Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Haustið 2020 skipaði Ferðamálaráðherra í starfshóp um menntun og starfsþjálfun leiðsögumanna. Var það að beiðni Leiðsagnar og í samræmi við bókun í síðasta kjarasamningi um að Leiðsögn og SAF skyldu "hafa samráð um leiðir til að styrkja faglega leiðsögn á Íslandi."
Starfshópurinn mun á næstu dögum skila skýrslu með tillögum sínum til ferðamálaráðherra.
Kynningarfundur um þetta verður á Zoom á miðvikudagskvöldið 21.4. (síðasta vetrardag) kl 20:00
Hlekkur á fundinn verður sendur út í fjölpósti á miðvikudaginn og á heimasíðu félagasins.
Jakob S. Jónsson, sem er okkar fulltrúi í starfshópnum, mun kynna starf hópsins og drög að lokaskýrslu.
Við stefnum enn að aðalfund þann 27. þessa mánaðar. Hvort það gengur upp kemur í ljós í næstu viku þegar næsta reglugerð um samkomutakmarkanir verður kynnt. En engu að síður óskum við eftir framboðum til trúnaðarstarfa og tillögum um lagabreytingar.
Framboðsfrestur rennur út 10 sólarhringum fyrir aðalfund, þ.e. 17. apríl.
Skilafrestur á lagabreytingatillögum rennur út 15 dögum fyrir aðalfund, þ.e. 12. apríl.
Formlegt aðalfundarboð verður sent út viku fyrir aðalfund í samræmi við lög félagsins.
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins (sjá 21. gr.), sjá þó um frávik hér að neðan.
Tillögur að lagabreytingum verða að berast skrifstofu félagsins 15 dögum fyrir aðalfund (sjá gr. 29 í lögum félagsins).
Að störfum innan félagsins er laganefnd. Einnig má senda ábendingar um það sem betur má fara í lögum félagsins til hennar. Í laganefnd eru: Pétur Gauti Valgeirsson, Indriði H. Þorsteinsson og Guðný Margrét Emilsdóttir
Framboðfresti lýkur 10 sólarhringum fyrir aðalfund og framboðum skal skila til skrifstofu.
Jafnframt má hafa samband við kjörnefnd með uppástungur fyrir framboð. Í kjörnefnd eru Valva Árnadóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir og Júlíus Freyr Theodórsson.
Kjósa þarf formann (til tveggja ára), 2 fulltrúa í stjórn til tveggja ára, 4 varamenn í stjórn (alla til eins árs), aðal og varamenn í trúnaðarráð (sex fulltrúa í hvort, alla til eins árs), fulltrúa í fastanefndir (4 nefndir, einn fulltrúa í hverja til tveggja ára) og tvo skoðunarmenn reikninga.
Einnig þarf að kjósa í stjórn sjúkrasjóðs, 3 aðalmenn og 2 til vara.
(sjá eftirfarandi greinar í lögum félagsins: 12.gr. Stjórn, 17.gr. Trúnaðarráð, 18.gr. Fastanefndir, 23.gr. Sjóðir, 25.gr. Endurskoðun)
Á kjörskrá (með kjörgengi og atkvæðisrétt) eru þeir sem uppfylla kröfur um félagsaðild samkvæmt grein 6 í lögum félagsins. Þar stendur meðal annars:
“Lágmarksgjald til að öðlast félagsaðild og halda henni samsvarar félagsgjaldi af launum samkvæmt lægsta taxta félagsins fyrir 15 daga vinnu á síðustu 12 mánuðum fyrir 1. febrúar næst fyrir aðalfund ár hvert.”
Nú má ljóst vera að margir leiðsögumenn hafa ekki fegnið neina vinnu við leiðsögn síðan í mars í fyrra og hafa því ekki greitt eðlileg félagsgjöld til félagsins, af utanaðkomandi ástæðum. Hefur þetta verið rætt innan stjórnar og trúnaðarráðs og þar var komist að þeirri niðurstöðu að leggja til að nota þá kjörskrá sem gilti á síðasta aðalfundi (18.júní 2020) auk þeirra sem hafa unnið sér inn félagsaðild skv 6. gr. Eini aðilinn sem getur tekið ákvörðun um þetta er aðalfundur og verður því fyrsta mál á dagskrá aðalfundar það að gera tímabundna breytingu (sem gildir aðeins á þessum aðalfundi) á lögum félagsins þannig að auk þeirra sem hafi félagsaðild skv 6.gr. verði þeir sem voru á kjörskrá síðasta aðalfundar einnig á kjörskrá þessa aðalfundar.
