Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Félagslegum viðbótarstuðningi er ætlað að styrkja framfærslu aldraðra sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum.
Hverjir geta sótt um?
Einstaklingar sem eru 67 ára eða eldri, hafa fasta búsetu og skráð lögheimili hér á landi og sem dvelja varanlega á Íslandi. Erlendir ríkisborgarar geta átt rétt á viðbótarstuðningi að uppfylltum nánari skilyrðum.
Í hverju fellst stuðningurinn?
Félagslegur viðbótarstuðningur getur mest orðið 90% af fullum ellilífeyri almannatrygginga. Einstaklingar geta einnig átt rétt á 90% af mánaðarlegri fjárhæð heimilisuppbótar.
Allar tekjur greiðsluþega koma til frádráttar fjárhæð mánaðarlegs viðbótarstuðnings utan 25.000 kr. frítekjumarks á mánuði.
Umsækjandi verður að hafa sótt um og tekið út að fullu öll réttindi sem hann kann að eiga eða hafa áunnið sér. Þetta á m.a. við um launatengd réttindi, greiðslur almannatrygginga og félagsleg aðstoð ríkisins sem og atvinnutengdar iðgjaldatengdar lífeyrisgreiðslur hjá íslenskum og erlendum aðilum.
Hvernig er umsóknarferlið?
Sótt er um rafrænt í gegnum Mínar síður á heimasíðu Tryggingastofnunar, www.tr.is. (Til þess að skrá sig inn á Mínar síður þurfa umsækjendur að hafa annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil frá Þjóðskrá Íslands).
Mögulegt er að sækja um þrjá mánuði aftur í tímann. (Til 31. janúar 2021 er hægt að sækja um viðbótarstuðning frá gildistöku laganna, 1. júlí 2020).
Afgreiðsla umsókna tekur allt að fjórum vikum. Í kjölfar umsóknar á Mínum síðum er umsækjandi boðaður í viðtal hjá Tryggingastofnun.
Nánari upplýsingar og umsókn má finna á heimasíðu Tryggingastofnunar https://www.tr.is/65/
Og hér á ensku https://www.tr.is/en/65-years/
Nú þurfum við hjá Leiðsögn að taka þátt í stuttri skoðanakönnun um stöðu ykkar á vinnumarkaði. Það tekur stuttan tíma og allir sem svara komast í pott og geta unnið 30.000 króna gjafakort.
Könnunin er á vegum Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var stofnuð af ASÍ og BSRB nýverið. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi meðal atvinnuleitenda. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina hvaða úrræði atvinnulausir telja að komi þeim best og við hvaða erfiðleika þessi hópur glímir.
Könnunin er tvískipt. Fyrri hlutanum svara allir og tekur aðeins fimm mínútur að svara. Þar er spurt um húsnæði, fjárhagsstöðu, fátækt, líðan, heilsufar, heilbrigðisþjónustu, sumarfrístöku, nýtingu hlutabótaleiðarinnar, viðhorf til atvinnuhorfa og breytinga á atvinnuleysisbótakerfinu.
Seinna hluta könnunarinnar svara einungis þeir sem eru í atvinnuleit eða á uppsagnarfresti og gæti það tekið um 15 mínútur. Þar er spurt um búferlaflutninga í tengslum við starf, atvinnuleit, hverskonar starfi viðkomandi er tilbúinn að taka, hvort hafi verið leitað að starfi, ef ekki þá hvers vegna, viðhorfi til fræðslu og náms, viðhorf til þjónustu Vinnumálastofnunar og stéttarfélags.
Könnunina finnið þið hér: https://www.research.net/r/
Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sér um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og mun sjá um úrvinnslu á niðurstöðum.
Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt í könnuninni, enda afar mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.
Dear members.
We at Leiðsögn would like to ask you to participate in a short survey about your employment situation. It will not take much of your time, and everyone who participates gets a chance to win a 30,000 ISK gift card.
The survey is conducted by Varða, a labour market research institute recently founded by ASÍ and BSRB. The outcome of the survey will provide important information about the current situation in the labour market, especially among unemployed people. The outcome will help us identify which problems this group is facing, and which measures they consider most important.
