15
Apríl

Leiðsögumenn huldufólk í íslenskri ferðaþjónustu? 

Fréttatilkynning frá Leiðsögn – stéttarfélagi leiðsögumanna                             

Leiðsögumenn huldufólk í íslenskri ferðaþjónustu? 

Nánast engum leiðsögumanni sagt upp og fáir í hlutastarfi!!?                       

Reykjavík, 8.apríl 2020

 

Þetta hljómar eins og góðar fréttir í ástandi þar sem nánast öll ferðaþjónusta liggur niðri vegna Covid 19 en þegar betur er að gáð er reyndin önnur. Leiðsögumenn sem starfsstétt er nánast réttindalaus og má líkja stöðu þeirra við daglaunamenn hér á árum áður.  Þá hafa undiboð tíðkast og í stað menntaðra leiðsögumanna fengnir til verksins erlendir hópstjórar á lægri launum. Ótrúlegt en satt, þetta voru kjörin á mesta uppgangstímabili í sögu íslenskrar ferðaþjónustu! Í dag er engin vinna í boði, réttur til atvinnuleysisbóta tvísýnn og hlutastarfaleiðin frostahillingar.

Grunnur veikrar stöðu þessarar vel menntuðu stéttar er meingallað ráðningssamband við atvinnurekendur. Flestir leiðsögumenn eru ferðaráðnir, ákveðnar klukkustundir á dag og starfa oft fyrir margar ferðaskrifstofur. Þeir hafa engan uppsagnarrétt og atvinnuöryggi er ekkert. Hægt er að fella niður ferð með allt að 24 stunda fyrirvara og situr leiðsögumaður uppi með skaðann. Leiðsögumenn starfa um kvöld og nætur, helgar, jól, páska og eru oft langdvölum burtu frá heimili sínu en við mat á starfshlutfalli hafa ferðaskrifstofur farið sína leiðina hver. Niðurstaðan er sú að afar fáir leiðsögumenn ná fullum atvinnuleysisrétti og munu sitja uppi með skertar atvinnuleysisbætur langt undir lágmarksframfærslu viðmiðum út árið því ekki er líklegt að margir ferðamenn slæðist hingað á næstunni.  

Talsverður fjöldi sk.ferðaráðinna“ leiðsögumanna hefur þó starfað lengi hjá sama fyrirtæki og uppfyllir  skilyrði laga nr. 19/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna að hafa starfað hjá sama fyrirtæki í tvö ár eða lengur samfellt með eðlilegum hléum. Þessir leiðsögumenn eiga lögum samkvæmt sama rétt á launuðum uppsagnarfresti og þar af leiðandi einnig rétt á samningi um skert starfshlutfall og hlutabætur.  Í 4.gr. þessara laga segir „Starfsmaður með tímabundna ráðningu skal hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfmaður með ótímabunda ráðningu að þeirri áðstæðu einni að hann er ráðinn tímabundið nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna.” 

Fá fyriræki hafa virt þennan rétt leiðsögumanna og þeir sem fengið hafa hlutabætur eru nær eingöngu ökuleiðsögumenn, í flestum tilfellum karlmenn. 

Staða leiðsögumanna er því grafalvarleg, tekjutapið algjört, fyrirsjáanlegt atvinnuleysi um langa hríð og skertar eða litlar bætur þrátt fyrir að þetta fólk hafi borgað sína skatta og skyldur í sameiginlega sjóði landsmanna. 

Nánari upplýsingar: 

1. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, gsm: 8619617 

2. Sigríður Guðmundsdóttir, í stjórn Leiðsagnar, gsm: 891 9917

3. Svanbjörg H. Einardsdóttir, í stjórn Leiðsagnar, gsm: 895 6388

 Fylgigögn: 1. Punkar um stöðuna 2. Umsögn um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þskj. 1128 – 664 3. Bréf til fyrirtækja með leiðsögumenn í starfi 4. Launatafla leiðsögumanna

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image