26
Maí

Leiðsögunám hjá Símenntun við Háskólann á Akureyri

Leiðsögunám veturinn 2020-2021.

Inntökupróf í erlendu tungumáli verða 9. og 10. júní í  Háskólanum á Akureyri eða í zoom.

Áhersla er á að mögulegt sé að stunda námið í heimabyggð. Fyrirlestrar teknir upp og tungumálaþjálfun í gegnum zoom hjá nemendum sem búa úti á landi.

Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir það að fylgja ferðamönnum um landið. Námið er víðfeðmt og fjölbreytt. Fjallað um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. Kennt verður tvö til þrjú kvöld í viku og farnar 5-7 vettvangs- og æfingaferðir á hvorri önn, oftast á laugardögum. Kennsla hefst um miðjan ágúst og námslok í maí 2021.

Námið er lánshæft til framfærslu- og skólagjalda hjá LÍN. Einnig veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms.

Frekari upplýsingar á simenntunha.is og í 460 8091.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image