The survey has two parts. The first part is intended for all participants, and it should only take five minutes to complete. It contains questions about your housing and financial situation, your health, health care services, summer holidays, whether you have received partial unemployment benefits, your views on your employment prospects and on changes to the unemployment benefits system.
The second half is only for those who are either unemployed or working their notice period, and it should take around 15 minutes to complete. It contains questions about jobs and job search, the types of jobs you would consider taking, whether you have looked for a job, and if not, why, your views on study and education opportunities, as well as your views on the service provided by Vinnumálastofnun and your trade union.
You can start the survey here: https://www.research.net/r/
Varða manages all aspects of this survey, from designing the questions, setting up and conducting the survey, and Varða will also process the results from the survey.
We encourage all our members to participate in the survey. Your input will help provide a broad outcome which will help us shape and support the labour movement’s cause.
Nánari upplýsingar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 588 8670 á opnunartíma skrifstofu Leiðsagnar.
Hér eru upplýsingar frá ASÍ á íslensku, ensku og pólsku sem minna launafólk á desemberuppbótina sem kemur til greiðslu í desember (í síðasta lagi 15. desember).
IS
Vissir þú að…
Samkvæmt kjarasamningum á allt launafólk rétt á desemberuppbót
Þau sem vinna hlutastarf eða hluta úr ári eiga að fá hlutfallslega greiðslu
Desemberuppbót fyrir árið 2020 miðað við fullt starf er 94.000 kr. á almenna markaðinum*
Desemberuppbót fyrir atvinnuleitendur er 86.853 kr.
*Hærri fyrir starfsfólk sveitarfélaganna
ENG
Did you know that…
Collective agreements provide that all wage-earners are entitled to a December Bonus
Those who work part-time or part of the year should receive a proportionate amount
The December Bonus in 2020 for full-time work is 94,000 ISK in the private sector*
The December Bonus for jobseekers is 86,853 ISK
*Higher for municipal employees
POL
Czy wiedziałeś o tym, że...
Umowy zbiorowe przewidują, że wszyscy pracownicy otrzymujący wynagrodzenie mają prawo do dodatku grudniowego
Osoby pracujące w niepełnym wymiarze godzin lub przez część roku powinny otrzymać prpporcjonalną kwotę
Dodatek grudniowy w 2020 r. dla osób zatrudnionych w pełnym wymiarze godzin wynosi 94, 000 ISK w sektorze prywatnym *
Dodatek grudniowy dla osób bezrobotnych wynosi 86,853 ISK
* Wyższy dla pracowników gmin
Ríkisstjórnin kynnti í dag nýjar ráðstafanir sem ætlaðar eru atvinnulausum, en langflestir leiðsögumenn eru það um þessar mundir. Hér eru nokkrir hlekkir sem gætu komið að gagni.
https://www.ruv.is/frett/2020/
https://www.mbl.is/frettir/inn
https://www.frettabladid.is/fr
https://www.stjornarradid.is/c
|
Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að því að skýra framtíðarsýn fyrir Skaftafell sem lykilþjónustustað á suðursvæði þjóðgarðsins. Haldnir verða fundir með íbúum á nærsvæðum og ýmsum hagsmunaaðilum, auk starfsfólks og svæðisráðs. Framtíðarsýnin verður síðan höfð að leiðarljósi við mótun tillagna um stjórnun og skipulag í Skaftafelli og nágrenni.
Ýmsum félögum og samtökum sem tengjast ferðamálum, náttúruvernd og útivist er boðið á fjarfund þann 18. nóvember kl. 16-18 til að ræða málefni Skaftafells.
Fundurinn verður á þessari slóð: https://eu01web.zoom.us/j/7071935663
Fyrir þá sem ekki geta tekið þátt í samráðsfundum er boðið upp á spurningakönnun, sjá nánar á vef þjóðgarðsins.
