Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Ágætu fagmenntuðu leiðsögumenn!
IGC (Inter Nordic Guide Club) eru samtök norrænna leiðsögumanna sem Leiðsögn hefur verið aðili að um áratuga skeið. Á þessum vettvangi skiptast norrænir leiðsögumenn á skoðunum, fræðslu og reynslu.
Aðalfundur samtakanna verður haldinn í Kungälv í Suður Svíþjóð að þessu sinni þann 29.apríl 2023.
Skráning þarf að fara fram í síðasta lagi 4.apríl nk. Við fengum aukafrest til skráningar og notum okkur það endilega. Allar frekari upplýsingar og skráning:
Sigrún R Ragnarsdóttir s: 852 2252
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Jórunn Rothenborg s: 696 1196
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Dagskrá fylgir hér og kynnisferðir sem boðið er uppá um bæði land og menningu Suður-Svíþjóðar:
Aðalfundur og ráðstefna IGC í Kungälv 29. og 30.apríl 2023
Aðalfundur og ráðstefna verða haldin á Hótel Fars Hatt í Kungälv í suðvestur Svíþjóð.
Skráning til 4.apríl 2023
Dagskrá
Laugardagur 29.apríl 2023
08.00-08.45 Skráning á fundinn, Hotell Fars Hatt.
09.00-10.00 Setning á Bohus fästning sem var vígð á 14.öld og hefur í gegnum aldirnar staðið af sér allar tilraunir til að hertaka staðinn. Sjáumst þar.
10.30-13.00 Aðalfundur á Hotell Fars Hatt og umræður.
13.00 Hádegisverðarhlaðborð.
14.00-17.00 Kungälv/Vestursvíþjóð séð frá norsku, dönsku og sænsku sjónarhorni. Við byrjum á miðöldum.
Kaffipása – hátíðarbakkelsi í tilefni 400 ára afmælis Gautaborgar
19.00 Kvöldverður á Hotell Fars Hatt
Sunnudagur 30.apríl 2023
8.30 Rútuferð til Marstrand með ljósmyndastoppum, til baka gegnum Kungälv til Surte og Gautaborgar með stuttri leiðsöguferð í miðbæ Gautaborgar
13.00 Hádegisverður á skipinu Viking sem smíðað var í Kaupmannahöfn
14.30 Valborgarmessuhátíðarhöld í Gautaborg eða heimsókn á safn eða búðarölt!
18.00 Kvöldverður í Gautaborg fyrir þá sem vilja borða saman – (ekki innifalið)
Chalmarscortegen
Gisting á Hotell Fars Hatt því ný ævintýri bíða á mánudagsmorgun
Innifalið í Setning, Aðalfundur, tveir hádegisverðir, kaffi, einn kvöldverður. skráningargjaldi: Rútuferð, aðgangseyrir, fyrirlestrar, leiðsögn og skemmtilegur hópur Norrænna leiðsögumanna
Verð SEK 1585
Bankaupplýsingar
Bankgiro 271-9417
IBAN: SE8450000000056121009977
BIC: ESSESESS
Banki: SEB 10640 Stockholm
Upplýsingar:
Þeir sem koma með flugi til Landwetter: það er ódýra að kaupa miða í flugrútu á netinu eða á flugstöðinni en að kaupa þá í rútunni.
Í Gautaborg er farið út á Nils Ericson Terminalen (endastöð). Þaðan er hægt að taka rútu nr X4 sem ekur til Kungälv. Lestin frá Kastrup kemur líka á Nils Ericson Terminlen.
Rúta X4 fer til Kungälv, þar gildir það sama, ódýrara að kaupa miða á netinu eða á lestarstöðinni.
Þegar til Kungälv er komið er farið út á stoppistöð Fars Hatt.
Vinsamlegast látið vita ef þið hafið sérþarfir varðandi mat eða annað.
