Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Kæru leiðsögumenn.
Eins og þið vitið fagnar Leiðsögn fimmtugsafmælinu á þessu ári, en félagið var stofnað 6. júní 1972. Haldin verður vegleg hátíðarsamkoma í Veröld, húsi Vigdísar laugardaginn 12. nóvember næstkomandi frá klukkan 14-17, flutt verða ávörp og stutt erindi, stofnfélagar heiðraðir og boðið upp á tónlistaratriði.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- menningar- og viðskiptaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir fomaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Felixsson formaður Landverndar ávarpa samkomuna auk þess sem Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og leiðsögumaður og Auður Jónsdóttir rithöfundur flytja stutt erindi. Arndís Halla Ásgeirsdóttir, leiðsögumaður og óperusöngkona, og Söngfélagið taka nokkur lög.
Örn Árnason, leikari og leiðsögumaður mun stýra samkomunni sem lýkur með léttum veitingum þar sem leiðsögumenn og gestir þeirra geta fagnað þessum áfanga í sögu félagsins.
Félagsfólk er hvatt til að taka daginn frá, fjölmenna og taka með sér gesti. Samkomunni verður streymt og er félagfólk sem ekki kemst á staðinn hvatt til að nýta sér það og jafnvel koma saman og fygjast með.
Öll hjartanlega velkomin á afmælishátíðina!
Kær kveðja,
Friðrik Rafnsson
Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar og Harpa Björnsdóttir, ritari hittu Lilju Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Félagið á 50 ára afmæli um þessar mundir og mun halda glæsilega afmælishátíð af því tilefni í nóvember.
Sjá frétt hér.
Túristi hefur frá árinu 2009 flutt fréttir af ferðaþjónustu og ferðalögum en stór hluti af því efni sem birtist á síðunni er aðeins fyrir áskrifendur. Félagsmönnum í Leiðsögn býðst nú áskrift með helmingsafslætti (1.325 kr. á mánuði í stað 2.650 kr.).
Þeir sem vilja nýta sér þetta tilboð smella hér og búa til aðgang. Til að virkja afsláttinn þarf að smella á textann "Ertu með afsláttarkóða" en þá birtist lína þar sem þið skrifið "Guide". Þá fer verðið sjálfkrafa niður í 1.325 krónur á skráningarsíðunni.
Áskrifendur fá svo sent fréttabréf sem eru aðeins fyrir þann hóp.
P.s. Þeir félagsmenn sem eru nú þegar með áskrift á fullu verði geta sent línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með beiðni um að afslátturinn verði settur inn.
Kristján Sigurjónsson
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
+46 709140414
Námskeið á vegum ASÍ fyrir félagsmenn í Leiðsögn
haldið laugardaginn 22. október kl. 9 – 15 í húsnæði félagsins að Stórhöfða 29.
(athugið að gengið er inn í fundarsalinn á jarðhæð aftan við húsið, og þar eru líka bílastæði)
Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum í Leiðsögn þeim að kostnaðarlausu, en einkum eru þeir sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið hvattir til að mæta. Vinsamlegast tilkynnið skrifstofu félagsins um þátttöku á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Námskeiðið er í tveimur hlutum:
FYRIR HÁDEGI
Starfsemi stéttarfélaga
Farið er yfir uppbyggingu vinnumarkaðarins auk skipulags og hlutverka hagsmunasamtaka launafólks og launagreiðenda. Farið er yfir uppbyggingu stéttarfélaga, skipulag og hlutverk þeirra, hlutverk hagsmunasamtaka launafólks og atvinnurekenda, gildi kjarasamninga og hagræn áhrif þeirra.
Vinnuréttur
Megináhersla er lögð á uppbyggingu og helstu þætti íslenskrar vinnulöggjafar eins og kjarasamninga og lög sem fjalla um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Þá verður farið í ákvæði kjarasamninga og laga sem styrkja kjarasamning með áherslu á ráðningarsamninga, laun og launagreiðslur, orlofsrétt, veikindarétt, fæðingarorlof, hópuppsagnir, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður fjallað um ákveðnar grundvallarreglur, svo sem samningsrétt stéttarfélaga, verkfallsrétt, verkbannsrétt, réttarvernd trúnaðarmanna o.fl.
Farið verður yfir muninn á verktakavinnu og vinnu launamanns í ráðningarsambandi.