Vinsamlegast tilkynnið þáttöku til undirritaðar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Föstudaginn 13. nóvember setti ASÍ í loftið sérstaka upplýsingasíðu fyrir þá sem misst hafa vinnuna, glíma við erfiðleika og vilja bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Sérstök áhersla er lögð á að ná til útlendinga á íslenskum vinnumarkaði þar sem skortur hefur verið á greinargóðum upplýsingum fyrir þann hóp.
Það er eins og það komist seint og illa til skila að ráðningarsamband leiðsögumanna er mjög sérstakt. Formaðurinn skrifar grein um málið í Fréttablaðið í dag.
Upplýsingar til félagsmanna um stöðu mála varðandi nýsamþykkta lokunarstyrki (áframhald) og tekjufallsstyrki.
Formaður Leiðsagnar mætti fyrir nokkru á fund hjá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og skilaði Leiðsögn í framhaldi af því inn áliti á frumdrög þessara laga, og hafði það áhrif á loka afgreiðslu laganna.
Frumvarp þar um voru samþykkt á Alþingi fimmtudaginn 5. nóvember. Ekki eru komin númer á lögin.
Styrkir þessir eru ætlaðir þeim sem hefur verið gert að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaraðgerða og/eða þeim sem orðið hafa fyrir miklu tekjufalli vegna áhrifa faraldursins. Allir þeir sem stunda atvinnurekstur munu geta sótt um, hvort sem reksturinn er í gegnum félag eða á eigin kennitölu einstaklings, en ná þarf tilteknu tekjufalli á milli áranna 2019 og 2020 til að styrkur komi til álita, auk annarra skilyrða og takmarkana.
Þegar er hafin vinna við gerð umsóknar, leiðbeininga og annað það sem til þarf. Ljóst er að sú vinna mun taka einhverjar vikur en róið er að því öllum árum að unnt verði að sækja um styrki sem fyrst. Búast má við frekari leiðbeiningum á vefsíðu Skattsins í næstu viku og síðan verður auglýst sérstaklega þegar opnað verður fyrir umsóknir.
Frá og með mánudeginum 9.nóvember var unnt að leita nánari upplýsinga í beinum þjónustusíma Skattsins 4421414. Eins er hægt að óska eftir upplýsingum með tölvupósti sem sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Það mun líða einhver tími þangað til hægt verður að sækja um. Smíði á rafrænum umsóknum þar sem eru mörg skilyrði og mörg atriði sem þarf að taka til skoðunar tekur sinn tíma. Allt er gert til að þessi tími verði sem stystur. Eftir að opnað verður fyrir móttöku umsókna, og ef þær eru fullnægjandi, ætti á hinn bóginn ekki að líða langur tími þangað til afgreiðsla fer fram.
Kæra leiðsögufólk.
Það eru sérkennilegir tímar hjá okkur í Leiðsögn eins og þið vitið öll. Stjórn félagsins og fleiri leggja sig fram við að vinna að hag félagsmanna og halda uppi merki stéttarinnar þótt lítið sé umleikis í ferðaþjónustunni um þessar mundir. Þeim mun mikilvægara er að nýta tímann vel og vinna okkur í haginn þar til ferðamenn fara að streyma hingað til lands aftur. Enginn veit hvenær það verður en vonandi verður þess ekki langt að bíða. Hér á eftir eru nokkur atriði sem unnið hefur verið að undanfarið, ykkur til fróðleiks.
Kjaranefnd. Hún var kosin á fundi Trúnaðarráðs þann 8. september. Hana skipa Jakob S. Jónsson, Valva Árnadóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir, Stefán Arngrímsson og Pétur Gunnarsson. Kjaranefnd kaus sér Jakob S. Jónsson sem formann.
Fundur ráðherra ferðamála, Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur og fulltrúa Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, fimmtudaginn 17.9.2020.
Fyrir hönd Leiðsagnar mættu Pétur Gauti Valgeirsson, formaður, Friðrik Rafnsson, ritari og Jakob S. Jónsson sem situr í fagráði, kjaranefnd og trúnaðarráði.
