Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Stjórn Leiðsagnar samþykkti þ. 25. maí sl. tillögu formanns um að útdeiling skjaldarins og plastskírteinis með auðkenninu ,,Certified guide" yrði sett á bið. Tillagan er tilkomin vegna þess að enginn þeirra skóla sem bjóða leiðsögunám hafa fengið námskrár sínar staðfestar af menntayfirvöldum, en líkt og aðrar námskrár framhaldsskóla féll námskrá leiðsögunáms frá árinu 2004 úr gildi árið 2011. Því er það mat stjórn Leiðsagnar að félaginu sé ekki stætt á því að útdeila skírteini með yfirskriftinni ,,certified guide", slíkt tilheyri fortíðinni þegar félagið og fræðsluaðilinn voru einn og hinn sami.
Skjöldurinn fallegi er eign Leiðsagnar og hefur fylgt félaginu í áratugi. Útdeilingu skjaldarins til einstakra félagsmanna ásamt plastskírteini (,,certified guide") er nú komin á bið hjá félaginu á meðan verið er að greiða úr menntamálum leiðsögumanna.
Stjórnvöld hafa þegar staðfest að námskrá frá árinu 2004 er ekki gild
Í maí 2016 staðfestu menntayfirvöld það við Leiðsögn að eldri námskrár skóla sem sinna námi leiðsögumanna eru ekki lengur í gildi. Í svarbréfi til félagsins frá 16. maí, 2016 segir m.a.:
„Með birtingu auglýsingar nr. 674/2011 í B-deild Stjórnartíðinda 16. maí 2011 tók gildi ný aðalnámskrá framhaldsskóla, sem skyldi koma til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu 2011–2012 eftir því sem við yrði komið og koma til framkvæmda að fullu eigi síðar en 1. ágúst 2015. Samkvæmt auglýsingunni var eldri aðalnámskrá framhaldsskóla nr. 138/2004 felld úr gildi. Með því er litið svo á að allar námsbrautalýsingar sem áttu sér stoð í aðalnámskrá frá 2004 hafi einnig fallið úr gildi frá sama tíma.“
Því eru nú tólf ár liðin frá því að eldri námskrá féll úr gildi og síðan þá hefur enginn fræðsluaðili sem sinnir leiðsögunámi hérlendis því kennt eftir gildri námsskrá sem staðfest er af menntayfirvöldum. Á þessari staðreynd byggir ofangreind ákvörðun stjórnar, með að setja skírteini sem á stendur ,,certified guide" á bið enda fer félagið ekki með dagskrárvald í menntamálum landsins.
Evrópustaðallinn
Við staðfestingu námskrárbrauta um leiðsögunám leggur menntamálaráðuneytið nú til grundvallar evrópskan staðal (ÍST EN15565:2008) um lágmarksmenntun leiðsögumanna í Evrópu. Síðustu misseri hefur vinna farið fram í starfshópum skipuðum af ráðuneytinu. Ber þar að geta tillögur starfshóps sem skilaði af sér skýrslu árið 2021 en þar er farið í þau námsmarkmið sem samræmast og uppfylla viðmiðanir Evrópustaðalsins. Einnig hefur annar starfshópur á vegum ráðuneytisins nýverið skilað af sér starfslýsingu um almenna leiðsögn sem nýverið var samþykkt af starfsgreinasambandinu.
Því má segja að farið er að sjást til lands í að menntayfirvöld geti farið að votta námskrár allra þeirra fræðsluaðila sem að námi leiðsögumanna koma. Hins vegar er það að sjálfsögðu undir skólunum sjálfum komið að senda námskrár sínar inn til ráðuneytisins og fá þær staðfestar.
Öllum félagsmönnum gefst nú kostur á plastskírteini
Leiðsögn hefur sent öllum félagsmönnum stafrænt félagsskírteini fyrir árið 2023. Þrátt fyrir að félagið hafi sett hið hefðbundna plastskírteini með ,,certified guide" vottun á bið hefur stjórn ákveðið að bjóða öllum þeim félagsmönnum sem þess óska að fá sent plastskírteini vegna félagsaðilar árið 2023. Þetta kemur einkum til vegna eftirspurnar eftir slíku skírteini enda fjöldi leiðsögumanna sem nota þau við að auðkenna sig í starfi. Í stað ,,certified guide" vottunar mun standa á skírteininu ,,félagi í Leiðsögn - Félagi leiðsögumanna / Member of Leiðsögn - Tourist guide union."
Innan skamms mun öllum félagsmönnum, sem ekki hafa þegar fengð plastskírteini sent á árinu, gefast kostur á að fá send skírteini vegna félagsaðildar á árinu 2023. Einnig mun félagsmönnum bjóðast að kaupa vasa utan um skírteinið og hálsband þannig að hægt sé að hafa það um hálsinn. Berast mun tölvupóstur til allra félaga næstu daga vegna þessa.
Leiðsögn minnir á stafræna skírteinið sem allir félagsmenn eiga þegar að hafa fengið sent á árinu 2023.
jff
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.