ATHUGIÐ: Einungis þeir sem eru á kjörskrá skv núgildandi lögum (6.gr.) geta tekið þátt í þessari ákvörðun um að nota líka kjörskrá frá 2020
Athugið: þetta er aðalfundur stéttarfélagsins Leiðsagnar en ekki fagdeildarinnar.
Lög félagsins má finna hér:
https://www.touristguide.is/
Aðalfundur stéttarfélagsins Leiðsagnar er ráðgerður eftir mánuð, að kvöldi þriðjudagsins 27. apríl 2021. Vegna óvissu um stöðu faraldursins er ekki vitað hvort um staðfund eða netfund verður að ræða, eða hvort yfirleitt verður hægt að halda fund á þessum degi. En við höldum ótrauð áfram og vonum að hægt verði að koma böndum á faraldurinn og hægt verði að halda aðalfund. Formlegt aðalfundarboð verður sent út viku fyrir aðalfund.
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins (sjá 21. gr.), sjá þó um frávik hér að neðan.
Tillögur að lagabreytingum verða að berast skrifstofu félagsins 15 dögum fyrir aðalfund (sjá gr. 29 í lögum félagsins).
Að störfum innan félagsins er laganefnd. Einnig má senda ábendingar um það sem betur má fara í lögum félagsins til hennar. Í laganefnd eru: Pétur Gauti Valgeirsson, Indriði H. Þorsteinsson og Guðný Margrét Emilsdóttir
Framboðfresti lýkur 10 sólarhringum fyrir aðalfund og framboðum skal skila til skrifstofu.
Jafnframt má hafa samband við kjörnefnd með uppástungur fyrir framboð. Í kjörnefnd eru Valva Árnadóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir og Júlíus Freyr Theodórsson.
Kjósa þarf formann, 2 fulltrúa í stjórn til tveggja ára, aðal og varamenn í trúnaðarráð (sex fulltrúa í hvort, alla til eins árs), fulltrúa fastanefndir (4 nefndir, einn fulltrúa í hverja til tveggja ára) og tvo skoðunarmenn reikninga.
Á kjörskrá (með kjörgengi og atkvæðisrétt) eru þeir sem uppfylla kröfur um félagsaðild samkvæmt grein 6 í lögum félagsins. Þar stendur meðal annars:
“Lágmarksgjald til að öðlast félagsaðild og halda henni samsvarar félagsgjaldi af launum samkvæmt lægsta taxta félagsins fyrir 15 daga vinnu á síðustu 12 mánuðum fyrir 1. febrúar næst fyrir aðalfund ár hvert.”
Nú má ljóst vera að margir leiðsögumenn hafa ekki fegnið neina vinnu við leiðsögn síðan í mars í fyrra og hafa því ekki greitt eðlileg félagsgjöld til félagsins, af utanaðkomandi ástæðum. Hefur þetta verið rætt innan stjórnar og trúnaðarráðs og þar var komist að þeirri niðurstöðu að leggja til að nota þá kjörskrá sem gilti á síðasta aðalfundi (18.júní 2020) auk þeirra sem hafa unnið sér inn félagsaðild skv 6. gr. Eini aðilinn sem getur tekið ákvörðun um þetta er aðalfundur og verður því fyrsta mál á dagskrá aðalfundar það að gera tímabundna breytingu (sem gildir aðeins á þessum aðalfundi) á lögum félagsins þannig að auk þeirra sem hafi félagsaðild skv 6.gr. verði þeir sem voru á kjörskrá síðasta aðalfundar einnig á kjörskrá þessa aðalfundar.
ATHUGIÐ: Einungis þeir sem eru á kjörskrá skv núgildandi lögum (6.gr.) geta tekið þátt í þessari ákvörðun um að nota líka kjörskrá frá 2020
Athugið: þetta er aðalfundur stéttarfélagsins Leiðsagnar en ekki fagdeildarinnar.
Lög félagsins má finna hér:
https://www.touristguide.is/
Því miður er skrifstofan lokuð í dag miðvikudaginn 24. mars vegna veikinda
Í byrjun þessa mánaðar flutti Leiðsögn um tvö húsnúmer til austurs, að Stórhöfða 29. Þar erum við á 3 hæð með frábært útsýni til norðurs.
Í þessu húsi eru mörg stéttarfélög, bæði í nr 29 og líka í nr 31 og vonumst við eftir góðum samskiptum við þau.
Fyrstu dagana eftir flutninginn voru truflanir á símasambandi og neti, en nú er það allt komið í lag.
Þeim sem erindi eiga á skrifstofuna er bent á að ekki er opið inn á stigaganginn og þarf því að hringja í síma félagsins, 588 8670, og biðja um að það sé opnað.