Leiðsögumenn hafa lengi unnið að því að fá lögvernd á starfsheiti sitt og skapa betri umgjörð um starf sitt. Í þessu samhengi erum við að tala um leiðsögn í atvinnuskyni (gegn gjaldi). Hér á landi eru ýmis séríslensk vandamál og aðstæður, sem tengjast helst óblíðu og síbreytilegu veðurfari og viðkvæmri náttúru, en einnig sögu og menningu okkar. Leiðsögumenn eru sérfróðir í þessu og hafa fengið menntun og þjálfun í að miðla þessu til erlendra gesta okkar.
Núna eru mjög sérstakar aðstæður í samfélaginu, sérstaklega í ferðaþjónustunni. En í því felast einnig tækifæri. Við getum notað þetta óvænta hlé til endurskipuleggja okkur og hafa áhrif á þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Það er mikil hætta á atgervisflótta úr stéttinni og á að mikil þekking og reynsla tapist. Við teljum að besta leiðin til að taka á því sé að hækka menntunarstig. Þannig aukum við gæði, öryggi og tryggjum hag neytenda betur. Þannig verndum við líka náttúru Íslands og ímynd landsins. Leiðsögumenn tryggja ekki bara aðeins öryggi þeirra ferðamanna sem eru í hóp með þeim, heldur líka þeirra sem eru á sama svæði. Þetta á jafnt við umferðaröryggi sem og náttúruvá.
Leiðsögn hefur verið í samstarfi við SAF síðastliðið ár við að styrkja faglega leiðsögn á Íslandi og styrkja formlega starf leiðsögumanna, í samræmi við bókun í kjarasamningi frá júní 2019. Þar er einnig talað um að beita sér gegn félagslegum undirboðum, vernda samkeppnisaðstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og leiðsögumanna.
Í framhaldi af þessum fundi varð ráðuneytið að ósk Leiðsagnar um að setja á laggirnar samstarfsnefnd um þetta verkefni. Auk eins fulltrúa Leiðsagnar sitja í nefndinni fulltrúar Ferðamálastofu, Hæfnisseturs ferðaþjónustunnar, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka ferðaþjónustunnar og auðlinda- og umhverfisráðuneytis, einn frá hverjum aðila. Frumiðurstöðum skal skilað eigi síðar en 15. janúar 2021 og lokaskýrslu 15. mars. Samþykkt var á stjórnarfundi Leiðsagnar að tilnefna Jakob S. Jónsson fulltrúa Leiðsagnar í nefndina. Hann situr í trúnaðar- og fagráði og kjaranefndi og þekkir þennan málaflokk vel. Afrakstur þessarar vinnu verður kynntur þegar tilefni þykir til og verður haldinn sérstakur félagsfundur um efnið þegar lokaskýrsla liggur fyrir.
Framlenging tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Þrátt fyrir að allir viðurkenni mikilvægi leiðsögumanna í ferðaþjónustunni hafa þeir notið takmarkaðs skilnings hjá yfirvöldum undanfarna mánuði, þeir hafa lent illa í áhrifum af COVID19 og fallið milli skips og bryggju í ýmsum annars ágætum björgunaraðgerðum sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir.
Margir leiðsögumenn sóttu um bætur og fóru á atvinnuleysisbætur í lok mars eða snemma í apríl og því rann þriggja mánaða tekjutenging þeirra á atvinnuleysisbótum út í júní eða júlí sem þýðir að þeir voru ekki lengur á tekjutengingu núna í byrjun september.
Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Leiðsögn undrar fólk sig á þessari stöðu. Getur það staðist að það fólk, Leiðsögumenn, sem lenti í verstu hremmingunum í vor og passaði ekki inn í hlutabótaleiðina falli enn einu sinni í gegnum möskvana á björgunarnetinu, einungis vegna þess að það er miðað við 1. september?
Þetta er augljós galli á kerfinu. Þetta veldur því að fólk sem féll milli skips og bryggju í fyrri aðgerðum er enn og aftur að upplifa að þeim er ekki rétt hjálparhönd sem öðrum er rétt, eingöngu vegna þess að þau voru þau fyrstu sem lentu í því að missa lífsviðurværið. Þetta er að mati Leiðsagnar afar ósanngjarnt.
