16
Maí

Trausti Baldursson líffræðingur á Náttúrufræðistofnun fjallar um breytingar á vistkerfi Íslands í kjölfar loftlagsbreytinga.

Síðasti fyrirlesturinn í þessari lotu örfyrirlestra í samvinnu EHÍ og Leiðsagnar verður þriðjudaginn 19. maí kl. 16.  Þá mun Trausti Baldursson líffræðingur á Náttúrufræðistofnun fjalla um breytingar á vistkerfi Íslands í kjölfar loftlagsbreytinga. Hann nefnir fyrirlesturinn: Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki Íslands

Farið verður yfir nokkur þekkt dæmi um áhrif sem loftslagsbreytingar eru taldar hafa haft á lífríki Íslands, aðallega á landi og í ferskvatni. Komið verður m.a. inn á gróðurfarsbreytingar, áhrif á farfugla, ferskvatnsfiska og spendýr. Einnig verða skoðaðar breytingar á smádýralíf og áhrif lofstlagsbreytinga á landnám framandi tegunda.

Skráning fer fram á slóðinni:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=413V20

Einungis þarf að smella á skráningarhnappinn, skrá umbeðnar upplýsingar og greiða skráningagjaldið. Þeir sem skrá sig fá einnig senda upptökuna að fyrirlestrinum sem verður aðgengileg í viku eftir að fyrirlesturinn fór fram. Þannig er bæði hægt að vera með í rauntíma eða hlusta eftir á allt eftir þörfum.  Það er ósk stjórnar og fræðslunefndar Leiðsagnar að félagsmenn geti notfært sé þessa fyrirlestra sér til ánægju og uppbyggingar á þessum fordæmalausu tímum.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image