FERÐIR Í BOÐI
28.apríl Heilsdagsferð
Haldið er frá Kungälv og hringferðin hefst með því að aka með vesturströndinni. Ekið í áttina að Noregi og Stenungsund og að Tjörn þar sem er myndastopp í stórkostlegu útsýni. Haldið áfram yfir ána Orust og að Tanum, þar sem eru klettaristur sem teljast til menningararfs Svía. Ekið með ströndinni við Bullaren, Strömstad, Kosteröarna farið hjá Grebbested og Fjällbacka þar sem glæpasögudrottningin Camilla Läckberg ólst upp. Önnur fræg kona, leikkonan Ingrid Bergman eyddi gjarna sumrunum í þessu þorpi. Áfram til Kungshamn og að Nordens Ark þar sem snæddur verður góður kvöldverður áður en haldið verður aftur til Kungälv.
Innifalið: Rúta, hádegisverður, kaffi, kvöldverður, leiðsögn. Aðgangseyrir í boði hvers staðar.
VERÐ SEK 695 á mann
1.og 2.maí tveggja daga ferð
1.maí
Ekið frá Kungälv upp með Göta-ánni til miðaldabæjarins Lödöse og litið við á safninu þar. Síðan haldið áfram til Lilla Edet og Trollhättan þar sem skoðaðir verða skipastigar og haldið til Husaby kirkju þar sem fyrsti kristni svíakonungurinn Olaf Skötkonung lét skírast. Hér erum við líka á slóðum Arn fyrir þá sem þekkja bækur Jan Guillou um munkinn sem varð riddari og alla þá miðaldasögu sem þar er. Áfram er haldið yfir Kinnekulle á móts við Billingen og áfram í Forshemskirkju sem er eina norræna kirkjan sem helguð er hinni heilögu gröf í Jerúsalem. Svo er það Varnhem þar sem Marie ferðamálastjóri hittir hópinn og segir frá umhverfinu. Ferðin þennan daginn endar í Lundsbrunn á Hotell Lundsbrunn.
Kl. 19.00 er 2ja rétta kvöldverður á hótelinu.
2.maí
Haldið áfram áleiðis til Skara, komið við á Vastergötlandsafni og síðan er næsta stopp við Hornborgasjön þar sem trönurnar koma við á hverju ári allt að 20 þúsund fuglar. Ef heppnin er með gætum við séð einhverja. Enn fylgjum við Arn og Ceciliu og sjáum nú klausturrústirnar þar sem Cecilia eyddi 20 árum meðan hún beið eftir að Arn kæmi til baka.
Í Fallköping verður stoppað og þar tekur ostameistarinn hópinn með í ostakjallarann og upplýsir hvernig osturinn er gerður. Siðan verður haldið áleiðis til baka og vonandi gefst tími til að fara á rómaða útsýnisstaði.
Innifalið: Gisting, rúta, tveir hádegisverðir, 4x kaffi og meðlæti, aðgangseyrir, 2ja rétta kvöldverður, gisting í einsmannsherbergjum, morgunverður og leiðsögn (þú borgar mat, hótel og rútu).
Ath! við þurfum að lágmarki 30 þátttakendur f. þetta verð
Tími: mánudagur 1.maí og þriðjudagur 2.maí VERÐ SEK 1765 / á mann
Nánari upplýsingar
Tungumál eru öryggistæki – þankabrot í tilefni af Alþjóðadegi leiðsögumanna
Í dag fagna leiðsögumenn um heim allan deginum sínum. Alþjóðasamband leiðsögumanna hefur nefnilega fagnað degi leiðsögumanna 21. febrúar ár hvert frá árinu 1990. Tilgangurinn með þessum degi er að vekja athygli á mikilvægi leiðsögumanna um heim allan en það felst einkum í fimm meginatriðum: fræðslu, skemmtun, öryggi, náttúruvernd og neytendavernd.
Um það bil fjórir af hverjum tíu ferðamönnum sem koma hingað til lands fara í skipulagðar ferðir, allt frá dagsferðum og upp í tvær vikur. Leiðsögumenn gegna því lykilhlutverki í upplifun ferðamanna af landi og þjóð. Í starfi sínu hafa þeir ekki einungis áhrif á upplifun og öryggi ferðamannanna heldur einnig á jafnvægið á milli verndunar íslenskrar náttúru og hagnýtingar, þeir geta með framlagi sínu lagt sitt af mörkum í átt að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar og aukið skilning umheimsins á sérstöðu Íslands, menningu og náttúru.