Verið er að færa innganginn inn í húsið og eftir það verður sameiginleg móttaka fyrir allt húsið við inngang.
Skrifstofa Leiðsagnar flytur í dag um tvö hús til austurs, yfir á Stórhöfða 29. Lokað er fram yfir helgi, þ.e. til mánudagsins 8. mars.
Fræðslunefnd Leiðsagnar býður að þessu sinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðajónustunnar (SAF) velkomin á fund með leiðsögumönnum.
Síðustu mánuði og bráðum næstum því ár! hafa leiðsögumenn verið atvinnulausir vegna heimsfaraldurs sem aldeilis hefur kollvarpað einni mikilvægustu, þjóðhagslegu atvinnugrein landsins. Við leiðsögumenn söknum mikið vinnu okkar, þyrstir í ferðamenn og þess vegna viljum við fá frekari upplýsingar um stöðu ferðaþjónustunnar. Hvað er framundan, hvernig er útlitið, bókanir, hvenær koma fyrstu ferðamennirnir, hverra þjóðar, skipakomur og svona mætti lengja telja.
Hver er betur til þess fallinn en Jóhannes Þór hjá SAF, að ræða stöðu, horfur og framtíð ferðaþjónustunnar. Þess vegna hafði Fræðslunefnd Leiðsagnar samband við Jóhannes Þór og bað um fund með honum og brást hann sérstaklega vel við erindi okkar. Netfundurinn verður nk. miðvikudag, 10. febrúar (10.02.21.), kl. 17:00 - 18:15.
Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn með tölvupósti til Guðnýjar Margrétar hjá Fræðslunefnd, netfangið er: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.; símanúmer: 899 4957. Í tölvupóstinum þarf að koma fram fullt nafn og netfang, síðan verður hlekkur sendur til viðkomanda á fundinn. SAF heldur fundinn og Jóhannes Þór stjórnar honum. Hægt er að senda spurningar á sama netfang, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., og verður þeim komið áfram til framkvæmdastjóra SAF. Einnig verður opnað fyrir spurningar og umræður eftir fyrirlesturinn. Notast verður við fjarfundarforritið ZOOM. Upptaka á fyrirlestrinum verður í gangi og er hún aðgengileg í eina viku að fyrirlestrinum loknum.
Skráningarfrestur á fyrirlesturinn er til miðnættis (23:59) þriðjudaginn, 9. febrúar (09.02.21.) Og kæru leiðsögumenn, sami tímafrestur fyrir spurningar!
Í ljósi þess að margir hafa eflaust notað tækifærið og aukið við þekkingu sína verður aukafundur í stjórn Endurmenntunarsjóðs í næstu viku. Ef þið hafið lagt út fyrir einhverju sem styrkja má samkvæmt reglum sjóðsins vinsamlegast sendið inn umsókn til skrifstofu félagsins sem fyrst.
Lesa má um sjóðinn á síðunni hér og einnig er það að finna rafrænt umsóknareyðublað.
Á fimmtudaginn í síðustu viku átti að vera net-fundur með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, Umhverfis- og auðlindaráðherra, um frumvarp hans um Hálendisþjóðgarð. Af óviðráðanlegum orsökum frestaðist sá fundur um viku og verður hann nú á fimmtudaginn 28. janúar 2021 kl 17:00-18:30.
Þeir sem voru búnir að skrá sig fengu nýtt fundarboð, en nú er tækifæri fyrir þá sem ekki komust í síðustu viku til að slást í hópinn.
Síðustu vikur og mánuði hefur frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, Umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð verið mikið í umræðunni og sitt sýnist hverjum.
Til að fá bestu upplýsingar um þetta málefni frá fyrstu hendi höfðum við samband við ráðherra og báðum um fund til að fá að spyrja hann út í þetta frumvarp. Tók Guðmundur Ingi mjög vel í þessa málaleitan og verður netfundur um þetta málefni á fimmtudaginn (28.1.2021) kl 17:00-18:30.
Það þarf að skrá sig á fundinn með því að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) tölvupóst með nafni og netfangi og fá svo viðkomandi sendan hlekk á fundinn. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið heldur fundinn og stjórnar ráðherra fundinum. Fyrst verður ráðherra með kynningu á frumvarpinu og svara þeim spurningum sem borist hafa og síðan verða umræður.
Til að fá fundurinn verði hnitmiðaðri og svör ráðherra betur undirbúin hvetjum við félagsmenn til að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) spurningar sem hann kemur svo áfram til ráðherra. Þannig gefst ráðherra tækifæri til að undirbúa svör. Einnig er hægt að koma með spurningar á fundinum.
