Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Kjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF samþykktur.
Atkvæðagreiðsla um skammtímasamning milli Leiðsagnar og SA/SAF hófst á miðvikudaginn í síðustu viku og stóð til miðnættis í gær, sunnudag.
Rétt til atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn skv. lögum félagsins höfðu 307 leiðsögumenn og greiddu 62 þeirra atkvæði, eða 20,20%.
Niðurstaðan er á þann veg að já sögðu 42, eða 67,74 %, nei sögðu 19, eða 30,65%, og einn tók ekki afstöðu eða 1,61%. Niðurstaðan er því skýr. Kjarasamningurinn hefur verið samþykkur.
Viðsemjendum félagsins verður tilkynnt niðurstaðan í dag. Næstu skref eru þau að fulltrúar Leiðsagnar og SA/SAF hittast síðar í vikunni til að fara yfir og útfæra viðræðuáætlun þá sem er hluti þessa samnings, en markmið þeirrar vinnu er að fara yfir kjarasamninginn í heild og ganga frá nýjum samningi, vonandi til lengri tíma, fyrir lok janúar 2024.
Ég vil fyrir hönd félagsins þakka viðræðunefndinni mjög góða og skilvirka vinnu og vona að við fáum að leita til þeirra í þeirri vinnu sem framundan er, en einnig munum við leita til fleiri félagsmanna um að leggja hönd á þann plóg því verkefnið er ærið, leiðrétta laun, endurbæta ráðningasamband og margt fleira í starfsumhverfi leiðsögumanna.
Kær kveðja, Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar-félags leiðsögumanna
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.