25
Mars

Kosningar til formanns og stjórnar Leiðsagnar 2024

Þann 25. mars kl. 00:01 hefjast leynilegar rafrænar atkvæðagreiðslur um stjórnarkjör Leiðsagnar árið 2024 samkvæmt lögum félagsins. Atkvæðagreiðslur standa yfir til kl. 23:59 þann 1. apríl næstkomandi.

Til kjörs eru eftirfarandi sæti í stjórn:

- Formaður til tveggja ára
- Aðalmenn í stjórn, 1 sæti til eins árs og 2 sæti til tveggja ára
- Varamenn í stjórn, 4 sæti til eins árs

Í framboði eru eftirtaldir aðilar (í stafrófsröð):

Til formanns:

Halldór Kolbeins

Þór Bínó Friðriksson

Til stjórnar:

Björn Júlíus Grímsson

Daði Hrólfsson

Daníel Perez Eðvarðsson

Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar Bragi Ólason

Hildur Þöll Ágústsdóttir

Jens Ruminy

Óskar Grímur Kristjánsson

Kynningar frambjóðenda má finna hér:
https://www.touristguide.is/index.php/frettir/item/2813-kynningar-frambjodenda-til-formanns-og-stjornar

Um tvær kosningar er að ræða, annars vegar til formanns og hins vegar til almennrar stjórnarsetu (aðal- og varamenn). Í kosningu til formanns má velja 0-1 nöfn en í kosningu til stjórnar má velja 0-3 nöfn eða sem samsvarar fjölda aðalmanna.

Samkvæmt lögum félagsins er sérstaklega kosið til formanns, en í aðrar stöður raðast eftir fjölda greiddra atkvæða, fyrst til aðalmanna og næst varamanna.

Telji félagsfólk sig eiga að vera á kjörskrá en er það ekki, skal senda erindi/kæru á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með rökstuðningi. Öll erindi/kærur eru afgreidd eins fljótt og unnt er.

Rafræn kosning fer fram með því að skrá sig inn á „Félagavef“ með rafrænum skilríkjum. Þar inni er svo tengill í kosningar. Smella hér fyrir innskráningingu með rafrænum skilríkjum.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image