Frestur til að skrá sig og/eða senda inn spurningar er til miðnættis (23:59) á miðvikudeginnum 27.1.2021
Hér er hlekkur á síðu hjá Umhverfis – og auðlindaráðuneytinu: Spurt og svarað um Hálendisþjóðgarð.
Hér er hlekkur á frumvarpið eins og það er í meðförum Alþingis núna.
Frumvarpið sjálft.
Félagsmönnum í Leiðsögn - Stéttarfélagi leiðsögumanna býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi. Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar. Til að virkja afsláttinn þarf að skrá kóðann EHILS21 í reitinn "Athugasemdir". Athugið að við skráningu sjáið þið óbreytt námskeiðsverð. Afslátturinn kemur fram á greiðsluseðli.
Umbrot á flekaskilum á Reykjanesskaga FJARNÁMSKEIÐ
Á námskeiðinu verður fjallað um yfirstandandi umbrotahrinu á flekaskilum Reykjanesskagans. Kennslan fer fram þrisvar á misserinu með nokkurra vikna millibili. Þannig gefst þátttakendum tækifæri, með sérþekkingu Páls Einarssonar, kennara, að vopni, til að fylgjast með þeim breytingum sem verða á svæðinu á fyrstu fimm mánuðum ársins 2021.
ÖLL NÁMSKEIÐ Í STARFSTENGDRI HÆFNI
Síðustu vikur og mánuði hefur frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, Umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð verið mikið í umræðunni og sitt sýnist hverjum.
Til að fá bestu upplýsingar um þetta málefni frá fyrstu hendi höfðum við samband við ráðherra og báðum um fund til að fá að spyrja hann út í þetta frumvarp. Tók Guðmundur Ingi mjög vel í þessa málaleitan og verður netfundur um þetta málefni á fimmtudaginn í næstu viku (21.1.2021) kl 16:00-17:30.
Það þarf að skrá sig á fundinn með því að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) tölvupóst með nafni og netfangi og fá svo viðkomandi sendan hlekk á fundinn. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið heldur fundinn og stjórnar ráðherra fundinum. Fyrst verður ráðherra með kynningu á frumvarpinu og svara þeim spurningum sem borist hafa og síðan verða umræður.
Til að fá fundurinn verði hnitmiðaðri og svör ráðherra betur undirbúin hvetjum við félagsmenn til að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) spurningar sem hann kemur svo áfram til ráðherra. Þannig gefst ráðherra tækifæri til að undirbúa svör. Einnig er hægt að koma með spurningar á fundinum.
Frestur til að skrá sig og/eða senda inn spurningar er til miðnættis (23:59) á mánudeginum 18.1.2021
Hér er hlekkur á síðu hjá Umhverfis – og auðlindaráðuneytinu: Spurt og svarað um Hálendisþjóðgarð.
Hér er hlekkur á frumvarpið eins og það er í meðförum Alþingis núna.
Frumvarpið sjálft.
Pétur Gunnarsson leiðsögumaður skrifaði grein í Fréttablaðið 13. janúar. "Síðasta útspil Vatnajökulsþjóðgarðs var að úthluta kvóta á aðgengilegustu skriðjöklana á suðursvæði þjóðgarðsins. Er kvótakerfi sem aðgangsstýring það besta sem viðkomandi ráðamönnum hugkvæmdist?"
Skrifstofan verður lokuð milli jóla og áramóta (28.-31. des). Fyrsti opnunardagur eftir áramót er 4. janúar.
Munið að senda inn umsóknir í sjúkrasjóð fyrir 15. desember vegna úthlutunar um áramót.
Starfshópur ASÍ um framtíð ferðaþjónustunnar skilaði skýrslu til miðstjórnar sambandsins miðvikudaginn 2. desember þar sem eftirfarandi stefnuskjal með áherslum ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar var samþykkt. Starfshópur ASÍ um framtíð ferðaþjónustunnar skilaði skýrslu til miðstjórnar sambandsins í gær þar sem eftirfarandi stefnuskjal með áherslum ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar var samþykkt.
Tillaga að stefnu ASÍ – kröfur launafólks
Íslensk ferðaþjónusta stendur á tímamótum. Vöxtur hennar var þegar á undanhaldi fyrir COVID-faraldurinn en með takmörkunum á samkomum og samgöngum er greinin því sem næst á ís. Þessi staða gefur á hinn bóginn færi á að leggja mat á þá reynslu sem fékkst á miklum uppgangstímum ferðaþjónustu á Íslandi fram að faraldrinum. Alþýðusamband Íslands telur að þann tíma eigi að nýta áður en „endurræsing“ greinarinnar fer fram og setur hér fram stefnu sína í sex meginliðum:
Aðkoma að stefnumótun
•Í stefnu stjórnvalda um ferðaþjónustuna er aldrei vikið að starfsfólki í greininni, þrátt fyrir að ríkar kröfur séu gerðar til starfsfólks.
