02
Feb

Námskeið á sértilboði fyrir félagsmenn í Leiðsögn - Stéttarfélagi leiðsögumanna

 

Sértilboð til félagsmanna
í Leiðsögn - Stéttarfélagi leiðsögumanna
VOR 2022

Félagsmönnum í Leiðsögn - Stéttarfélagi leiðsögumanna býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.  Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar. Til að virkja afsláttinn þarf að skrá kóðann EHILS22 í reitinn "Athugasemdir".
Athugið að við skráningu sjáið þið óbreytt námskeiðsverð. Afslátturinn kemur fram á greiðsluseðli.

ENDURMENNTUN HÍ - Dunhaga 7, 107 ReykjavíkSÍMI 525 4444 | NETFANG This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

ww.endurmenntun.is

 

Almenn veðurfræði og túlkun veðurspáa
Mið. 9. feb. kl. 19:15 - 22:15

Á námskeiðinu verður farið yrir helstu hugtök í veðurfræði og veðurspám, þátttakendur fá leiðbeiningar í lestri og túlkun veðurspáa og viðvarana og læra að afla sér réttra gagna miðað við þarfir hvers og eins. Farið verður yfir viðvaranir, þýðingu þeirra og mismunandi áherslur. Þá verður farið í sértæka hluti eins og áhrif landslags á staðbundið veðurfar, þann tímaskala sem hægt er að nota í veðurspám og hvernig túlkun og áreiðanleiki spáa breytist með tíma.
NÁNAR HÉR

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image