Menningarlæsi mikilvægt
Leiðsögumenn bera því mikla ábyrgð. Til að geta axlað hana þurfa þeir að vera vel menntaðir og þjálfaðir til að fást við krefjandi verkefni, stundum við erfiðar aðstæður. Veður og aðstæður í íslenskri náttúru geta eins og við vitum breyst á svipstundu og jafnvel orðið stórhættulegar. Þá ríður á að leiðsögumaðurinn sé vel þjálfaður og fagmenntaður og bregðist rétt við í samráði við bílstjóra. Reynsluleysi eða viðvaningsháttur við þær aðstæður geta orðið afdrifaríkar fyrir farþegana og ferðaþjónustufyrirtækið sem í hlut á.
Allir sem vinna í ferðaþjónustunni vita að ferðamenn sem sækja okkur heim koma víðsvegar að úr veröldinni, bakgrunnur þeirra er afar mismundandi og menningarmunur getur verið verulegur. Ég man nokkur dæmi þess að hafa verið með í einni og sömu dagsferðinni fólk af allt að tíu mismunandi þjóðernum. Það er reyndar fremur óvenjulegt, en algengt er að þjóðernin séu tvö eða þrjú. En í öllum tilfellum er mikilvægt að leiðsögumaðurinn sé vel menningarlæs og skilji að til dæmis Japani, Bandaríkjamaður, Frakki og Dani bregðast ekki eins við sömu aðstæðum. Við það bætist svo auðvitað að hver einstaklingur er einstakur. Þetta er meðal þess sem gerir starf leiðsögumannsins í senn snúið og skemmtilegt.
Góð tungumálakunnátta er öryggisatriði
Enskan er okkar annað mál og ágæt til síns brúks svo langt sem hún nær í samskiptum við marga sem hingað koma, hvort sem hún er móðurmál þeirra eða ekki. Það er hins vegar alls ekki nóg því farþegar sem ekki eru frá hinum enskumælandi heimi hafa tilhneigingu til að ofmeta eigin enskukunnáttu, tala og skilja mismikla ensku, stundum jafnvel litla sem enga. Þá geta nauðsynlegar upplýsingar og fróðleikur farið fyrir ofan garð og neðan, hætta er á misskilningi varðandi tímasetningar og þess háttar. Því skiptir afar miklu máli að í boði séu leiðsögumenn (sjá Félagatal Leiðsagnar: touristguide.is) sem tala einnig önnur tungumál en ensku. Mér er kunnugt um að öll alvöru ferðaþjónustufyrirtæki leitast við að ráða til sín leiðsögumann sem talar móðurmál ferðamannanna, ekki einungis svo að ferðamennirnir njóti ferðarinnar betur í hvívetna heldur einnig til þess að tryggja öryggi þeirra og velferð sem allra best. Auk þess er það oft krafa erlendu ferðaskrifstofanna. Ef eitthvað kemur uppá í ferðinni (veikindi, slys, o.s.frv.) verða öll samskipti að vera skýr og fumlaus og því má sannarlega segja að góð tungumálakunnátta leiðsögumannsins sé ekki einungis spurning um þjónustustig og gæði heldur geti einnig verið lífsnauðsynleg.
Leiðsögn, drifkrafturinn í stéttinni
Leiðsögn, félag leiðsögumanna, er í senn fag- og stéttarfélag. Það var stofnað árið 1972 til að efla samtakamátt og fagmennsku innan stéttarinnar og fagnaði félagið fimmtugsafmæli á síðasta ári með glæsilegri samkomu og veglegu afmælisriti. Eins og allir vita hefur ferðaþjónustan gerbreyst á þessum fimm áratugum, vaxið úr því að vera jaðargrein yfir hásumarið upp í það að vera einn af burðarásum íslensks atvinnulífs allt árið. Hér áður fyrr var starf leiðsögumannsins gjarnan sumarvinna, en undanfarinn áratug eða lengur hefur ferðaþjónustan verið meginlifibrauð hundruða leiðsögumanna mestallt eða allt árið. Nú eru félagar í Leiðsögn hátt í þúsund og starfsemi félagsins öflug. Flestir leiðsögumenn eru faglærðir í leiðsögn og bera sérstakan skjöld á sér því til sönnunar, margir hafa auk þess háskólanám að baki og eru konur í meirihluta.
