20
Apríl

Aðalfundur Leiðsagnar 2021

Aðalfundur Leiðsagnar 2021 – þriðjudag 27. apríl netfundur
https://us02web.zoom.us/j/2035529516?pwd=Zk5ycENIdEtBZW9DYjJzYXAxYUxEdz09

Aðalfundur Leiðsagnar 2021
 
Netfundur á Zoom kl 19:00 þriðjudag 27.4.2021

Sjá hlekk neðar á síðunni.
Það þarf að skrá sig inn í upphafi fundar og eru fundargestir hvattir til að mæta tímanlega til þess að það gangi.

  
1. Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins
 
2. Bráðabirgða lagabreyting þess efnis að kjörskrá verði víkkuð og bæði notuð kjörskrá frá 2021 og 2020
 
3. Öllum öðrum dagskrárliðum frestað til auka-aðalfundar sem boðaður verður seinna.


https://us02web.zoom.us/j/2035529516?pwd=Zk5ycENIdEtBZW9DYjJzYXAxYUxEdz09
Meeting ID: 203 552 9516
Passcode: leidsogn


Kæru félagar

Sjá fundarboð hér efst á síðunni

Vegna sóttvarnarlaga og samkomutakmarkana er ekki hægt að halda venjulegan aðalfund Leiðsagnar á réttum tíma í ár.

Við ætlum hins vegar að halda stuttan aðalfund á netinu (gegnum forritið Zoom) á réttum tíma og þar verður bara eitt mál á dagskrá: útvíkkun á kjörskrá.
Öllum öðrum dagskrárliðum frestað.


Samkvæmt 6. gr. laga félagsins er svo kveðið á um félagsaðild:
"Lágmarksgjald til að öðlast félagsaðild og halda henni samsvarar félagsgjaldi af launum samkvæmt lægsta taxta félagsins fyrir 15 daga vinnu á síðustu 12 mánuðum fyrir 1. febrúar næst fyrir aðalfund ár hvert."
Nú vitum við vel að margir hafa ekki getað greitt til félagsins þetta lágmarksgjald af utanaðkomandi ástæðum og viljum við koma til móts við þessa félagsmenn og nota líka kjörskrá frá því í fyrra, en til þess þarf að gera eina bráðabirgðabreytingu á lögum félagsins.

Tillagan er þá þessi:
Við 6.gr. bætist við ný málsgrein eftir 2. mgr.:
Ákvæði til bráðabirgða og gildir aðeins fyrir árið 2021. Heimilt er að nota einnig kjörskrá frá síðasta aðalfundi Leiðsagnar (18.6.2020) til viðbótar núverandi kjörskrá.

Eindregin tilmæli komu frá Trúnaðarráði á síðasta fundi þess að víkka út kjörskrá með þessum hætti og fullur vilji stjórnar er til þess.

Þetta þýðir:

Framboðsfrestur og lagabreytingafrestur framlengist, tilkynnt verður síðar hvað lengi.
Ef aðstæður leyfa þá er mögulegt að við höldum auka-aðalfund með tiltölulega stuttum fyrirvara og því hvetjum við alla sem vilja bjóða sig fram að gera það sem fyrst og sama á við um lagabreytingatillögur.

Fyrirhugað er að halda auka-aðalfund Leiðsagnar á næstu sex vikum ef sóttvarnarlög og samkomutakmarkanir leyfa. Að öðrum kosti frestast hann til haustsins.
Aðalfundur verður boðaður með amk viku fyrirvara.

Öll framboð sem nú þegar hafa borist færast sjálfkrafa til auka-aðalfundar, nema þau verði dregin til baka. Tekið verður við nýjum framboðum og eru konur einkum hvattar til að bjóða fram krafta sína.

Allar lagabreytingatillögur (nema sú sem er í dagskrárlið 2 í fundarboði hér að ofan) færast sjálfkrafa til auka-aðalfundar. Tekið verður við nýjum lagabreytingatillögum.

Við höfum verið að vinna í nýjum innri vef félagsins, sem við köllum Félagavef. Hann er enn í vinnslu en þar koma upplýsingar um aðalfund, skýrslu stjórnar, framboð, lagabreytingar og ársreikninga. Þar sem enn er opið fyrir framboð og lagabreytingatillögur þá er ekkert efni þar. Ársreikningar eru tilbúnir og koma á næstu dögum inn á einn flipann þar. Til að skrá sig inn á Félagavefinn þarf að nota rafræn skilríki eða íslykil. Núna er síðan stillt þannig að bara þeir sem eru með kjörgengi samkvæmt lögum félagsins komast þar inn, en ef lagabreytingatillagan er samþykkt á aðalfundinum þá fá þeir sem voru með kjörgengi 2020 líka aðgang.

Hlekkur á Félagavef:
https://minar.touristguide.is/

Með bestu kveðju
Pétur Gauti Valgeirsson
Formaður Leiðsagnar

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image