Stjórn Leiðsagnar krefst þess að yfirvöld leiðrétti þetta misrétti. Í því skyni skrifaði formaður bréf til forsætis- og félagsmálaráðherra, grein um efnið var birt í vefritinu Kjarnanum og bíður birtingar í Fréttablaðinu og viðtal var tekið við formann á RÚV. Erindið hefur mætt skilningi á Alþingi og erum við fullviss um að þetta verði lagað.
Nú er í meðferð á Alþingi frumvarp um tekjufallsstyrk. Það hefur tekið miklum breytingum í meðferð Alþingis og nefnda. Upphaflega átti það bara við um einyrkja og örfyrirtæki með færri en 3 starfsmenn en á nú að ná til miklu stærri hóps. Formaður var boðaður á fund á fund Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem fjallaði um þetta frumvarp og kom athugasemdum Leiðsagnar á framfæri, sem voru helst það að óskýrt væri hvað átt væri við með 3 starfsmenn, tekjufall uppá 50% væri of hátt viðmið og að ekki væri samræmi í upphæð styrks við önnur úrræði sem nú þegar væru komin fram (uppsagnarstyrkur og lokunarstyrkur).
Formaður félagsins hefur verið í miklum samskiptum við ASÍ útaf stöðunni og fengið mikla hjálp þaðan. Leiðsögn á fulltrúa í tveimur nýjum nefndum hjá ASÍ, annars vegar um framtíð ferðaþjónustunnar og hins vegar um ótrygg ráðningarsambönd.
Stefnumótun um framtíð ferðaþjónustunnar. Starfshópur var stofnaður í september s.l. að frumkvæði ASÍ um að móta stefnu varðandi ferðaþjónustunnar. Auk Leiðsagnar eiga VSFK, Efling, VR, FFÍ og Matvís fulltrúa í hópnum. Hann hefur hist fimm sinnum fram til þessa og skilar af sér áliti á næstu vikum sem þá verður kynnt meðlimum viðkomandi félaga. Friðrik Rafnsson, ritari í stjórn Leiðsagnar, er fulltrúi félagsins en einnig hefur formaður setið nokkra þeirra.
Skrifstofa á nýjum stað. Við leigjum skrifstofuhúsnæði af VM, en þeir eru að flytja og við þurfum líka að flytja. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni og ekki búið að taka endanlega ákvörðun.
Vegna COVID19 er skrifstofan ekki opin en svarað er í síma og tölvupósti.
Fræðsluefndin hefur verið virk og skipulagt framhald af örnámskeiðunum sem voru í vor. Fyrra örnámskeiðinu er nú lokið en það fjallaði um hið merka CarbFix verkefni í tveimur fyrirlestrum og hið seinna verður miðvikudaginn 25. nóvember n.k. og fjallar um „Tökustaðinn Ísland“. Fræðslunefnd er einnig að undirbúa fleiri atburði, ef aðstæður leyfa. Hana skipa Guðný Margrét Emilsdóttir, Júlíus Freyr Theódórsson og Lovísa Birgisdóttir.
Læt þetta nægja að sinni. Framundan er líklega erfiður vetur fyrir okkur öll. Tökumst á við hann af æðruleysi og einurð og höfum hugfast að öll „það styttir alltaf upp og birtir“ eins og þar segir.
Kær kveðja,
Pétur Gauti
Pétur Gauti Valgeirsson, formaður stéttarfélags leiðsögumanna, fer fram á að yfirvöld leiðrétti misrétti í garð stéttarinnar.
Aðsend grein frá ASÍ
Eftir Henný Hinz, Kaukoranta Ilkka, Ola Pettersson, Roger Bjørnstad og Allan Lyngsø Madsen, aðalhagfræðinga hjá ASÍ Ísland, FFC Finnland, LO Svíþjóð, LO Noregi og FH Danmörku
Norðurlöndin eru velmegandi ríki. Ríki Norðurlanda eru einnig á meðal þeirra landa í heiminum þar sem tekjumunur er einna minnstur. Þannig var það bæði árið 2000 og árið 2010. Og þrátt fyrir Covid-19 farsóttina þá er það einnig svo árið 2020. Í stuttu máli sagt þá hefur það verið raunin árum saman.
