×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
24
Mars

Aðalfundur Leiðsagnar 2022

Aðalfundur Leiðsagnar 2022 – þriðjudaginn 26. apríl kl. 19:00

Kæru félagar

Aðalfundur stéttarfélagsins Leiðsagnar verður haldinn eftir rúman mánuð, að kvöldi þriðjudagsins 26. apríl 2022. Fundurinn verður haldinn í fundarsal að Stórhöfða 29 þar sem skrifstofa Leiðsagnar er til húsa. Gengið er inn Grafarvogsmegin. Formlegt aðalfundarboð verður sent út viku fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins (sjá 21. gr.).

Nú er að störfum lagabreytinganefnd sem mun kynna tillögur sínar á félagsfundi þann 5. apríl (nánar auglýstur síðar) og settar inn á vef félagsmanna í kjölfar þess. Tillögur að frekari lagabreytingum verða að berast skrifstofu félagsins 15 dögum fyrir aðalfund (sjá gr. 29 í lögum félagsins), eða 12. apríl.

Framboðsfresti lýkur 10 sólarhringum (16. apríl) fyrir aðalfund og framboðum skal skila til skrifstofu sem kemur þeim áfram til kjörnefndar.

Kjósa þarf tvo fulltrúa í stjórn til tveggja ára, fjóra varamenn til eins árs, aðal- og varamenn í trúnaðarráð (sex fulltrúa í hvort, alla til eins árs) og fulltrúa í fastanefndir og aðrar stöður. Sjá. 18. grein laganna.

Á kjörskrá (með kjörgengi og atkvæðisrétt) eru þeir sem uppfylla kröfur um félagsaðild samkvæmt grein 6 í lögum félagsins. Þar stendur meðal annars:
“Lágmarksgjald til að öðlast félagsaðild og halda henni samsvarar félagsgjaldi af launum samkvæmt lægsta taxta félagsins fyrir 15 daga vinnu á síðustu 12 mánuðum fyrir 1. febrúar næst fyrir aðalfund ár hvert.”

 

Friðrik Rafnsson

formaður Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna.

Stórhöfða 29,
110 Reykjavík

Póstur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image