×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
14
Júní

Skyndihjálparnámskeið Leiðsagnar og Rauða krossins

Öryggi farþega er lykilatriði í starfi leiðsögumanna. Því efna Leiðsögn og Rauði krossinn til skyndihjálparnámskeiða í þessum mánuði. Í boði eru tvö 4 klst skyndihjálparnámskeið og velja þátttakendur annað hvort 23. eða 24. júní.

Hvort námskeið stendur frá kl 18:00-22:00. Námskeiðið verður haldið í sal Rauða krossins í Hafnarfirði, Strandgötu 24 220 Hafnarfirði.

Hérna er skráningahlekkur fyrir námskeiðið 23. júní http://skraning.raudikrossinn.is/namskeid?CourseId=a0N6M00000QEWPJ
Og hérna er skráningahlekkur fyrir námskeiðið 24. júní http://skraning.raudikrossinn.is/namskeid?CourseId=a0N6M00000QEWPO
Þátttakendur geta skráð sig sjálfir á námskeið þann dag sem hentar þeim betur.

Eftir námskeiðið geta þátttakendur sótt rafrænt skyndihjálparskírteini á skyndihjalp.is-https://skyndihjalp.is/skirteinid-mitt/
Ekki er boðið upp á veitingar á námskeiðinu og því eru þátttakendur vinsamlegast beðnir um að taka með sér nesti.

Nánari lýsing:Skyndihjálp 4 klukkustundir

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Lengd: 4 klukkustundir með hléum (fjöldi kennslustunda 5)
Markmið: Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum.
Viðfangsefni:Kynning; hvað er skyndihjálp? Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.Skyndihjálp; stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni, höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image