Engu að síður heyrum oft frjálslyndar raddir sem halda því fram að tiltölulega mikil skattbyrði á Norðurlöndunum sé eins og þungur baggi sem haldi hagkerfinu niðri og telja að grípa þurfi til breytinga á skattkerfinu til þess að koma landinu út úr kreppunni. Ef aðeins persónuafsláttur og fjármagnsskattar væru lækkaðir - ef aðeins væru færri opinberir starfsmenn - ef aðeins hið opinbera væri umfangsminna - ef aðeins félagslegar bætur og greiðslur yrðu lækkaðar - já, hvað myndi þá eiginlega gerast?
Samkvæmt klassískum hagfræðikenningum þá yrðu ríki Norðurlanda mun auðugri ef við fylgdum hinum frjálslyndu tillögum og hugmyndum. Þess vegna eru Norðurlöndin raunveruleg þversögn ef maður skoðar þau með þessum frjálslyndu gleraugum. Hvernig geta Norðurlönd sýknt og heilagt verið heimshluti þar sem fólk hefur háar tekjur, atvinnuþátttaka er mikil, opinberi geirinn er stór, tekjuöryggi er gott og fyrirtæki standa sig almennt vel á alþjóðlegum mörkuðum. Þetta ætti ekki að vera hægt.
Þetta er engu að síður staðreynd og það má fyrst og fremst rekja til þriggja þátta. Í fyrsta lagi þá byggja klassískar hagfræðikenningar á þeirri forsendu að markaðnum sé best borgið án afskipta hins opinbera. Með öðrum orðum, afskipti stjórnvalda eru upphaf og endir alls ills.
Í öðru lagi þá er eina framlag hins opinbera að endurdreifa fjármunum, því er litið á það sem óvirkan þátttakanda sem eingöngu stuðlar að því að skekkja efnahagslífið með skattheimtu.
Í þriðja lagi er gert ráð fyrir að fólk vilji ekki vinna, heldur vilji fremur lifa á félagslegum bótum.
Við sjáum hins vegar að daglegt líf er talsvert flóknara en hinar einföldu forsendur gera ráð fyrir. Tilveran er ekki bara svört eða hvít. Hin klassíska röksemdafærsla hagfræðinnar stenst því ekki í veruleikanum. Ímyndið ykkur bara hversu mikilvægt aðgengi að menntun, dagvistun, heilsugæslu, öldrunarþjónustu o.s.frv. er til aukins hagvaxtar og þátttöku í afkastamiklu atvinnulífi.
Covid-19 farsóttin hefur, með sama hætti, sýnt fram á að skattgreiðslur og tekjutrygging í gegnum hið félagslega kerfi eiga mikinn þátt í að standa vörð um áframhaldandi starfsemi fyrirtækja á almennum markaði á fordæmalausum tímum sem líkjast í engu okkar hefðbundnu tilveru. Hið opinbera hefur gert það mögulegt að mæta þessum utanaðkomandi þáttum með sameiginlegum lausnum sem hafa gagnast samfélaginu í heild og þar með átt ríkan þátt í að viðhalda eftirspurn í hagkerfinu.
Þá staðreynd að við höfum á síðustu áratugum verið á meðal auðugustu og jöfnustu samfélaga veraldar, má að miklu leyti þakka uppbyggingu norrænu velferðarsamfélaganna. Sterkum og vel skipulögðum vinnumarkaði. Opinberu kerfi, sem byggir á velferð til handa öllum. Og þjóðhagsstefnu sem miðar að því að tryggja fulla atvinnu. Með öðrum orðum, samfélagsskipulag sem byggir á samstöðu. Við skulum styrkja þann grunn svo hann megi verða okkar leið út úr kreppunni.
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.