30
Mars

Aðalfundur Leiðsagnar 2023

AÐALFUNDUR LEIÐSAGNAR – FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA

  1. 3. maí 2023, kl. 18:00

Aðalfundur Leiðsagnar 2023 verður haldinn 3. maí, kl. 18:00 að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).

Aðalfundurinn verður einnig netfundur og verður krækja á fundinn send út á fundardegi, þann 3. maí.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi skv 22.gr laga félagsins.

  1. Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins.
  2. Lýst yfir niðurstöðu í kjöri formanns og stjórnar.
  3. Skýrsla fráfarandi félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
  4. Reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram til afgreiðslu.
  5. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja.
  6. Fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga gerð um fjárhæð aðildargjalds.
  7. Kosning til trúnaðarráðs.
  8. Kosning fulltrúa í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
  9. Kosning stjórnar Sjúkrasjóðs félagsins og eins fulltrúa í stjórn Endurmenntunarsjóðs.
  10. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
  11. Önnur mál.

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar og formanns rennur út 13. apríl.

Frestur til að skila inn framboðum til trúnaðarráðs og í fastanefndir rennur út 23. apríl.

Frestur til að senda inn lagabreytingatillögur rennur út 18. apríl.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image