×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
09
Nóv

Tökustaðurinn Ísland

Fræðslunefnd hefur að þessu sinni hefur í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og Íslandsstofu sett á laggirnar örfund um "Tökustaðinn Ísland". Leiðsögumenn á ferð um landið fræða gesti sína m.a. um mikilvægi kvikmyndaiðnarins og í tengslum við það er fróðlegt að þekkja til tökustaða ýmissa kvikmynda og þáttaraða sem bæði innlend og erlend kvikmyndafyriræki hafa nýtt sér. Og í ljósi þess mæta sérfræðingar sem þekkja vel til efnisins.
Einar Hansen Tómasson hjá Íslandsstofu fræðir okkur um verkefnið "Film in Iceland, mikilvægi þess fyrir ferðaþjónustuna, nýjustu markaðsherferð og fl. Þór Kjartansson hjá Truenorth ræðir verkefnin sem framleiðslufyrirtækið hefur tekið að sér og tökustaði þess í stórum verkefnum.
Einar Hansen Tómasson er forsvarsmaður Film in Iceland og fagstjóri orku og grænna lausna hjá Íslandsstofu.  Þór Kjartansson er framleiðandi og einn eiganda Truenorth.  
 
Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn, 25. nóvember, kl. 16:00 - 17:00 og er félögum okkar frjálst að spyrja spurninga í lok fyrirlestursins. Notast verður við fjarkennsluforritið ZOOM.
 
Slóðin um:Tökustaðinn Ísland – sjá hér: https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=308H20

Upptakan af fyrirlestrinum verður send á netfang þátttakenda og aðgengileg í eina viku eftir að fyrirlestrinum lýkur.

Stéttarfélagið Leiðsögn greiðir niður námskeiðið en eftir stendur skráningargjaldið sem er einungis 1.000 kr.! Námskeiðið er aðeins fyrir félagsmenn Leiðsagnar.

Fyrir hönd Fræðslunefndar Leiðsagnar,

Guðný Margrét Emilsdóttir
Júlíus Freyr Theódórsson
Lovísa Birgisdóttir
Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image