14
Maí

Umsagnir um starfslýsingu leiðsögumanna – framlengdur frestur til 30. maí

Umsagnir um starfslýsingu leiðsögumanna – framlengdur frestur til 30. maí

Starfshópurinn þakkar innsendar ábendingar um það sem betur má fara. Á fundi starfshópsins í dag var samþykkt að lengja umsagnarfrest til 30. maí nk. kl 18.00. Efnislegar tillögur óskast sendar í netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Starfshópur á vegum Menntamálastofnunar hefur í umboði ráðherra yfirfarið og gert tillögu að starfslýsingu leiðsögumanna við almenna leiðsögn.  Hefur hópurinn nú einróma samþykkt drög til útsendingar og umsagnar meðal hagaðila og fylgja þau drög að hér að neðan.
 
Að lokinni samþykkt verður starfslýsingin forsenduskjal við yfirferð námsskráa og þar með undirbúning raunfærnimats leiðsögumanna.
 
Þeir félagsmenn sem óska eftir að leggja fram viðbótar- eða breytingatillögur við neðangreind drög starfshópsins eru vinsamlega beðnir að senda þær fyrir kl 20:00 þann 30. maí nk. á tölvupósti HÉR þannig að hægt verði að leggja þær fram tímanlega fyrir fund starfshópsins. 

Starfshóp Menntamálastofnunar skipa, auk fulltrúa Leiðsagnar/Félags ökuleiðsögumanna, fulltrúar frá SAF, Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, Leiðsöguskóla Íslands (MK), Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Háskólans á Akureyri. 
 
 
Neðangreind drög voru samþykkt einróma af fulltrúum starfshópsins og eru hér með send út til umsagnar í bakland þeirra sem eiga fulltrúa í starfshópnum.
 
SENDA SKAL TILLÖGU/-R AÐ BREYTINGUM FYRIR 30. MAÍ NK. KL. 20 Á FULLTRÚA LEIÐSAGNAR Í STARFSHÓPNUM HÉR
 
---------------------- UPPHAF STARFSLÝSINGAR ----------------------
 
 
DRÖG - STARFSLÝSING LEIÐSÖGUMANNA (ALMENN LEIÐSÖGN)
(Sbr. starfslýsingar og hæfnikröfur annarra starf hér)
 
  • Leiðsögumaður útfærir ferðir og ferðatilhögun í samræmi við dagskrá eða áætlanir ferðaskipuleggjenda og hefur þarfir og markmið hópsins í fyrirrúmi.
  • Hann veitir ferðamönnum leiðsögn á íslensku eða erlendum tungumálum og miðlar upplýsingum um land og þjóð. 
  • Leiðsögumaður leggur sig fram við að leiðbeina fólki um að ganga vel um landið og er fyrirmynd þegar kemur að umhverfisvernd.
  • Leiðsögumaður reynir af fremsta megni að tryggja öryggi farþega sinna og getur veitt fyrstu hjálp. Hann getur leitt hóp og hefur getu til að bregðast við óvæntum breytingum á aðstæðum og eða í vinnuumhverfi. 
  • Leiðsögumaður vinnur í samræmi við gæðastefnu og siðareglur ferðaskipuleggjanda hverju sinni. Hann gætir þess að náttúru- og menningarminjar verði ekki fyrir skemmdum af völdum ferðamanna.

Hæfnikröfur leiðsögumanna taka mið af Evrópustaðlinum ÍST EN 15565:2008.
 
Hæfnikröfur
Leiðsögumaður:

Öryggi
  • Þekkir áhættu og orsakir slysa í ferðalögum og nýtir öryggisvarnir og leiðir til að fyrirbyggja óhöpp.
  • Upplýsir ferðamenn um viðeigandi öryggisatriði og hættur.

Náttúra
  • Leggur sig fram við að vernda náttúru- og menningarminjar.
  • Þekkir lög og reglugerðir um náttúruvernd.
  • Leggur sig fram um að ferðast án ummerkja með ferðamenn.
  • Stuðlar að og hefur skilning á mikilvægi sjálfbærni í ferðaþjónustu.

Hæfni og færni
  • Útfærir og fer fyrir hópi ferðamanna um Ísland, veitir ferðamönnum leiðsögn og túlkar fyrir
    gestum menningarlegar og náttúrulegar minjar og umhverfi.
  • Er fær um að segja frá náttúru og landafræði Íslands, þar með talið myndun og mótun landsins, lífríki og vistfræði lands og sjávar.
  • Getur sagt frá sögu, menningu og atvinnulífi landsins og íslensku þjóðlífi í fortíð og nútíð.
  • Hefur haldgóða þekkingu á íslenskum ferðamannastöðum, afþreyingu og þjónustu.
  • Tryggir að réttar og viðeigandi upplýsingar séu veittar ferðamönnum.
  • Er fær um að miðla upplýsingum og koma mikilvægum upplýsingum til ferðamanna á skiljanlegan og innihaldsríkan hátt.
  • Getur átt samskipti og tjáð sig á íslensku og/eða ensku skv. B2.
  • Getur leiðsagt á tungumáli á stigi C1 skv. samevrópska tungumálarammanum.
  • Viðheldur færni, hæfni og þekkingu til að sinna starfinu.
 
Samskipti og þjónusta
  • Þekkir lög og reglugerðir er varða störf leiðsögumanna.
  • Þekkir réttindi neytenda.
  • Þekkir mörk sín og hæfni og tekur meðvitaðar ákvarðanir um að stofna hvorki sér né öðrum í hættu.
  • Leitar upplýsinga þegar nauðsyn ber til.
  • Leitar til fagaðila þegar þörf er á eða kemur að sérhæfðum ferðum.
  • Tekur tillit til mismunandi menningarlegs bakgrunns ferðamanna hverju sinni.
  • Sýnir þjónustulund og heiðarleika í samskiptum.
  • Sýnir fagmennsku og starfar í samræmi við siðareglur greinarinnar sem og vinnustaðarins.
  • Tekur frumkvæði þegar nauðsyn ber til, tekur sjálfstæðar ákvarðanir og bregst með faglegum hætti við óvæntum aðstæðum og uppákomum.

Til athugunar:
hópstjórn
talar jákvætt um land og þjóð
gætir hagsmuna atvinnurekenda og farþega og á í góðum samskiptum við samstarfsaðila
 
-------ENDIR STARFSLÝSINGAR------
 
Athugasemdir og breytingatillögur sendist til fulltrúa Leiðsagnar í starfshópnum HÉR eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image