×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
08
Apríl

Ítrekun- Aðalfundur stéttarfélagsins Leiðsagnar þriðjudaginn 27. apríl n.k.

Við stefnum enn að aðalfund þann 27. þessa mánaðar. Hvort það gengur upp kemur í ljós í næstu viku þegar næsta reglugerð um samkomutakmarkanir verður kynnt. En engu að síður óskum við eftir framboðum til trúnaðarstarfa og tillögum um lagabreytingar. 

Framboðsfrestur rennur út 10 sólarhringum fyrir aðalfund, þ.e. 17. apríl.

Skilafrestur á lagabreytingatillögum rennur út 15 dögum fyrir aðalfund, þ.e. 12. apríl.

Formlegt aðalfundarboð verður sent út viku fyrir aðalfund í samræmi við lög félagsins.

Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins (sjá 21. gr.), sjá þó um frávik hér að neðan.

Tillögur að lagabreytingum verða að berast skrifstofu félagsins 15 dögum fyrir aðalfund (sjá gr. 29 í lögum félagsins).

Að störfum innan félagsins er laganefnd. Einnig  má senda ábendingar um það sem betur má fara í lögum félagsins til hennar. Í laganefnd eru: Pétur Gauti Valgeirsson, Indriði H. Þorsteinsson og Guðný Margrét Emilsdóttir

Framboðfresti lýkur 10 sólarhringum fyrir aðalfund og framboðum skal skila til skrifstofu.
Jafnframt má hafa samband við kjörnefnd með uppástungur fyrir framboð. Í kjörnefnd eru Valva Árnadóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir og Júlíus Freyr Theodórsson.

Kjósa þarf formann (til tveggja ára), 2 fulltrúa í stjórn til tveggja ára, 4 varamenn í stjórn (alla til eins árs), aðal og varamenn í trúnaðarráð (sex fulltrúa í hvort, alla til eins árs), fulltrúa í fastanefndir (4 nefndir, einn fulltrúa í hverja til tveggja ára) og tvo skoðunarmenn reikninga.
Einnig þarf að kjósa í stjórn sjúkrasjóðs, 3 aðalmenn og 2 til vara.
(sjá eftirfarandi greinar í  lögum félagsins: 12.gr. Stjórn, 17.gr. Trúnaðarráð, 18.gr. Fastanefndir, 23.gr. Sjóðir, 25.gr. Endurskoðun)

Á kjörskrá (með kjörgengi og atkvæðisrétt) eru þeir sem uppfylla kröfur um félagsaðild samkvæmt grein 6 í lögum félagsins. Þar stendur meðal annars:
“Lágmarksgjald til að öðlast félagsaðild og halda henni samsvarar félagsgjaldi af launum samkvæmt lægsta taxta félagsins fyrir 15 daga vinnu á síðustu 12 mánuðum fyrir 1. febrúar næst fyrir aðalfund ár hvert.”
Nú má ljóst vera að margir leiðsögumenn hafa ekki fegnið neina vinnu við leiðsögn síðan í mars í fyrra og hafa því ekki greitt eðlileg félagsgjöld til félagsins, af utanaðkomandi ástæðum. Hefur þetta verið rætt innan stjórnar og trúnaðarráðs og þar var komist að þeirri niðurstöðu að  leggja til að nota þá kjörskrá sem gilti á síðasta aðalfundi (18.júní 2020) auk þeirra sem hafa unnið sér inn félagsaðild skv 6. gr. Eini aðilinn sem getur tekið ákvörðun um þetta er aðalfundur og verður því fyrsta mál á dagskrá aðalfundar það að gera tímabundna breytingu (sem gildir aðeins á þessum aðalfundi) á lögum félagsins þannig að auk þeirra sem hafi félagsaðild skv 6.gr. verði þeir sem voru á kjörskrá síðasta aðalfundar einnig á kjörskrá þessa aðalfundar.

ATHUGIÐ: Einungis þeir sem eru á kjörskrá skv núgildandi lögum (6.gr.) geta tekið þátt í þessari ákvörðun um að nota líka kjörskrá frá 2020

Athugið: þetta er aðalfundur stéttarfélagsins Leiðsagnar en ekki fagdeildarinnar.
 
Lög félagsins má finna hér:
https://www.touristguide.is/index.php/um-felagidh/loeg-og-reglugerdhir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image