Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Námskeið á vegum ASÍ fyrir félagsmenn í Leiðsögn
haldið laugardaginn 22. október kl. 9 – 15 í húsnæði félagsins að Stórhöfða 29.
(athugið að gengið er inn í fundarsalinn á jarðhæð aftan við húsið, og þar eru líka bílastæði)
Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum í Leiðsögn þeim að kostnaðarlausu, en einkum eru þeir sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið hvattir til að mæta. Vinsamlegast tilkynnið skrifstofu félagsins um þátttöku á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Námskeiðið er í tveimur hlutum:
FYRIR HÁDEGI
Starfsemi stéttarfélaga
Farið er yfir uppbyggingu vinnumarkaðarins auk skipulags og hlutverka hagsmunasamtaka launafólks og launagreiðenda. Farið er yfir uppbyggingu stéttarfélaga, skipulag og hlutverk þeirra, hlutverk hagsmunasamtaka launafólks og atvinnurekenda, gildi kjarasamninga og hagræn áhrif þeirra.
Vinnuréttur
Megináhersla er lögð á uppbyggingu og helstu þætti íslenskrar vinnulöggjafar eins og kjarasamninga og lög sem fjalla um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Þá verður farið í ákvæði kjarasamninga og laga sem styrkja kjarasamning með áherslu á ráðningarsamninga, laun og launagreiðslur, orlofsrétt, veikindarétt, fæðingarorlof, hópuppsagnir, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður fjallað um ákveðnar grundvallarreglur, svo sem samningsrétt stéttarfélaga, verkfallsrétt, verkbannsrétt, réttarvernd trúnaðarmanna o.fl.
Farið verður yfir muninn á verktakavinnu og vinnu launamanns í ráðningarsambandi.
Markmið:
EFTIR HÁDEGI
Hlutverk samninganefnda
Fjallað verður um vinnudeilur og formlegt ferli við gerð kjarasamninga, tegundir samninga á vinnumarkaði, viðræðuáætlanir, tilhögun atkvæðagreiðslu þeirra og boðun verkfalla. Fjallað um gildi kjarasamninga, áhrif friðarskyldunnar og samningsrof, um heimildir og umboð samninganefnda. Einnig heimildir og umboð samninganefnda og hlutverk, heimildir og stöðu og ríkissáttasemjara.
Markmið
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.