Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Gleiðilegt sumar kæru félagar
Félagið hefur verið að sinna mörgum verkefnum á síðstu vikum og mánuðum, flest þeirra tengjast COVID19 með einum eða öðrum hætti. Við höfum reynt að vekja athygli á stöðu okkar meðal annars með viðtölum og annarri umfjöllun í fjölmiðlum en einnig höfum við sent inn erindi um sérstaka stöðu okkar til ráðamanna og ítrekað beðið um fundi. Einnig höfum við átt samráð við önnur stéttarfélög í svipaðri stöðu. Í undirbúningi eru endurmenntunarnámskeið og fyrirlestrar fyrir leiðsögumenn til að nýta þetta ástand í eitthvað uppbyggilegt og uppfræðandi. Vinna við nýja heimasíðu hófst fyrir jól og er hún nú þegar komin í loftið, þó að enn eigi eftir að bæta við nokkrum atriðum.
Við höfum átt samtal við Vinnumálastofnun um hvernig meta eigi leiðsögumenn til atvinnuleysisbóta. Leiðsögumenn eru oftast verkefnaráðnir sem launþegar í stakar ferðir og því fellur ráðningarsamband úr gildi um leið og ferð lýkur. Verkefni leiðsögumanna eru mjög árstíðabundin og kemur þetta ástand eiginlega á versta tíma ársins fyrir marga.
Við höfum miklar áhyggjur af því að leiðsögumenn passi ekki vel inn í kerfið hjá Vinnumálastofnun og mat á starfshlutfalli og viðmiðunartekjum taki ekki mið af sérstöðu starfsins.
Því biðjum við ykkur félagsmenn sem misst hafið vinnuna og hafið sótt um atvinnuleysisbætur að fara inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og skoða útreikninga þar og sjá hvernig starfshlutfallið er metið.
Ef þið teljið að þessir útreikningar séu ekki réttir látið okkur vita í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en jafnframt krefjið Vinnumálastofnun um útskýringar.
Leiðsögumenn starfa oft fyrir mörg fyrirtæki og það getur verið erfitt að ná í þessi fyrirtæki til að fá viðeignandi vottorð fyrir Vinnumálastofnun. Ef þið eru í slíkri stöðu þá getur skrifstofan veitt aðstoð við það í mörgum tilfellum.
Við erum að undirbúa að taka þetta mál lengra, það er til viðeigandi ráðamanna.
Einnig bendum við ykkur á að haka við „Leiðsögn – Stéttarfélag leiðsögumanna“ í umsóknarferlinu um atvinnuleysisbætur þar sem valið eru um að greiða í af atvinnuleysisbótum í stéttarfélag. Við vekjum athygli á því að ekki er greitt í sjúkrasjóð eða endurmenntunarsjóð af atvinnuleysisbótum, en sem betur fer eru nokkuð rúm tímamörk á greiðslum í þessa sjóði hjá okkur og réttindi haldast þótt greiðsla falli niður í nokkra mánuði.
Með kveðju
Pétur Gauti Valgeirsson
Formaður Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.