Markmið:
EFTIR HÁDEGI
Hlutverk samninganefnda
Fjallað verður um vinnudeilur og formlegt ferli við gerð kjarasamninga, tegundir samninga á vinnumarkaði, viðræðuáætlanir, tilhögun atkvæðagreiðslu þeirra og boðun verkfalla. Fjallað um gildi kjarasamninga, áhrif friðarskyldunnar og samningsrof, um heimildir og umboð samninganefnda. Einnig heimildir og umboð samninganefnda og hlutverk, heimildir og stöðu og ríkissáttasemjara.
Markmið
Félagsmönnum Leiðsagnar býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á haustmisseri hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi. Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar. Til að virkja afsláttinn þarf að skrá kóðann SAMSTARFEHI22 í reitinn "Athugasemdir".
Athugið að við skráningu sjáið þið óbreytt námskeiðsverð. Afslátturinn kemur fram á greiðsluseðli.
Hlekkur á EHÍ : Námskeið á sértilboði samstarfsfélög (mailchi.mp)
Kæru leiðsögumenn.
Eins og flest ykkar vita eru kjarasamningar okkar lausir í nóvember. Þetta verkefni sem nú er framundan er mikilvægasta verkefni stéttarfélagsins. Þess vegna viljum við heyra í öllum leiðsögumönnum og halda opinn félagsfund miðvikudaginn 14.09.2022, kl. 17-20 á Stórhöfða 29 um samningana.
Stjórn Leiðsagnar vill nýta fundinn til að fá fram skoðanir sem flestra leiðsögumanna á því hvað beri að leggja áherslu á í fyrirliggjandi samningum og ábendingar um hvað leiðsögumönnum finnst helst ábótavant í núverandi samningum og hvað þurfi fyrst og fremst að bæta.
Við tökum það skýrt fram að við erum ÖLL sammála um að laun leiðsögumanna eru alltof lág, þar af leiðandi verður launaliðurinn ekki til umræðu á þessum fundi.
Kv.
Snorri Steinn, formaður kjaranefndar.
In English
Dear members of Leiðsögn Union.
Negotiations for a new collective agreement between Leiðsögn union and SA and SAF are now underways. This is by far the most important task of the union. Therefore, Leiðsögn would like to get the opinion of all its members. Leiðsögn would like to know what major issues should be emphasized in the forthcoming negotiations and what important issues are missing in the collective agreement now in force.
Leiðsögn union is therefore calling for a open meeting, Wednesday, September. 14th, 17:00-20:00 at Stórhöfði 29, 110 Reykjavík.
We ALL agree that the wages are too low and need to be raised. Thus, wage issues will not be on the agenda at this meeting.
Regards.
Snorri Steinn, chairman of Leiðsögn‘s Renumeration Committee.
Næsti fundur Endurmenntunarsjóðs Leiðsagnar verður haldinn í lok ágúst.
Umsóknir í sjóðinn þurfa að berast skrifstofu Leiðsagnar fyrir 26. ágúst.
Sótt er um styrki á heimasíðu Leiðsagnar og kvittanir fyrir útlögðum kostnaði settar í viðhengi með umsókninni.
Hér er krækja á umsóknareyðublaðið: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi
Styrkveiting byggir á iðgjöldum af launum greiddum í Endurmenntunarsjóð Leiðsagnar og er framlag atvinnurekenda skv. kjarasamningum (gr. 10.3).
Reglugerð Endurmenntunarsjóðs: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/endurmenntunarsjodhur
Dear members of Leiðsögn.
Next meeting of the Educational fund of Leiðsögn will be held at the end of the month. All applications have to be submitted before August 26th.
Applications are submitted here: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi
Invoices have to be attached to the application
Allocations are based on legal fees paid of wages to Leiðsögn by employers in accordance with the Collective Agreement (art. 10.3).
Regulation: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/endurmenntunarsjodhur
Með kveðju!
Endurmenntunarsjóður Leiðsagnar
Tilkynning frá Sjúkrasjóði Leiðsagnar – félags leiðsögumanna
Í samræmi við reglugerð Sjúkrasjóðs Leiðsagnar – félags leiðsögumanna ákvað stjórn sjóðsins á fundi þann 15. júní 2022 að hækka upphæð styrkja sem veittir eru félagsmönnum í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs. Upphæð styrkja hefur ekki verið endurskoðuð síðan árið 2018.
