22
Des

Jólakveðja frá Leiðsögn og krækja á 50 ára afmælisrit félagsins

Kæru leiðsögumenn.

 

Nú er viðburðaríkt og blómlegt afmælisár félagsins senn að baki, en hápunktur þess var glæsileg afmælishátíð sem haldin var í Veröld- húsi Vigdísar þann 8. nóvember síðastliðinn.

Til að reka endahnútinn á afmælishaldið hefur Leiðsögn nú gefið út veglegt afmælisrit sem verður hægt að hlaða niður eða fá á prentuðu formi á skrifstofunni og víðar.

Hér er krækja á afmælisritið: Afmælisrit Leiðsagnar.

Bestu þakkir til allra sem lögðu til efni í ritið.

Leiðsögn þakkar ykkur öllum samfylgdina á árinu sem er að líða sendir ykkur hugheilar hátíðarkveðjur og óskir um að þið njótið samvista við fjölskyldu og vini.

 

Fyrir hönd stjórnar Leiðsagnar-félags leiðsögumanna,

Friðrik Rafnsson

formaður

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image