Nýverið gekk félagið frá skammtíma kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og á næstu mánuðum verður unnið að því að leiðrétta launakjör leiðsögumanna, bæta starfskjör þeirra og færa þau til nútímahorfs.
Við leiðsögumenn, framlínufólkið í ferðaþjónustunni, hlökkum til að þróa ferðaþjónustuna í takt við nýja tíma og vinna ásamt yfirvöldum, Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri lykilaðilum í ferðaþjónustunni að framþróun og fagmennsku í þessari lykilatvinnugrein á næstu misserum og árum.
Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar-félags Leiðsögumanna
Kjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF samþykktur.
Atkvæðagreiðsla um skammtímasamning milli Leiðsagnar og SA/SAF hófst á miðvikudaginn í síðustu viku og stóð til miðnættis í gær, sunnudag.
Rétt til atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn skv. lögum félagsins höfðu 307 leiðsögumenn og greiddu 62 þeirra atkvæði, eða 20,20%.
Niðurstaðan er á þann veg að já sögðu 42, eða 67,74 %, nei sögðu 19, eða 30,65%, og einn tók ekki afstöðu eða 1,61%. Niðurstaðan er því skýr. Kjarasamningurinn hefur verið samþykkur.
Viðsemjendum félagsins verður tilkynnt niðurstaðan í dag. Næstu skref eru þau að fulltrúar Leiðsagnar og SA/SAF hittast síðar í vikunni til að fara yfir og útfæra viðræðuáætlun þá sem er hluti þessa samnings, en markmið þeirrar vinnu er að fara yfir kjarasamninginn í heild og ganga frá nýjum samningi, vonandi til lengri tíma, fyrir lok janúar 2024.
Ég vil fyrir hönd félagsins þakka viðræðunefndinni mjög góða og skilvirka vinnu og vona að við fáum að leita til þeirra í þeirri vinnu sem framundan er, en einnig munum við leita til fleiri félagsmanna um að leggja hönd á þann plóg því verkefnið er ærið, leiðrétta laun, endurbæta ráðningasamband og margt fleira í starfsumhverfi leiðsögumanna.
Kær kveðja, Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar-félags leiðsögumanna
English below
Leiðsögn – Félag leiðsögumanna hefur undirritað skammtímasamning við Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Félagsmenn Leiðsagnar fá að kjósa um kjarasamninginn samkvæmt lögum félagsins og mun atkvæðagreiðslu ljúka 12. febrúar næstkomandi.
Kynning á kjarasamningnum mun fara fram á morgun 08.02.2023 kl. 19:00 á ensku og kl. 20:00 á íslensku. Fundurinn verður haldinn að Stórhöfða 29, gengið inn Grafarvogsmegin. Einnig verður boðið upp á fjarfund.
Nánar verður farið út í kjarasamninginn á fundinum á morgun.
Krækja á launataxta (almenn og ökuleiðsögn):
https://www.touristguide.is/images/LAUNATAFLA_Almenn_Leidsogn_fra_1-nov_2022.pdf
https://www.touristguide.is/images/LAUNATAFLA_Okuleidsogn_fra_1-nov_2022.pdf
Krækja á kjarasamning:
https://www.touristguide.is/images/Kjarasamningur_Leidsogn_SA_SAF_LOKASKJAL.pdf
in English
Leiðsögn Union has signed a short term Collective Agreement with SA and SAF. The Collective Agreement is valid from November 1st 2022 to January 31st 2024. Union members will be offered to vote on Collective agreement. The voting will be online and open until February 12th
We will go into more details on the contract on the meeting.