Hækkanir eru eftirfarandi:
STYRKUR |
VAR | EFTIR HÆKKUN |
Líkamsrækt |
35.000 | 40.000 |
Sjúkrastyrkir |
50.000 | 57.000 |
Krabbameinsleit |
20.000 | 23.000 |
Hjartavernd |
20.000 | 23.000 |
Dvöl á heilsustofnun |
50.000 | 57.000 |
Gleraugu og aðgerðir |
45.000 | 52.000 |
Heyrnartæki | 45.000 |
52.000 |
Tannviðgerðir |
60.000 | 70.000 |
Kæru félagsmenn.
Munið eftir að hlaða niður stafrænu félagsskírteinunum ykkar!
Við höfum endursent tölvupóst til þeirra félagsmanna sem hafa ekki náð í stafrænu félagsskírteinin sín. Ef þið hafið ekki fengið tölvupóst í innhólfið skoðið þá einnig ruslpóstinn. Ef þið hafið ekki fengið tölvupóst þá gætum við verið með rangt netfang eða mögulega ekki verið með netfang ykkar. Hafið þá endilega samband við skrifstofuna á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Kæra leiðsögufólk,
Eitt af því sem félagsfólk hefur mjög kallað eftir um nokkurt skeið er listi yfir leiðsögufólk, svokallað félagatal. Undanfarin misseri hefur því verið unnið að því að þróa það og auðvelda þannig ferðaþjónustufyrirtækjum að finna hæft leiðsögufólk út frá ýmsum forsendum, tungumálum, tegund leiðsagnar, o.s.frv.
Leiðsögufólk sér sjálft um að skrá upplýsingar um sig og ber ábyrgð á að upplýsingarnar séu réttar og uppfærðar þegar þurfa þykir.
Skráningin er einföld:
Upplýsingarnar birtast síðan í félagatalinu á heimasíðu Leiðsagnar: https://www.touristguide.is/index.php/felagatal
Félagsfólk Leiðsagnar er hvatt til að skrá upplýsingar um sig inn í félagatalið sem allra fyrst. Skráning í félagatalið veitir aukin atvinnutækifæri fyrir leiðsögumenn. Fyrirspurnir og ábendingar er best að senda í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Félag leiðsögumanna fagnar fimmtíu ára afmæli í dag. Það var stofnað 6. júní 1972 á Hótel Loftleiðum þegar hátt í þrjátíu manns, karlar og konur sem höfðu unnið við að lóðsa erlenda ferðamenn um landið komu saman og stofnuðu með sér félag. Tilgangur félagsins var að efla samstöðu meðal leiðsögumanna og vinna að bættum kjörum, menntun og fagmennsku. Bjarni Bjarnason kennari var kosinn fyrsti formaður félagsins og hann lagði ásamt öðrum stofnfélögum grunninn að því félagi sem nú er starfandi, Leiðsögn, félag leiðsögumanna.
Fagmennskan í fyrirrúmi
Leiðsögn, félag leiðsögumanna er í senn fag- og stéttarfélag. Meðlimir þess eru langflestir faglærðir leiðsögumenn og bera sérstakan skjöld því til sönnunar. Það er nokkurs konar gæðastimpill, tákn um að þarna sé á ferðinni fagmaður sem farþegar, ferðaþjónustufyrirtæki og aðrir samstarfsaðilar geta treyst. En hann er líka ákveðið aðhald fyrir okkur faglærða leiðsögumenn sem verðum þá stöðugt að sýna að við séum traustsins verð.
Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hleypa einnig ófaglærðum leiðsögumönnum inn í félagið að uppfylltum tilteknum skilyrðum og þeir jafnframt hvattir að afla sér fullrar menntunar á sviði leiðsagnar. Nú er unnið að því að efla enn menntun leiðsögumanna í samstarfi við skólakerfið og yfirvöld, meðal annars með svokölluðu raunfærnimati. Tryggja þannig að gæðin og fagmennskan verði höfð að leiðarljósi en í því felst að okkar mati ákveðin neytenda- og náttúruvernd. Þar með ættu öll alvöru ferðaþjónustufyrirtæki sem rekin eru af metnaði og fagmennsku að geta ráðið til starfa góða og faglega leiðsögumenn og þjónað farþegum sínum með þeim sóma sem þeim ber.
Fjöltyngdir sérfræðingar
Eins og allir vita hefur ferðaþjónustan gerbreyst á þessum fimm áratugum, vaxið úr því að vera jaðargrein yfir hásumarið upp í það að vera einn af helstu burðarásum íslensks atvinnulífs allt árið.