• ASÍ krefst þess að réttindi og hagsmunir launafólks verði einn af hornsteinum við uppbyggingu ferðaþjónustunnar.
• Verkalýðshreyfingin á skýlausan rétt á aðkomu að stefnumótun stjórnvalda um framtíð og enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar.
Höfnum ferðaþjónustu sem láglaunagrein
• ASÍ hafnar því viðhorfi að eðlilegt megi teljast að laun innan ferðaþjónustu séu lág og það sé ásættanlegt að byggja upp láglaunaatvinnugrein í samfélagi sem vill kenna sig við velferð.
• Í ljósi mikilvægis greinarinnar fyrir íslenskt hagkerfi á að mynda sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í ferðaþjónustu, enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim.
• Bætt kjör starfsfólks eiga að vera þungamiðja í tillögum stjórnvalda um aukna arðsemi ferðaþjónustunnar. Arðsemi verður ekki náð með því að færa verðmæti ferðaþjónustunnar, sem eru sköpuð af starfsfólki og einstakri náttúru, í vasa örfárra fyrirtækjaeigenda.
• Krafa verkalýðshreyfingarinnar er sú að innan ferðaþjónustu séu greidd sanngjörn laun sem nægi til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum og að ákvæði gildandi kjarasamninga séu virt í einu og öllu.
• Settar verði reglur um að eingöngu leiðsögumenn með menntun á Íslandi megi fylgja hópum um helstu náttúruperlur landsins. Einnig megi skoða frekari löggildingar og verndun starfsheita í greininni.
Gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði
• ASÍ krefst þess að brotastarfsemi í ferðaþjónustu verði upprætt þegar í stað.
• Frumvarp til starfskjaralaga með sterku ákvæði um févíti verði lagt fram á Alþingi án tafar og stjórnvöldum tryggi að brotamenn þurfi að gjalda fyrir brot sín.
• Verkalýðshreyfingin krefst þess að gildandi regluverki um erlend fyrirtæki sem skipuleggja ferðir á Íslandi verði breytt til að uppræta brotastarfsemi.
• Félagsleg undirboð í ferðaþjónustu verði stöðvuð. Sem dæmi um birtingarmyndir þeirra er þegar ungmenni, oft erlend, eru látin vinna launalaust sem sjálfboðaliðar eða „starfsnemar“ og þegar erlend fyrirtæki standa að ferðum til Íslands og notast við erlent starfsfólk sem ekki nýtur kjarasamningsbundinna launa og réttinda.
• Frumvarp um atvinnurekstrarbann verði samþykkt á Alþingi þegar í stað en því er ætlað að koma í veg fyrir kennitöluflakk.
• Stórefla þarf eftirlit með húsnæði sem atvinnurekendur útvega starfsfólki og tryggja að þar sé ekki farið á svig við lög og reglur.
Atvinnurekendur þekki réttindi og skyldur
• Verkalýðshreyfingin telur að gera beri kröfu um lágmarksþekkingu (t.d. námskeið) stofnanda/rekstraraðila fyrirtækja. Sá sem hefur með rekstur fyrirtækis og mannahald að gera ljúki námskeiði þar sem farið er yfir starfsmannahald réttindi og skyldur. Verkalýðshreyfingin gengst fyrir trúnaðarmannanámskeiðum og námskeiðum fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Ætla má að Samtök atvinnulífsins gætu gert hið sama.
Innviðir og störf
• Verkalýðshreyfingin fer fram á að tíminn sé nýttur til uppbyggingar innviða sem skapar störf og atvinnu í erfiðri efnahagskreppu og býr í haginn fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar.
• Gjaldtaka vegna innviða á undir engum kringumstæðum að leggjast á almenning.
Í hópnum áttu sæti: Guðbjörg Kristmundsdóttir, f. h. SGS, formaður Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, f.h. Flugfreyjufélag Íslands Viðar Þorsteinsson, f.h. Eflingar Hermann Guðmundsson, f.h. LÍV / VR Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, f.h. MATVÍS og Friðrik Rafnsson, f.h. Leiðsagnar Með hópnum störfuðu Halla Gunnarsdóttir og Ásgeir Sverrisson (áður starfaði Halldór Grönvold með hópnum). Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, sat einnig nokkra fundi hópsins.
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.