Link to the new wage table (guide and driver-guide):
https://www.touristguide.is/images/LAUNATAFLA_Almenn_Leidsogn_fra_1-nov_2022.pdf
https://www.touristguide.is/images/LAUNATAFLA_Okuleidsogn_fra_1-nov_2022.pdf
Skrifstofa Leiðsagnar er lokuð frá 26. janúar til og með 3. febrúar. Svarað er í síma 891 8670 á opnunartíma 13-15. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 6. febrúar. Ef erindið er mikilvægt, er hægt að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða vegna kjaramála á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að hafa samband við formann Leiðsagnar í síma 772 5559.
The office is closed from January 26th to February 3rd. However, you can call tel. 891 8670 during opening hours 13-15. The office opens again Monday, February 6th. If the matter is urgent, please send an email to the chaiman at This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. or to the Renumeration Committee at This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Friðrik Rafnsson, chairman of Leiðsögn, tel.. 772 5559.
Leiðsögn – Stéttarfélag leiðsögumanna
Stórhöfða 29
110 Reykjavík
Sími: 588-8670
www.touristguide.is
Þriðjudaginn 17. janúar birtist eftirfarandi grein í Fréttablaðinu eftir Friðrik Rafnsson, formann Leiðsagnar:
Rútubílstjórar er ein þeirra mikilvægu stétta sem vinna starf sitt í hljóði og yfirleitt af miklu öryggi og samviskusemi. Þeir ábyrgði á lífi og limum farþega, oft við aðstæður sem eru erfiðar og krefjandi eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið. Ég þekki það sem leiðsögumaður að gott samstarf við bílstjórann er eitt mikilvægasta atriðið í hópferðum. Ef snurða hleypur á þann þráð og samskiptin eru stirð dögum saman milli bílstjóra og leiðsögumanns getur það bitnað á saklausum farþegunum sem hingað eru komnir til að njóta landsins okkar. Þetta er sem betur fer afar sjaldgæft. Þvert á móti er reynsla mín og langflestra leiðsögumanna sú að samstarf leiðsögumanns og bílstjóra er gott og gefandi. Þeir mynda tveggja manna þjónustuteymi, enda er markmið okkar það sama, þjóna farþegunum eins vel og við getum þannig að þeir snúi aftur til síns heima hæstánægðir og helst skælbrosandi.
Skýr verkaskipting
Rútubílstjórar eru eins og við öll afar mismundandi, allt frá þöglu týpunni sem ekki gefur mikið af sér yfir í hressu týpuna sem alltaf er í stuði og allt þar á milli. Allir (eða réttara sagt, öll, því konum fjölgar ört í hópi rútubílstóra og ökuleiðsögumanna) eiga þeir það sameiginlegt að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem felst í að aka rútum sem taka allt upp í sjötíu farþega.
Flestir leiðsögumenn eru fjöltyngdir, faglærðir sérfræðingar. Margir hafa háskólanám að baki auk bóklegs og verklegs sérnáms í leiðsögn og bera þeir sérstakan skjöld með ártali því til sönnunar. Leiðsögumenn vinna við ýmsar tegundir leiðsagnar eða blanda þeim saman eftir þörfum og eftirspurn: almenna leiðsögn, ökuleiðsögn, gönguleiðsögn, jöklaleiðsögn o.s.frv., alls á annan tug sérsviða.
Starf okkar leiðsögumanna felst meðal annars í því að fræða erlendu farþegana okkar um land, þjóð, menningu og sögu og þar af leiðandi er hljóðneminn okkar helsta vinnutæki. Til þess er ætlast af okkur að við höfum svör við nánast öllu á reiðum höndum og við reynum eftir bestu getu að standa undir þeim væntingum. Nú á tímum upplýsingatækni koma farþegarnir vel undirbúnir hingað og vita talsvert um það sem lesa má á vefnum og í handbókum. Þess vegna finnst þeim einkar gaman að vera með íslenska leiðsögumenn og bílstjóra, heimamenn sem geta svarað spurningum um það hvernig er að vera Íslendingur og búa í þessu undarlega landi.
Fróðleiksbrunnar
Ég hef oft notið þeirrar gæfu að vera með staðkunnuga bílstjóra, menn sem eru héðan og þaðan af landinu og geta lætt að manni ýmsum misgagnlegum en skemmtilegum fróðleik sem vekur forvitni farþeganna.