Nú eru félagar í Leiðsögn hátt í átta hundruð. Flestir leiðsögumenn eru fjöltyngdir, faglærðir sérfræðingar, hafa háskólanám að baki auk bóklegs og verklegs sérnáms í leiðsögn og bera eins og áður segir sérstakan skjöld með ártali því til sönnunar. Leiðsögumenn vinna við ýmsar tegundir leiðsagnar eða blanda þeim saman eftir þörfum og eftirspurn: almenna leiðsögn, ökuleiðsögn, gönguleiðsögn, jöklaleiðsögn o.s.frv., alls á annan tug sérsviða.
Framtíðin er björt
Leiðsögumannsstarfið er því gríðarlega fjölbreytt og skemmtilegt, ekki síst fyrir ungt fólk sem hefur gaman af því að ferðast um landið okkar fagra og umgangast fólk hvaðanæva að úr heiminum. Framtíðin er björt í ferðaþjónustunni, eftirspurn eftir góðu og vel menntuðu starfsfólki er mikil, leiðsögumenn eru framlínufólkið í þeim geira og því hvet ég sem flest til að kynna sér í hverju nám og starf leiðsögumannsins er fólgið. Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Leiðsagnar: https://www.touristguide.is/.
Nú eru ferðamennirnir aftur farnir að streyma hingað til lands og mjög mikið er að gera hjá leiðsögumönnum við að þjóna þeim út um allt land næstu mánuðina, fræða þá um land og þjóð og sjá til þess að þeir njóti sumarfrísins til hins ýtrasta við öruggar aðstæður.
Því fögnum við leiðsögumenn afmælisdeginum mánudaginn 6. júní með því að sinna starfinu sem jafnvel enn betur en endranær, en svo verður efnt til veglegrar ráðstefnu og hátíðarsamkomu til að fagna fimmtugsafmælinu í haust.
Ég vil fyrir hönd Leiðsagar færa því metnaðarfulla og framsýna fólki sem stóð að stofnun félagsins á sínum tíma bestu þakkir fyrir það merka framtak. Ennfremur þakka þeim fjölda félagsmanna sem hafa lagt á sig ómælt starf í þágu félagsins í gegnum tíðina. Hjartanlega til hamingju með daginn, kæru leiðsögumenn!
Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar-félags leiðsögumanna (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
Leiðsögn hefur nú látið útbúa rafræn félagsskírteini í samvinnu við fyrirtækið Smart Solutions. Skírteinin og leiðbeiningar fyrir uppsetningu hafa verið send út til félagsmanna í tölvupósti og hafa þegar um 170 manns virkjað skírteinin. Skírteinið er hægt að nota í tveimur veskisöppum (e. wallet), Smart Wallet appi sem er fyrir Android snjallsíma og Apple Wallet fyrir Iphone snjallsíma. Félagsskírteinin gilda út árið 2022.
Ef tölvupóstur með leiðbeiningum um uppsetningu hefur ekki borist vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Kynningarfundur fim. 5. maí kl. 16:00.
Sjá nánar á heimsíðu Endurmenntunar HÍ : Leiðsögunám (endurmenntun.is)
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að endurskoða og uppfæra siðareglur Leiðsagnar. Þær sem í gildi voru voru frá árinu 1999, eða rúmlega tuttugu ára, og því var löngu tímabært að endurskoða þær, ekki síst í ljósi mikillar umræðu um kynferðislegt áreiti í samfélaginu. Það er æ algengara að félög, fyrirtæki og stofnanir setji sér siðareglur. Þær eru vitaskuld ekki hugsaðar sem einhver refsivöndur heldur sem viðmið sem okkur er öllum er hollt að hafa hugföst. Stjórnin vann þetta í sameiningu en Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar og Harpa Björnsdóttir, ritari héldu utan um vinnuna, auk þess sem leitað var liðsinnis Páls Ragnars Þorsteinssonar heimspekings hjá Siðfræðistofnun HÍ, en hann er sérfræðingur í þessu efni, hefur oft komið að slíkri vinnu og kom með margar gagnlegar ábendingar.
Tillögur að nýjum siðareglum leiðsögumanna voru kynntar á félagsfundi Leiðsagnar þann 5. apríl og birtar á vef félagsins. Þær voru lagðar fyrir aðalfund Leiðsagnar þann 26. apríl s.l. og samþykktar þar. Félagsmönnum er bent á að kynna sér þær vel. Hér er krækja á siðareglurnar: Nýjar siðareglur leiðsögumanna.
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.