Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Leiðsögn - stéttarfélag leiðsögumanna lýsir fyrir hönd félagsmanna yfir áhyggjum af því hrottalega dýraníði sem sumir íslenskir hrossabændur hafa gert sig seka um og fjallað hefur verið um í fréttum undanfarna daga. Leiðsögumenn hafa það hlutverk að fræða erlendu gestina okkar um sögu, menningu og náttúru Íslands. Íslenski hesturinn hefur verið samofinn sögu okkar allt frá landnámi og kallaður þarfasti þjónn mannsins, stoð hans og stytta í frásögnum um harðbýlið sem íslenska þjóðin bjó við um aldir og enn í dag er hann mikilvægur fyrir bændur og gleðigjafi fyrir íbúa í þéttbýlinu um land allt.
Fátt kallar fram sterkari hughrif, gleði og væntumþykju hjá erlendum ferðamönnum en stóðin sem sjá má víða í sveitum landsins. Þúsundir ferðamanna fara í lengri og styttri hestaferðir á ári hverju, kynnast íslenska hestinum og njóta íslenskrar náttúru á einstakan hátt. Að spilla þeirri náttúruupplifun og því orðspori að Íslendingar séu sannir dýravinir gæti orðið þjóðinni afar dýrkeypt. Leiðsögumenn telja að orðspori Íslands og hagsmunum íslenskrar ferðaþjónustu sé stefnt í bráða hættu með þessu framferði gagnvart varnarlausum dýrum.
Leiðsögn-stéttarfélag leiðsögumanna fer þess á leit við stjórnvöld að þau banni samstundis blóðtöku úr hryssum á Íslandi.
Fyrir hönd stjórnar Leiðsagnar
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.