Þess vegna hef ég stundum haldið því fram að góður leiðsögumaður eigi ekki einungis að kunna að segja vel og greinilega frá heldur verði hann ekki síður að kunna að hlusta. Hlusta á farþegana, bílstjórann og aðra sem geta orðið til þess að ferðin verður enn ánægjulegri en ella.
Sá leiðsögumaður sem telur sig vita allt á að finna sér eitthvað annað að gera.
Gríðarleg ábyrgð bílstjóra
Starf rútubílstjórans er mikilvægt, hann ber ábyrgð á farþegunum og farartækinu og á ekki að þurfa að hugsa um neitt annað meðan á ferðinni stendur. Þess vegna er afar vafasöm sú þróun sem því miður er farið að gæta í sívaxandi mæli. Hún er sú að senda bílstjóra í oft margra daga ferð við erfiðar aðstæður án faglærðs og vel þjálfaðs leiðsögumanns. Nýlegt dæmi. Bílstjóri var sendur í hringferð um landið án leiðsögumanns, en erlendur fylgdarmaður sem aldrei hafði áður hafði komið til landsins átti að gegna því hlutverki. Það þýddi að bílstjórinn þurfti í senn að aka og miðla hópstjóranum af þekkingu sinni jafnóðum og var í því raun orðin eins konar ökuleiðsögumaður án þess að fá greitt fyrir það sérstaklega. Ég grennslaðist fyrir um þetta mál hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu og fékk þau svör að þau vildu að sjálfsögðu helst hafa íslenskan, faglærðan leiðsögumann í öllum ferðum, en að erlendi viðskiptavinurinn teldi það óþarfa kostnað, nánast munað. Og þar sem kúnninn ræður verður þetta stundum niðurstaðan. Okkur leiðsögumönnum finnst þetta afar miður, enda bitnar það sannarlega á gæðum þjónustunnar og öryggi ferðamannanna eins og dæmin sanna.
Er möl dýrmætari en ferðafólk?
Það er gömul saga og ný að þær stéttir sem eru að sinna fólki og vinna með það þurfa stöðugt að berjast fyrir bættari kjörum. Dæmin eru mýmörg, en hér nægir að nefna hjúkrunarfræðinga og kennara.
Dæmi: Rútubílstjóri sem hafði ekið ferðamönnum um landið þvert og endilangt um tíu ára skeið missti vinnuna þegar kóvíd skall á og ferðaþjónustan hrundi skyndilega. Hann fékk strax vinnu við að keyra vörubíl, við malarflutninga í vegagerð eða eitthvað slíkt. Hann var auðvitað feginn að fá aðra vinnu strax og var lítið að spá í launin fyrr en hann fékk útborgað. Tímakaupið var þrjátíu prósentum (30%) hærra fyrir að aka möl en farþegum. Hann var auðvitað hæstánægður með það, en þegar ferðaþjónustan hrökk aftur í gang í fyrra fór hann aftur að aka rútu, enda mun skemmtilegra að aka fólki en möl. Skilaboðin eru semsagt þessi: möl er dýrmætari farmur en fólk. Hvers lags verðmætamat er þetta eignlega?
Eitt helsta vandamálið í fyrra var skortur á leiðsögumönnum vegna þess að margir þeirra hurfu til annarra starfa vegna ótryggs ráðningarsambands og lélegra launa. Var það og er vegna þess að við erum „bara“ að þjóna fólki sem hingað er komið til að njóta landsins okkar? Þetta þarf að laga og við sem vinnum í ferðaþjónustunni verðum að vinna að því saman, öllum til heilla, farþegum sem og ferðaþjónustunni í heild.
Fridrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar.
Kæru leiðsögumenn.
Nú er viðburðaríkt og blómlegt afmælisár félagsins senn að baki, en hápunktur þess var glæsileg afmælishátíð sem haldin var í Veröld- húsi Vigdísar þann 8. nóvember síðastliðinn.
Til að reka endahnútinn á afmælishaldið hefur Leiðsögn nú gefið út veglegt afmælisrit sem verður hægt að hlaða niður eða fá á prentuðu formi á skrifstofunni og víðar.
