinnutengdar iðgjaldatengdar lífeyrisgreiðslur hjá íslenskum og erlendum aðilum.
Hvernig er umsóknarferlið?
Sótt er um rafrænt í gegnum Mínar síður á heimasíðu Tryggingastofnunar, www.tr.is. (Til þess að skrá sig inn á Mínar síður þurfa umsækjendur að hafa annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil frá Þjóðskrá Íslands).
Mögulegt er að sækja um þrjá mánuði aftur í tímann. (Til 31. janúar 2021 er hægt að sækja um viðbótarstuðning frá gildistöku laganna, 1. júlí 2020).
Afgreiðsla umsókna tekur allt að fjórum vikum. Í kjölfar umsóknar á Mínum síðum er umsækjandi boðaður í viðtal hjá Tryggingastofnun.
Nánari upplýsingar og umsókn má finna á heimasíðu Tryggingastofnunar https://www.tr.is/65/
Og hér á ensku https://www.tr.is/en/65-years/
Nú þurfum við hjá Leiðsögn að taka þátt í stuttri skoðanakönnun um stöðu ykkar á vinnumarkaði. Það tekur stuttan tíma og allir sem svara komast í pott og geta unnið 30.000 króna gjafakort.
Könnunin er á vegum Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var stofnuð af ASÍ og BSRB nýverið. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi meðal atvinnuleitenda. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina hvaða úrræði atvinnulausir telja að komi þeim best og við hvaða erfiðleika þessi hópur glímir.
Könnunin er tvískipt. Fyrri hlutanum svara allir og tekur aðeins fimm mínútur að svara. Þar er spurt um húsnæði, fjárhagsstöðu, fátækt, líðan, heilsufar, heilbrigðisþjónustu, sumarfrístöku, nýtingu hlutabótaleiðarinnar, viðhorf til atvinnuhorfa og breytinga á atvinnuleysisbótakerfinu.
Seinna hluta könnunarinnar svara einungis þeir sem eru í atvinnuleit eða á uppsagnarfresti og gæti það tekið um 15 mínútur. Þar er spurt um búferlaflutninga í tengslum við starf, atvinnuleit, hverskonar starfi viðkomandi er tilbúinn að taka, hvort hafi verið leitað að starfi, ef ekki þá hvers vegna, viðhorfi til fræðslu og náms, viðhorf til þjónustu Vinnumálastofnunar og stéttarfélags.
Könnunina finnið þið hér: https://www.research.net/r/
Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sér um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og mun sjá um úrvinnslu á niðurstöðum.
Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt í könnuninni, enda afar mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.
Dear members.
We at Leiðsögn would like to ask you to participate in a short survey about your employment situation. It will not take much of your time, and everyone who participates gets a chance to win a 30,000 ISK gift card.
The survey is conducted by Varða, a labour market research institute recently founded by ASÍ and BSRB. The outcome of the survey will provide important information about the current situation in the labour market, especially among unemployed people. The outcome will help us identify which problems this group is facing, and which measures they consider most important.
The survey has two parts. The first part is intended for all participants, and it should only take five minutes to complete. It contains questions about your housing and financial situation, your health, health care services, summer holidays, whether you have received partial unemployment benefits, your views on your employment prospects and on changes to the unemployment benefits system.
The second half is only for those who are either unemployed or working their notice period, and it should take around 15 minutes to complete. It contains questions about jobs and job search, the types of jobs you would consider taking, whether you have looked for a job, and if not, why, your views on study and education opportunities, as well as your views on the service provided by Vinnumálastofnun and your trade union.
You can start the survey here: https://www.research.net/r/
Varða manages all aspects of this survey, from designing the questions, setting up and conducting the survey, and Varða will also process the results from the survey.
We encourage all our members to participate in the survey. Your input will help provide a broad outcome which will help us shape and support the labour movement’s cause.
Nánari upplýsingar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 588 8670 á opnunartíma skrifstofu Leiðsagnar.
Hér eru upplýsingar frá ASÍ á íslensku, ensku og pólsku sem minna launafólk á desemberuppbótina sem kemur til greiðslu í desember (í síðasta lagi 15. desember).
IS
Vissir þú að…
Samkvæmt kjarasamningum á allt launafólk rétt á desemberuppbót
Þau sem vinna hlutastarf eða hluta úr ári eiga að fá hlutfallslega greiðslu
Desemberuppbót fyrir árið 2020 miðað við fullt starf er 94.000 kr. á almenna markaðinum*
Desemberuppbót fyrir atvinnuleitendur er 86.853 kr.
*Hærri fyrir starfsfólk sveitarfélaganna
ENG
Did you know that…
Collective agreements provide that all wage-earners are entitled to a December Bonus
Those who work part-time or part of the year should receive a proportionate amount
The December Bonus in 2020 for full-time work is 94,000 ISK in the private sector*
The December Bonus for jobseekers is 86,853 ISK
*Higher for municipal employees
POL
Czy wiedziałeś o tym, że...
Umowy zbiorowe przewidują, że wszyscy pracownicy otrzymujący wynagrodzenie mają prawo do dodatku grudniowego
Osoby pracujące w niepełnym wymiarze godzin lub przez część roku powinny otrzymać prpporcjonalną kwotę
Dodatek grudniowy w 2020 r. dla osób zatrudnionych w pełnym wymiarze godzin wynosi 94, 000 ISK w sektorze prywatnym *
Dodatek grudniowy dla osób bezrobotnych wynosi 86,853 ISK
* Wyższy dla pracowników gmin
Ríkisstjórnin kynnti í dag nýjar ráðstafanir sem ætlaðar eru atvinnulausum, en langflestir leiðsögumenn eru það um þessar mundir. Hér eru nokkrir hlekkir sem gætu komið að gagni.
https://www.ruv.is/frett/2020/
https://www.mbl.is/frettir/inn
https://www.frettabladid.is/fr
https://www.stjornarradid.is/c
|
Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að því að skýra framtíðarsýn fyrir Skaftafell sem lykilþjónustustað á suðursvæði þjóðgarðsins. Haldnir verða fundir með íbúum á nærsvæðum og ýmsum hagsmunaaðilum, auk starfsfólks og svæðisráðs. Framtíðarsýnin verður síðan höfð að leiðarljósi við mótun tillagna um stjórnun og skipulag í Skaftafelli og nágrenni.
Ýmsum félögum og samtökum sem tengjast ferðamálum, náttúruvernd og útivist er boðið á fjarfund þann 18. nóvember kl. 16-18 til að ræða málefni Skaftafells.
Fundurinn verður á þessari slóð: https://eu01web.zoom.us/j/7071935663
Fyrir þá sem ekki geta tekið þátt í samráðsfundum er boðið upp á spurningakönnun, sjá nánar á vef þjóðgarðsins.
Vinsamlegast tilkynnið þáttöku til undirritaðar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.