×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
09
Des

Genfarskólinn 2022

 

Norræni Lýðháskólinn í Genf, Genfarskólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum. Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar.  Æskilegt er að þeir hafi sótt fræðslustarf verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaganna og samtaka þeirra hér á landi. Aðild að Genfarskólanum eiga MFA-samböndin í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og hér á landi. Skólinn er haldinn samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf og dregur nafn sitt af því. Nemendur kynnast þinghaldinu og Alþjóðavinnumálastofnuninni ILO. Stofnunin starfar að vinnumálum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar á ILO-þinginu eru frá stjórnvöldum, atvinnurekendum og samtökum launafólks um allan heim. Þátttakendur kynnast norrænu samstarfi á vettvangi ILO og geta kynnt sér ýmis alþjóðasamtök verkalýðshreyfingarinnar sem starfa í tengslum við ILO.

 

Genfarskólinn hefst 24. apríl í Brussel í Belgíu

Að því loknu tekur við fjarnám sem stendur þar til þátttakendur fara út í lok maí.

 

Fornámskeið: 24.-29. apríl í Brussel

Fjarnám er á milli fornámskeiðs og aðalnámskeiðs

Aðalnámskeið: 28. maí – 12. júní  í Genf

Þátttakandi þarf að taka þátt í öllum þremur hlutum námsins.

Námið fer fram í blöndu fjarnáms, staðnáms, fyrirlestra og hópastarfs ásamt því að þátttakendur fylgjast með fundum Alþjóðavinnumálaþingsins og nefndarstarfi þess. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á einu norðurlandamáli og hafi auk þess góða enskukunnáttu.

Íslensku þátttakendurnir á Genfarskólanum hafa verið tveir undanfarin ár, einn frá ASÍ og einn frá BSRB. Þeir hafa sótt fundi hér á landi, sem haldnir hafa verið til undirbúnings þátttöku í skólanum. Kynningarfundir verða haldnir í byrjun mars þar sem þátttakendur munu m.a. hitta fulltrúa Íslands sem sækja ILO þingið, ásamt þátttakendum síðasta árs.

Námskeiðsgjöld, gisting og flugfargjöld eru greidd fyrir einn þátttakanda hjá hvorum samtökum fyrir sig (ASÍ og BSRB). Ekki eru greiddir dagpeningar meðan á dvölinni stendur en greiddur er út styrkur að upphæð 90 þúsund krónur.  

Í viðhengi má finna nánari upplýsingar um ferlið og hlekk á umsóknina sjálfa.

Umsóknarfrestur er til 10. desember nk. Í janúar verður svo tilkynnt hverjir hreppa hnossið.

 

Nánari upplýsingar má finna á vef Genfarskólans.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image