Hér er krækja á afmælisritið: Afmælisrit Leiðsagnar.
Bestu þakkir til allra sem lögðu til efni í ritið.
Leiðsögn þakkar ykkur öllum samfylgdina á árinu sem er að líða sendir ykkur hugheilar hátíðarkveðjur og óskir um að þið njótið samvista við fjölskyldu og vini.
Fyrir hönd stjórnar Leiðsagnar-félags leiðsögumanna,
Friðrik Rafnsson
formaður
Sjúkrasjóður Leiðsagnar - umsóknarfrestur vegna 2022 er 15. desember.
Síðasti úthlutunarfundur Sjúkrasjóðs Leiðsagnar 2022 verður haldinn mánudaginn 19. desember. Allar umsóknir vegna réttinda ársins 2022 verða að berast fyrir 15. desember 2022.
Sótt er um sjúkrasjóðsstyrki á heimasíðu Leiðsagnar: touristguide.is => Sjóðir og styrkir => umsókn í sjúkrasjóð
Krækja á umsóknareyðublað: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-sjukrasjodhi
Reglugerð Sjúkrasjóðs: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/reglugerdh-sjukrasjodhs
English
Leiðsögn Sickness fund - Deadline for applications 2022 is December 15th
Last meeting for allocations from Leiðsögn Sickness fund will be held December 19th. Deadline for 2022 applications is December 15th.
A link to the application form can be found at Leiðsögn website: touristguide.is => Sjóðir og styrkir => umsókn í sjúkrasjóð
Link: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/reglugerdh-sjukrasjodhs
Regulation of the Sickness Fund:
Jólabókakvöld Fræðslunefndar Leiðsagnar
Nú er komið að því að Fræðslunefnd Leiðsagnar bjóði til hins árlega jólabókakvölds félagsins þar sem tækifæri býðst til að slaka á frá hinu daglega amstri og eiga notalega stund saman. Bókakvöldið verður miðvikudaginn 7. desember kl. 19:30 í The Cinema, Geirsgötu 7b, efri hæð. (Blágrænu verbúðirnar við Gömlu höfnina) Félagið býður upp á léttar veitingar í anda aðventunnar.
Að þessu sinni verða kynntar þrjár bækur sem með einum eða öðrum hætti ættu að höfða til leiðsögumanna.
Bækurnar sem kynntar verða eru:
Keltar - höfundur Þorvaldur Friðriksson. Höfundur mun halda erindi um bók sína. Sérstaklega áhugavert efni fyrir leiðsögumenn.
Farsótt - nýútkomin bók eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Merkileg saga sem leiðsögumenn langar kannski að vita meira um.
Fuglar og þjóðtrú - höfundur Sigurður Ægisson. Alltaf klassískt efni. Leiðsögumenn hafa alltaf gaman af öllu er viðkemur fuglum og þjóðtrú.
Jólabókakvöld Fræðslunefndar Leiðsagnar er fyrir alla félagsmenn Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og gleðjast saman.
Kærar kveðjur!
Fræðslunefnd Leiðsagnar,
Einar Þórðarson
Guðný Margrét Emilsdóttir
Hallfríður Þórarinsdóttir
Kæru félagsmenn Leiðsagnar.
Næsti fundur Endurmenntunarsjóðs Leiðsagnar verður haldinn í desember.
Umsóknir í sjóðinn þurfa að berast skrifstofu Leiðsagnar fyrir 15. desember.
Sótt er um styrki á heimasíðu Leiðsagnar og kvittanir fyrir útlögðum kostnaði settar í viðhengi með umsókninni.
Hér er krækja á umsóknareyðublaðið: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi
Kvittanir fyrir útlögðum kostnaði þurfa að fylgja umsókn í viðhengi.
Styrkveiting byggir á iðgjöldum af launum greiddum í Endurmenntunarsjóð Leiðsagnar og er framlag atvinnurekenda skv. kjarasamningum (gr. 10.3).
In English
Dear members of Leiðsögn.
Next meeting of the Educational fund of Leiðsögn will be held in December. All applications have to be submitted before December 15th.
