05
Júlí

Leiðbeiningar og fræðsla fyrir leiðsögumenn á ferð um Þeistareyki

Fréttatilkynning frá Landsvirkjun:

Kæri leiðsögumaður.

Nú standa yfir framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stækkun Þeistareykjastöðvar.
Þar til hægt er að vernda svæðið og tryggja öryggi gesta með uppbyggingu gönguleiða
og palla á jarðhitasvæðinu beina Landsvirkjun og Þingeyjarsveit þeim tilmælum til leiðsögumanna að hleypa ekki gestum út úr rútum við hverasvæðið. Í stað þess er tilvalið að stoppa við listaverk Landsvirkjunar, „Römmuð sýn“, þar sem er að finna upplýsingaskilti um svæðið og góða aðstöðu fyrir rútur. Þaðan sést Þeistareykjastöð vel og þar er hægt að fræða gesti um starfsemi hennar. Þegar keyrt er eftir Þeistareykjavegi er hægt að upplýsa gesti um framkvæmdir, enda er þar gott útsýni að jarðbornum.

Felagsskirteinti 2023. Þeir felagsmenn Leiðsagnar sem ekki hafa fengið sent plast felagsskirteini fyrir arið 2023 fa það sent innan manaðar fra dagsetningu umsoknar. Vinsamlegast sendið post a infotourist guid 3

Á Þeistareykjum rekur Landsvirkjun 90 MW jarðvarmastöð þar sem jarðhiti er nýttur til að vinna rafmagn.
Stöðin var fyrst gangsett árið 2017 og er nýjasta jarðvarmastöð Landsvirkjunar.

 

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi að því að stækka Þeistareykjastöð í 135 MW með því að bæta við þriðju 45 MW vélasamstæðunni.

Í tengslum við þessar fyrirætlanir standa yfir þó nokkrar framkvæmdir á svæðinu sumarið 2023. Þar ber helst að nefna borun tveggja rannsóknarhola. Þetta eru fyrstu boranir á svæðinu síðan stöðin var gangsett árið 2017. Rannsóknarholurnar verða hvor um sig um 2.800 m langar og verða þær báðar boraðar skáhallt undir Bæjarfjall. Þær holur sem hafa nú þegar verið boraðar þannig hafa reynst mjög gjöfular vinnsluholur.

Markmiðið með þessum borunum er að kanna háhitasvæðið og ef vel tekst til er gert ráð fyrir að holurnar verði tengdar virkjuninni í framtíðinni. Áætlað er að borunum verði lokið um miðjan september.

Borinn sem notaður er til verksins er sérstakur að því leyti að rafmagnið sem knýr hann
er ekki framleitt með dísilvélum, heldur kemur það beint frá Þeistareykjastöð. Er þetta
í fyrsta skipti sem borað er eftir jarðhita á Norðausturlandi með þeim hætti, sem gerir okkur kleift að losa mun minna af gróðurhúsalofttegundum vegna verkefnisins en ella.

Aðkomuleiðir voru bættar verulega í tengslum við byggingu Þeistareykjavirkjunar og
því má gera ráð fyrir meiri umferð um svæðið en áður. Þessari auknu umferð fylgja áskoranir, enda er öryggi gesta við jarðhitasvæðið ekki tryggt við núverandi aðstæður, auk þess sem það er afar viðkvæmt og þolir ekki mikinn átroðning. Um þessar mundir er í gangi vinna
við gerð deiliskipulags fyrir svæðið, þar sem markmiðið er að byggja upp góða og örugga aðstöðu fyrir ferðamenn.

 listaverk                     

 

 

 

 

Listaverkið sjálft er eftir arkitektinn Jón Grétar Ólafsson og samanstendur af fjórum stálrömmum sem vísa í höfuðáttirnar. Listaverkið er byggt upp þannig að vegfarendur geti upplifað umhverfið hver með sínum hætti í gegnum og á milli stálrammanna. Innan rammanna er líkan af Íslandi gert úr náttúrulegum stuðlum sem eru misháir og tekur hæðin mið af hæð fjalla og fjallgarða. Upp úr Íslandi rísa járnsúlur sem táknmyndir jarðhitans sem býr þar undir. Sverari súlurnar sýna staðsetningu háhitasvæða en þær grennri tákna lághitasvæði.

   

Við bjóðum ykkur velkomin á Þeistareyki og vonum að þið njótið heimsóknarinnar með hagsmuni náttúrunnar og öryggi að leiðarljósi.

Landsvirkjun.

 

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image