×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
19
Maí

Beiðni til sóttvarnarlæknis og landlækns vegna COVID19

Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna og SAF óska eftir því að leiðsögumenn verði settir framar í röðina fyrir bólusetningu vegna COVID19.

Ástæður eru tvennar:

  1. Atvinnuöryggi og kröfur erlendra ferðaskrifstofa.
    Erlendar ferðaskrifstofur gera margar kröfu um að allir þeir sem þjónusti hópa á þeirra vegum séu bólusettir. Þetta á meðal annars við um leiðsögumenn. Því er nú komið í ljós að möguleikar leiðsögumanna á að komast sem fyrst aftur í vinnu og af atvinnuleysisskrá hanga að stórum hluta á því að þeir hafi fengið bólusetningu.
  1. Takmörkun smitleiða inn í samfélagið.
    Leiðsögumenn eru tengliður og snertiflötur milli ferðamanns og heimamanns, þar sem leiðsögumenn eru framlínustarfsmenn sem annast m.a. samskipti við heimasamfélagið. Leiðsögumaðurinn sér t.d. oft um innritun á hótel og samskipti við starfsfólk á veitingastöðum og í afþreyingu. Á þetta sérstaklega við hópa sem ekki tala sjálfir ensku. Bólusettur leiðsögumaður ber síður með sér smit heim á heimili sitt, á ferðaskrifstofuna sem hann vinnur hjá, á kaffistofu á áningastöðum, á veitingastað, á hótel, í minjagripaverslu, í afþreyingu og svo framvegis.

Hluti leiðsögumanna er þegar orðinn bólusettur sökum aldurs en æskilegast er að allir leiðsögumenn verði bólusettir sem fyrst þar sem kröfur erlendra ferðaskrifstofa framlengja að öðrum kosti veru þeirra á atvinnuleysisskrá með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið.

Með bestu kveðju

Pétur Gauti Valgeirsson
Formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna

Jóhannes Þór Skúlason
framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image