Applications are submitted here: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi
Invoices have to be attached to the application.
Allocations are based on legal fees paid of wages to Leiðsögn by employers in accordance with the Collective Agreement (art. 10.3).
Með kveðju!
Endurmenntunarsjóður Leiðsagnar
Kæru félagar í Leiðsögn!
Auka-aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 8. desember n.k. kl. 17:00 í fundarsal að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).
Dagskrá:
Kosningar verða í rafrænar (svo að bæði þau sem eru á staðnum og þau sem eru á Zoom geti tekið þátt) og því er nauðsynlegt að taka með sér snjalltæki á fundinn (snjallsíma eða spjaldtölvu).
Ath! Fundinum verður streymt og verður hlekkur á streymið sendur sendur út fyrir fundinn.
Kær kveðja,
Friðrik Rafnsson
formaður Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.
Stórhöfða 29,
110 Reykjavík
Heimasíða: https://www.touristguide.is/
Sjúkrasjóður Leiðsagnar vekur athygli félagsmanna Leiðsagnar á því að umsóknir um líkamsræktarstyrki eru nú afgreiddar jafnóðum og þær berast. Réttindi í sjúkrasjóð Leiðsagnar byggjast á iðgjöldum greiddum í Sjúkrasjóð og er framlag atvinnurekanda skv. kjarasamningi Leiðsagnar (gr. 10.2).
Hér er sótt um: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-sjukrasjodhi
Kvittanir fyrir útlögðum kostnaði verða að fylgja umsókn.
Hér er krækja á reglugerð Sjúkrasjóðs Leiðsagnar: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/reglugerdh-sjukrasjodhs
In English
Applications for grants for physical training (isl. líkamsrækt) from Leiðsögn‘s Sickness fund are now revised and processed within a week form application.
Allocations are based on legal fees paid of wages to Leiðsögn by employers in accordance with the Collective Agreement (art. 10.2).
Application form: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-sjukrasjodhi
Receipts have to be attached to the application.
Link to the regulation: https://www.touristguide.is/images/ENSKA_The-Regulation-of-The-Sickness-Fund-of-The-Iceland-Tourist_uppfaerd.pdf
50 ára afmælishátíð Leiðsagnar gekk einstaklega vel og Leiðsögn þakkar öllum fyrir komuna.
Hér er krækja á streymið fyrir þá sem komust ekki: https://youtu.be/U64cZzwJaMU
Afmælishátíð Leiðsagnar-félags leiðsögumanna
haldin í VERÖLD, húsi Vigdísar,
laugardaginn 12. nóvember kl. 14-16
Kæru leiðsögumenn.
Eins og þið vitið fagnar Leiðsögn fimmtugsafmælinu á þessu ári, en félagið var stofnað 6. júní 1972. Haldin verður vegleg hátíðarsamkoma í Veröld, húsi Vigdísar laugardaginn 12. nóvember næstkomandi frá klukkan 14-16.
Dagskrá
❖ Söngatriði: Söngfélagið.
❖ Formaður ávarpar samkomuna.
❖ Örn Árnason leikari og leiðsögumaður tekur við hátíðarstjórn.
❖ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpar samkomuna.
❖ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, ávarpar samkomuna.
❖ Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, ávarpar samkomuna.
❖ Söngatriði: Örvar Már Kristinsson, söngvari og leiðsögumaður.
❖ Stofnfélagar heiðraðir.
❖ Ari Trausti Guðmundsson: Leiðsögn í fortíð, nútíð og framtíð.
❖ Söngatriði: Hlín Pétursdóttir, söngkona og leiðsögumaður.
❖ Tryggvi Felixson formaður Landverndar: Leiðsögumenn og landvernd.
❖ Auður Jónsdóttir rithöfundur: Að þekkja land eða ekki.
❖ Gestum hátíðarinnar boðið upp á veitingar.
Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Samkomunni verður streymt og er það félagsfólk sem ekki kemst á staðinn hvatt til að nýta sér það og jafnvel koma saman og fygjast með.
Öll hjartanlega velkomin á afmælishátíðina!
Kær kveðja,
Friðrik Rafnsson
formaður Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.